Ægir - 01.09.2022, Page 28
28
Nýliðun í þorskstofninum á landgrunni Færeyja
breytist mikið ár frá ári. Frá árinu 2005 hefur nýliðun
verið mjög léleg. Það tengist að miklu leyti framboði á
hæfilegu æti fyrir þorsklirfur og seiði áður en þau
færa sig niður á botninn.
Færeyski þorskstofninn hefur verið rannsakaður
reglulega í 60 ár. Í júní 1983 hóf Havstovan reglulega leið-
angra til að kanna vöxt og viðgang þorskseiða og í apríl
1997 hófust leiðangrar til að kanna þorsklirfur. Á nokk-
urra ára tíma var magainnihald 5.000 lirfa og seiða kann-
að með það í huga að fá upplýsingar um það hvaða áhrif
ætisframboð hafi á nýliðunina.
Nú hafa niðurstöður þessara rannsókna verið kynntar
í tveimur vísindagreinum í tímaritinu Marine Biology. Í
fyrri greininni, sem var birt 2020, er farið yfir fæðu
þorsklirfa og -seiða. Á fyrstu stigum nærast lirfurnar
mest á mjög smárri dýraátu og eftir því seiðunum vex
fiskur um hrygg taka þau til sín stærri átu. Rannsóknin
sýnir að lirfurnar eru matvandar. Þær velja tegund átu
og stærð. Þegar þær stækka og þroskast eftir 1-2 mánuði
geta þær átt erfitt með að fá næga fæðu.
Éta ofursmáa dýraátu
Í seinni greininni, sem er nýkomin út, er sýnt að fjöldi
þorsklirfa strax að lokinni hrygningu tengist stærð
hrygningarstofnsins. Því skiptir miklu máli að hrygning-
arstofninn sé sjálfbær. Stór hrygningarstofn er þó ekki
trygging fyrir því að nýliðun verði mikil. Afföll eru mikil
á lirfu- og seiðastigi og sveiflast mikið. Nýja greinin sýnir
að nýliðunin tengist afkomunni frá lirfu til seiða og ræðst
hún af magni hæfilegrar fæðu. Það er gróðurinn að vori
sem ræður því hve mikið fæðuframboð er fyrir lirfurnar.
Fyrstu þrjá mánuði ævinnar lifa þorsklirfur- og seiði
ofarlega í sjónum. Eftir að kviðpokatímabilinu lýkur éta
lirfurnar ofursmáa dýraátu eins og hrogn marflóa
(vatnsloppa), síðan lirfur þeirra, loks flærnar sjálfar og að
lokum smáar krabbalirfur. Þar sem lirfurnar eru lélegar
að synda, þurf þær helst að vera í námunda við eða inni í
átuflekkjum.
Æti fyrir þorsklirfur ræður nýliðun
Þorsklirfur.
Þorskseiði.
ICES leggur til að veiðar á ýsu á
landgrunninu fari ekki yfir 11.853 tonn
á næsta ári. Þetta er vöxtur um 37%
frá þessu. Ýsustofninn var á árabilinu
2008 til 2017 undir varúðarmörkum.
Ýsustofninn komst yfir varúðarmörkin
2018 og hefur verið í vexti síðan. Nýj-
ustu gögn benda þó til þess að vöxtur-
inn í framtíðinni verði ekki eins hrað-
ur og hann hefur verið síðustu árin.
Ráðið mælir með því að ufsaafli fari
ekki yfir 17.843 tonn sem er 52% sam-
dráttur frá þessu ári. Ástæðan er sú
að ufsastofninn mælist nú minni en
áður var talið, með öðrum orðum að
stærð stofnsins hafi verið ofmetin.
Ráðlegging ICES fyrir árið 2022 var
að þorskafli færi ekki yfir 2.206 tonn,
sem var 65% lækkun frá árinu 2021.
Þess má geta að það er litlu minna en
þorskkvóti Færeyja við Ísland, sem er
2.400 tonn. Þá ráðlagði stofnunin að
ýsuafli færi ekki yfir 8.639 tonn, sem
var lækkun um 24%. Ráðlegging í ufsa
var að hámarki 37.444 tonn, sem var
aukning eða um 37%.
Afli þessara þriggja tegunda á Fær-
eyjamiðum það sem af er þessu ári er
3.890 tonn af þorski, 5.890 tonn af ýsu
og 13.000 tonn af ufsa. Niðurstaðan er
því sú að líklega verður þorskaflinn
þar í ár tvöfalt meiri en ICES taldi ráð-
legt.
Fiskveiðisamningar
við aðrar þjóðir
Færeyingar eru með fiskveiðisamn-
inga við þjóðirnar nyrst í Atlantshafi
sem færa þeim töluverðar þorskveiði-
heimildir. Mest fá þeir frá Rússum,
12.285 tonn, frá Norðmönnum fá þeir
4.945 tonn, frá Grænlandi 2.500 tonn og
frá Íslandi 2.400 tonn. Auk þess eru
þeir með heimildir í öðrum botnfisk-
tegundum í þessum löndum. Á móti
láta þeir að mestu leyti heimildir í upp-
sjávarfiski eins og kolmunna, síld og
makríl. Auk þessa hafa færeysk skip
sótt þorskafla á Flæmska hattinn við
Nýfundnaland. Heimildirnar hér við
land sækja þeir á línubátum en heim-
ildirnar frá Rússum og Norðmönnum í
Barentshafi sækja þeir á frystitogur-
um.
Gutted
H&G fishQuality control FilletingSkinning
Valuable enzymes
Pinbone
Cheeks and tongue
Swin bladder
1. grade bacteria free mince
Pinbone cutting
Heading
Collarbone cutting
Vélfag ehf. // Baldursnes 2 // 603 Akureyri
ICELAND // 466 2635 // sales@velfag.com
velfag.com