Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 32

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 32
Sökk skammt frá landi Sneru þeir þá tafarlaust við, en lekinn ágerðist mjög strax eftir að þeir urðu hans varir. – Stefndu þeir félagar til Höskulds- eyjar og skipti engum togum að þar stöðv- aðist vél bátsins vegna lekans og sökk Sú- lutindur þar skammt frá landi. Björguðust mennirnir nauðuglega á land. Dreginn til Stykkishólms Ekkert var hægt að aðhafast um björgun bátsins í Höskuldsey vegna þess að vita- vörðurinn þar kom ekki bát sínum fram, sökum skorts á mannafla. Var þess vegna hringt til Stykkishólms og leitað aðstoðar. Kom þegar á vettvang bátur þaðan og tveir menn. Tókst að ná Súlu tindi úr sjó og var komið með hann hingað til Stykkishólms kl. 7 í gærkveldi. Miklar skemmdir Ekki er búið að athuga skemmdir bátsins til fulls, en þegar kom í ljós, að hann er mikið skemmdur og meðal annars að kjöl- síðan er rifin frá kili á stóru svæði. Þarfn- ast báturinn mikilla viðgerða. Súlutindur kom til Stykkishólms síðastliðið vor og er einn af happdrættisbátum Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Morgunblaðið miðvikudagur 26. október 1955. Snarræði bjargaði manni og bát Frá fréttaritara Tímans í Stykkishólmi: Til leiðréttingar á frétt hér í blaðinu fyrir nokkrum dögunum um það, er vélbátnum Súlutindi var rennt á land í Höskuldsey, skal þess getið, að það var ekki flóabátur- inn Baldur, sem fór til að bjarga honum, heldur vél báturinn Gísli Gunnarsson, for- maður Eggert Björnsson. Þegar vélbátur- inn var að draga Súlutind út úr vognum munaði minnstu að illa færi. Slitnaði Sú- lutindur aftan úr, er farið var út úr vogn- um og var hann í þann veginn að reka upp í brimgarðinn með einn mann innan borðs, en formanninum á Gísla Gunnars- syni tókst með snarræði að koma beint á hlið Súlutinds, svo að maðurinn gat stokk- ið um borð, og um leið tókst að slöngva vír í Súlutind og festa og draga bátinn út. Ef hann hefði farið upp í brimið, hefði hann vafalaust brotnað og líf mannsins verið í bráðri hættu. KG - Tíminn 02.22.1055 V.b. Guðmundur frá Stykkishólmi strandaði við Andey Vélbáturinn Guðmundur frá Stykkishólmi strandaði í gærkveldi á rifi við Andey SV af Stykkishólmi. Súlutindur frá Stykkishólmi fór bátnum til aðstoðar og bjargaði áhöfn- inni en ekki hefur tekizt að ná bátnum út ennþá. Guðmundur fór í róður í fyrrakvöld og lagði SV af Höskuldsey. Þegar báturinn var að enda við að draga kom leki að hon- um og varð hann að halda til lands. Vélin stöðvaðist Er báturinn var kominn á móts við Andey, var svo mikill sjór kominn í hann, að vél- arnar stöðvuðust. Rak bátinn upp á rif við Andey og strandaði þar sem fyrr segir. Kyntu bál Á bátnum voru þrír menn. Kyntu þeir bál á eynni og sást það þegar úr landi. Voru tveir bátar sendir frá Stykkishólmi til að- stoðar, þeir Súlutindur og Arnfinnur. Bjargaði Súlutindur mönnunum. Reynt að ná bátnum út Reynt var að ná bátnum út á flóðinu í nótt sem leið, en það tókst ekki. Er ætlunin að reyna aftur í nótt og kanna þá, hversu skemmdir eru orðnar miklar á bátnum. Fyrsta ferð eftir viðgerð Guðmundur er 14 lestir að J stærð. Var hann keyptur til Stykkishólms fyrir tveim árum frá Hellissandi. Hafði báturinn þá fyrir skömmu strandað svo að fara varð fram á honum mikil viðgerð. Var þetta fyrsti róður bátsins eftir þá viðgerð. Alþýðublaðið laugardagur 10. desember 1955 Saga bátsins er tíðindaminni næstu árin. Báturinn var seldur úr Hólminum til Ólafsvíkur og auglýstur til sölu árið 1963.  Sigurður Þorleifsson umboðsmaður DAS í Grindavík og Helga Þórarins- dóttir við bátinn Súlutind.  Lúðvík Smárason um borð í Súlu- tindi sumarið 1986.  Súlutindur var smíðaður 1954 og var happdrættisvinningur hjá DAS árið eftir. Þarna er hann undir nafninu Kári og gerði Lúðvík Smárason hann út frá 1976 til 1944. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.