Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Síða 22

Ægir - 01.09.2022, Síða 22
22 Gleðilega hátíð Marport óskar viðskiptavinum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. TÓNAHVARF 7 | KÓPAVOGUR M A R P O R T .C O M UK ICELAND G LO B A L O FF IC E S M A R P O R T USA SPAIN NORWAY FRANCE SOUTH AFRICA Yfirbyggingin algjör bylting „Fyrir áttum við annan Rafnar björg- unarbát sem orðinn var sex ára gamall og þegar við fengum gott tilboð frá Rafnari í hann fyrir hönd fyrirtækis í Ameríku sem var að leita að svona báti þá ákváðum við að slá til og ráð- ast í smíði á nýjum báti. Í grunninn er skrokkurinn sá sami en við horfðum til þess að fá breiðara stýrishús en síðan þróaðist þetta út í að byggja yfir dekk- ið framan stýrishússins og það breytir öllu. Við fáum 40 cm breiðara stýrishús en á gamla bátnum og síðan þetta upp- hitaða lokaða rými undir þiljum,“ segir Hans Óli. Rafnar bátarnir eru hjá fleiri björgunarsveitum hér á landi en allir eru þeir með opið dekk bæði fyrir framan og aftan stýrishús. Hans Óli segir líklegt að fleiri beini kastljósinu að því að velja yfirbyggða báta þess- arar gerðar fyrir björgunarstörfin. „Við getum sagt að þessi bátur sé lítill að utan en risastór að innan. Það segir sig sjálft að ef við þurfum t.d. að sækja áhöfn í björgun út á haf þá er það bylting að geta boðið mönnum upp á upphitað rými. Í sjóhrakningum er ekkert betra en komast sem fyrst í hit- ann og þurrkinn,“ segir Hans Óli. „Við erum með fjögur rúmgóð sæti með fimm punkta öryggisbeltum í stýris- húsi en fram í lúkar höfum við prófað að setja 10 manns og farið þokkalega vel um alla. Í neyð væri vafalaust hægt að koma vel yfir 15 manns inn í yfirbyggða rýmið og stýrishúsið. En með svo marga um borð væri þá held- ur ekki keyrt á miklum hraða. Aðalat- riðið er auðvitað að fá skjólið og að- stöðuna neðan þilja. Það er stærsti ávinningurinn fyrir okkur í þessari  Hans Óli Rafnsson, gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Geisla og annar tveggja skipstjóra Hafdísar.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.