Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2022, Qupperneq 42

Ægir - 01.09.2022, Qupperneq 42
42 Skipasmíðastöð Njarðvíkur mun á vormánuðum afhenda útgerðarfyr- irtækinu Stakkavík í Grindavík nýj- an tæplega 30 tonna stálbát sem kemur til með að veiða í krókaafla- markskerfinu. Smíði bátsins er söguleg því stálbátar í þessum stærðarflokki hafa ekki verið smíð- aðir í 20 ár hér á landi og plastbátar verið allsráðandi. Báturinn er að stærstum hluta smíðaður í Tyrk- landi en lokafrágangur tækja og búnaðar verður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Þráinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir hugmyndina að þessi bátur ryðji brautina í raðsmíðum á minni stál- bátum enda sé ljóst að þeir séu til muna sterkari en plastbátarnir. Hugað að orkunýtingu og kolefnissporinu „Þegar við höfum lokið við bátinn fyrir Stakkavík munum við setja aukinn kraft í að kynna hvað við höfum að bjóða í smíði svona lítilla stálbáta. Stefnan er klárlega sú að smíða fleiri báta í framhaldinu af svipaðri stærð,“ segir Þráinn. Bátur Stakkavíkur heitir Margrét GK-9 og vonast Þráinn til að afhending hans verði í júní. „Eitt af stórum atriðum í þessum báti er framdriftin. Hann er búinn tveimur aðalvélum frá Mitsubishi sem eru tæp 200 kílóvött hvor. Hugmyndin er að báturinn noti báðar vélarnar á stími en í drætti er nóg að vera með aðra vélina. Báturinn er með vökva- drifna og mjög hæggenga skrúfu þannig að í útfærslu hans er mikið hugsað um orkunýtinguna og kolefnis- sporið,“ segir Þráinn. Stálbátarnir þola álagið betur Að sögn Þráins hafa margar útgerðir áhuga á að velja stálbáta fremur en plastbáta enda sé engin spurning að stálbátarnir séu sterkari. „Við höfum verið að leita leiða til að geta framleitt samkeppnishæfa minni báta úr stáli. Bátarnir hafa stækkað á undanförnum árum en reglugerðir hafa ekki alveg fylgt þróuninni og við sjáum að plastbátarnir eru engan veg- inn nógu sterkir fyrir þau verkefni sem þeim eru ætluð. Þetta eru í mörg- um tilfellum bátar sem eru hátt í 300 daga á sjó og það er fjarri því að það sé veðurblíða upp á hvern dag. Það hefur sýnt sig að plastbátarnir þola þetta illa og við sjáum dæmi um 10 ára gamla plastbáta sem eru algjörlega búnir. Þetta sýnir sig í viðhaldsverk- efnum sem við fáum inn á gólf til okk- ar,“ segir Þráinn. „Við verðum að hafa í huga margir þessara öflugu minni línubáta eru með jafn marga úthaldsdaga á ári og frysti- togarar. Álagið er því mikið. Margrét GK-9 verður búin til línuveiða en við getum boðið þennan bát fyrir snurvoð, netaveiðar eða hvað annað. En þá fara menn í stærri bát, fara að lágmarki í 15 metra bát í staðinn fyrir 13,7 metra sem þessi er. Í dag er lítill sem enginn munur á því hvort menn velja stálbát eða plastbát hvað stofnkostnaðinn varðar,“ segir Þráinn. Útgerðirnar kalla eftir stálbátum Skipasmíðastöð Njarðvíkur réðst fyrst og fremst í þetta þróunarverkefni í ljósi áhuga útgerða á minni stálbátum. „Útgerðarmenn eru að kalla eftir stálbátum í þessum stærðarflokki en hingað til hafa þeir verið of dýrir. Þess vegna fórum við með smíðina til Tyrk- lands og höfum með fleiri aðgerðum náð stofnkostnaðunum niður og okkur hefur tekist að gera smíðina sam- keppnisfæra við plastbátana. Ég er þess vegna bjartsýnn á að við munum halda áfram í fleiri nýsmíðaverkefnum í þessum flokki í kjölfar afhendingar á Margréti GK til Stakkavíkur. Markmið- ið er að geta raðsmíðað báta af þessari stærð enda er víða þörf fyrir endur- nýjun í bátaflotanum,“ segir Þráinn. Skipasmíði Skipasmíðastöð Njarðvíkur Fyrsti stálbáturinn í 20 ár fyrir veiðar í krókakerfinu  Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur.  Skrokkur Margrétar GK-9 í Tyrk- landi. Skipinu verður siglt til Íslands á vordögum og verður lokafrá- gangur hjá Skipasmíðastöð Njarð- víkur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.