Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2022, Side 46

Ægir - 01.09.2022, Side 46
46 „Nýtt ár leggst ágætlega í mig og ég held að það sé ekkert dimmt yfir þessu þannig séð. Þetta verður alveg þokkalegt ár. Ég er að keyra frá Grænlandi þar sem við vorum að veiða þorsk í þessum túr og sé að það er komið dálítið af þorski djúpt inn á Íslandsmið. Það er mikið af þorski á leiðinni upp á landgrunnið hjá okkur. Það fer ekki á milli mála. Þetta er 5-6 kílóa fiskur, bara alvöru vertíðarfiskur. Þetta lítur vel út á dýptarmælinum, þorsklóðið 300 til 400 föðmum út af grálúðuslóðinni.“ Þetta segir Jóhannes Ellert Eiríks- son, skipstjóri á togaranum Viðey RE, þegar hann er spurður hvernig honum lítist á veiðarnar og komandi ár. Þegar rætt var við hann nú í byrjun desemb- er var skipið á leiðinni inn til Grundar- fjarðar með 180 tonn. Ekið var með megnið af fiskinum til vinnslu í Reykja- vík. Jóhannes Ellert gengur undir nafni Elli að öllu jöfnu og notum við það hér. Minna af þorski á grunnslóðinni í sumar „Það var ívið minna af þorski á grunn- slóð í sumar en sumarið 2021 fannst mér vera óvenjulega mikið af honum á grunnslóðinni. Mér finnst haustið hins vegar ekki hafa verið eins tregt og oft áður en veðrið spilar alltaf inn í þetta hér úti fyrir Vestfjörðum. Það hefur verið fiskur fyrir norðan og austan í haust og svolítið af smáfiski í uppvexti, sem er líka jákvætt. Gott að vita af hon- um einhvers staðar. Mér finnst líka að ég hafi orðið meira var við síld hérna við landið en aftur á móti ekki eins mikið vart við loðnu,“ segir Jóhannes. Hann segist þo ekki hafa miklar áhyggjur af komandi loðnuvertíð. „Ég held að loðnan sé ekki farin neitt alvarlega niður. Þetta leggst þannig í mig að það verði góð vertíð í vetur. Við höfum orðið varir við loðnu þarna úti en ekki í neinu magni. Við höfum séð eina og eina torfu en það vantar mikið á að þetta verði eins og á árum áður. Þá var var maður að toga undir loðnu- torfum í fleiri sjómílur. Í dag sér maður eina og eina torfu og það hefur verið loðna í þorskinum í kantinum hér djúpt út af Patreksfirði,“ segir Elli. Erfitt að forðast karfann Aðspurður um tilfinningu sína gagn- vart stöðunni á öðrum fisktegundum segist Jóhannes hafa aðra sýn á stöðu karfastofnsins en Hafannsóknastofnun. „Ég er þá að miða við hvernig geng- ur að finna veiðanlega karfa. Þeir tala um um seiðin og það lítur ekki vel út ef marka má það sem þeir eru að segja. En þannig horfir þetta ekki við okkur. Það verður snúið á vertíðinni í vetur að veiða aðrar tegundir þegar búið er að skera heimildirnar svona mikið niður. Það er víða karfi hérna út af Víkuráln- um. Við höfum verið að draga með 135 millimetra möskva í poka og höfum orð- ið að stækka möskvann upp í 200 milli- metra til að losna við karfann áður en híft er,“ segir Elli og víkur talinu að ufsanum. „Ég veit ekki alveg hvað maður á að  Elli í brúnni á Viðey við komu skipsins til landsins. Fiskurinn að færa sig norðar rætt við Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóra á Viðey RE

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.