Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.03.2023, Qupperneq 6
Það er einstök tilfinn- ing að koma á stað á jörðinni sem enginn hefur áður farið um. Oft ratar þetta á þing- málaskrá en er aldrei klárað. Andrés Ingi Jóns­ son, þingmaður Pírata Þetta var halelúja- samkoma í Danmörku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda­ stjóri Land­ verndar Þetta er engin halelúja- ferð. Jónína Brynjólfs­ dóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings Sveitarstjórnarfólk hefur flogið til Danmerkur, Spánar og nú Noregs til að skoða vindorkuver. Framkvæmda- stjóri Landverndar efast um tilganginn. kristinnhaukur@frettabladid.is orkumál Grænvangur er nú að skipuleggja ferð til Noregs fyrir sveitarstjórnarfólk, og hugsan- lega annað fólk úr stjórnsýslu og atvinnulífi, til að skoða og fræðast um vindorkuver. Boðið var upp á slíka ferð til Danmerkur í haust og í vetur fóru fulltrúar Fljótsdalshrepps að skoða vindorkuver á Spáni. Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs sem hey rir undir Íslandsstofu og er samstarfsvett- vangur stjórnvalda og atvinnulífs um umhverfismál, segir það mis- skilning að ferðirnar séu boðs- ferðir. Meðal þeirra sem hafa varað við boðsferðum er Bjarni Jónsson þingmaður Vinstri grænna. „Ég undirstrika að þetta er ekki boðsferð,“ segir hún. Það sama hafi átt við um ferðina til Danmerkur. „Þátttakendur greiða þetta að fullu sjálfir.“ Auk Grænvangs kemur sendiráð Íslands í Noregi að skipulagningu ferðarinnar, sem verður til Oslóar og Stafangurs í vesturhluta landsins. Nótt segir fjölbreyttan hóp fyrir- tækja verða heimsóttan, auk sam- taka og opinberra stofnana. „Ég á von á því að það verði áhugi á þessari ferð því í umræðunni hefur oft verið vísað til Noregs,“ segir Nótt. En 37 manns fóru til Danmerkur. „Ég held að það sé mikill áhugi að fræðast um þessi mál og mikilvægt að gera það. Við getum lært töluvert af reynslu ann- arra. Bæði Danir og Norðmenn hafa fengist við vindorku í lengri tíma og geta gefið okkur innsýn í hvað hefur gengið vel hjá þeim og hvað hefði mátt betur fara,“ segir hún. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, fór til Danmerkur og sveitarfélagið mun senda tvo fulltrúa til Noregs einn- ig. Í Múlaþingi hefur verið töluverð umræða um vindorkuver, einkum á Fljótsdalsheiði. Jónína segir að sveitarfélagið greiði fyrir sína full- trúa og hefur ekki áhyggjur af ein- hliða áróðri um vindorku. „Þetta er engin halelúja-ferð,“ segir hún. „Þetta var halelúja-samkoma í Danmörku. Mér sýnist að dagskrá- in í Noregi sé svipuð,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Landverndar, sem er gagnrýn- in á þessar ferðir til að skoða vind- orkuver. „Mér finnst þetta rosalega mikið og erfitt að sjá hvað sé hægt að læra af þessu,“ segir hún. Segir hún að markmið vind- orkuvera eigi að vera að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. En í þessum ferðum skorti að rætt sé við aðila sem eru sterkir í náttúruvernd. Þá sé kolefnissporið af þessu tals- vert, til dæmis að f logið sé innan- lands í Noregi með allan hópinn til staðar sem á landfræðilega lítið sameiginlegt með Íslandi. Réttara væri að hafa kynningar á málefninu rafrænar eða senda hingað til lands sérfræðing í málinu. „Það verður að vera raunverulegt erindi. Ekki bara að fara í skemmti- lega ferð,“ segir Auður. n Heimsókn í vindmyllugarða líkt við halelúja-samkomur bth@frettabladid.is mývatnssveit Fundur hellisins undir Jarðböðunum í Mývatnssveit hefur vakið hugmyndir um hvernig hægt sé að nýta nýju náttúruperluna. Björn Hróarsson, jarðfræðingur og hellafræðingur, segir að gaman verði að vita niðurstöður að lokinni könnun. „Eitt sem mér dettur í hug er að það gæti verið skemmtilegt að fylla þennan helli af heitu vatni og leyfa fólki að synda um hann,“ segir Björn. „Það hefur lengi verið draumur manna í Mývatnssveit að finna nýjan helli fullan af vatni sem hægt væri að synda í.