Ægir - 01.09.2022, Qupperneq 33
33
Bátur til sölu
Vélbáturinn Súlutindur í Ólafsvík 4.8
smálestir að stærð er til sölu nú þegar. Í
bátnum er 16 hestafla Lister-dieselvél. All-
ar nánari uppl. gefnar í síma 6 Ólafsvík.
Morgunblaðið - 21. júní 1963
„Stofustáss“ um tíma
Þá kaupir Þórður Hjaltason á Hellissandi
bátinn og gaf honum nafnið Víkingur.
„Síðan varð nafnið Víkingur háð einkaleyfi
og þá fékk hann nafnið Rúna. Þá stóð
hann lengi fyrir utan hjá Þórði og var eins
og nokkurs konar stofustáss. Honum var
ekkert róið í mörg ár. Svo kaupir Ársæll
Jónsson bátinn og fer að gera hann út
undir Rúnunafninu. Þessi Ársæll var faðir
Jóhanns Ársælssonar, skipasmiðs og þing-
manns. Ársæll gerði bátinn út til 1976,
þegar við keyptum hann. Við gáfum hon-
um nafnið Kári og rérum á honum til
1994,“ segir Lúðvík Smárason.
Litlar fregnir eru af bátnum eftir þetta
nema hans er auðvitað getið í opinberum
aflatölum. Árið 1986 ræddi Sigurdór Sig-
urdórsson, blaðamaður á Þjóðviljanum við
Lúðvík:
Eitt það algengasta sem ber fyrir augu
manns í sjávarþorpunum um þessar
mundir eru litlar trillur uppá þurru landi
sem er verið að lagfæra, mála og dytta að
fyrir vor- og sumarvertíðina. Þannig var
það, þegar tíðindamaður Þjóðviljans var á
ferð um Snæfellsnes fyrir skömmu. Inní
miðju þorpi á Hellissandi stóð trillan Kári
SH og um borð var Lúðvík Smárason
kennari að dytta að. Lúðvík sagðist í mörg
sumur hafa stundað sjó á trillu frá Rifi.
„Ég er kennari og sá möguleiki að geta
stundað sjó héðan yfir sumarið gerir mér
kleyft að leyfa mér þann munað að vera
kennari. Ég gerði mér þetta ljóst þegar ég
fór í kennaranámið og ég hefði áreiðanlega
ekki farið í kennarastarfið ef ég gæti ekki
bætt mér upp léleg laun með því að róa á
trillu yfir sumarið,” sagði Lúðvík.
Hann sagði að þeir hefðu verið tveir á
Kára SH með fjórar handfærarúllur í fyrra-
sumar og gengið mjög vel, fengu 33 tonn á
tveimur og hálfum mánuði. Lúðvík sagði
að helgarstoppin sem sett voru á í fyrra
hefðu dregið úr aflanum, þeir hefðu getað
farið í 40 tonn eða meira ef þau hefðu ekki
verið. Trillan Kári SH er elsta trillan sem
gerð er út frá Rifi, byggð árið 1954 og var
þá happdrættisvinningur hjá DAS og var
þá nefnd Súlu tindur.
Lúðvík sagði að trillan væri í mjög
góðu ásigkomulagi þótt gömul væri. Við
spurðum Lúðvík hvað hann hefði þénað á
sumarvertíðinni í fyrra og sagðist hann
hafa haft á milli 200-250 þúsund krónur
fyrir þessa rúma tvo mánuði.
Helgarstoppið?
„Mér líkaði það bara vel, það er ágætt að eiga
frí frá föstudagskvöldi fram á sunnudags-
kvöld. Það er nú einu sinni svo að veiðimenn
stoppa ekki um helgar, þótt þá langi til þess,
nema með svona valdboði. Þess vegna líkaði
mér þetta bara vel,” sagði Lúðvík.
Þjóðviljinn 20. apríl 1986
Eins og áður sagði stendur bátur-
inn uppi á Hellissandi og hefur verið
haldið við að nokkru leyti, til dæmis
verið málaður reglulega. Hann er þó
ekki sjófær. Saga þessa báts kom í
fangið á undirrituðum, þegar hann tók
viðtal við Lúðvík Smárason fyrir tíma-
ritið Ægi. Það vill svo til að eiginkona
mín er Helga Þórarinsdóttir, barna-
barn vinningshafans á sínum tíma og
þegar bátsnafnið Súlu-tindur kom upp
í spjallinu við Lúðvík, vaknaði forvitn-
in og grúskið hófst.
Höfundur er Hjörtur Gíslason,
blaðamaður og ritstjóri sjávarút-
vegsvefsíðunnar Auðlindarinnar.
Súlutindur er nú á vagni á þurru landi á Hellissandi.