“ Björn segist hafa glaðst þegar hann las í Fréttablaðinu að mikill hellir hefði fundist fyrir tilviljun undir mannvirkjum Jarðbaðanna. Sjálfur fann Björn Lofthelli í Búr- fellshrauni á öldinni sem leið. Hann varð fyrstur manna til að spóka sig þar um neðanjarðar. „Það er einstök tilfinning að koma á stað á jörðinni sem enginn hefur áður farið um,“ segir Björn. Aðeins örfáir hellar hér á landi eru opnir fyrir almennri umferð. Upp- fylla þarf öryggiskröfur og ekkert „stórmerkilegt“ eins og Björn orðar það má vera inni í hellum sem gæti skemmst vegna umferðar. Dagbjört Jónsdóttir, sérfræðingur á sviði náttúruverndar hjá Umhverf- isstofnun, segir of snemmt að spá fyrir um hvort umferð almennings verður leyfð í nýja hellinum. Full- trúar Umhverfisstofnunar hyggist rannsaka hellinn sem fyrst. Sér- fræðingur stofnunarinnar í hellum muni svo meta gildi hans. n Nýfundinn risahellir gæti orðið staður fyrir svamlandi gesti Nýi hellirinn kallast þessa dagana Jarð­ baðshellir. mynd/aðsend 37 fóru til Danmerkur að skoða vindmyllur og Nótt býst við góðri aðsókn til Noregs. Fréttablaðið/Getty Hvalir verða skildir eftir í gömlu lagaumhverfi. Fréttablaðið/steFán kristinnhaukur@frettabladid.is dýravernd Engin áform eru uppi um að færa málefni hvala og sela undir ný villidýralög eins og sér- fræðingar mæltu með fyrir áratug. Enn verða tafir á frumvarpinu, sem gegnir mikilvægu hlutverki í verndun villtra fugla og spendýra. „Oft ratar þetta á þingmálaskrá en er aldrei klárað,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem spurðist fyrir um stöðu máls- ins nýlega. Fékk hann þau svör að málinu yrði frestað til næsta vetrar. Skýrsla um villidýr kom út árið 2013 með tillögum að úrbótum á vernd, friðun og veiðum með sjálf- bærni að leiðarljósi. Málið var í stjórnarsáttmálanum árið 2017 og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi umhver f isráðherra, hugðist leggja málið fram. En meðal þeirra tegunda sem notið gætu verndar undir hinni nýju löggjöf er lundi, sem er metinn í bráðri hættu. Málinu hefur sífellt verið frestað. „Lagaramminn er hálfgalinn,“ segir Andrés Ingi. Hvalir og selir séu einu spendýrin sem heyri undir úreltar reglur sem tilheyra matvæl- aráðuneytinu. Samkvæmt svarinu sem hann fékk hefur ekki einu sinni verið rætt að færa tegundirnar yfir og fella þær undir ný villidýralög. Þetta sé óháð ákvörðun um áfram- haldandi hvalveiðar, sem matvæl- aráðherra þurfi að taka ákvörðun um í ár, en skipti miklu máli upp á vernd stofnanna til framtíðar. n Hvalir og selir ekki undir villidýralög bth@frettabladid.is Ferðaþjónusta Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferða- þjónustunnar, segir að hið opinbera hafi sogað til sín fólk sem áður vann í ferðaþjónustu. „Það vantar f leira starfsfólk. Við erum í fyrsta skipti að ráða óvant fólk til okkar sunnan úr Evrópu.“ Þórarinn Leifsson leiðsögumaður segir starfsfólk í ferðaþjónustu á Suðurlandi sligað af álagi, starfsfólk hafi ekki náð að hvílast í tíu daga. „Við höfum misst svo margt reynt fólk, það tekur tíma að vinna upp gæði og þjónustu,“ segir Jóhannes. Hann segir tölur Hagstofunnar sýna að í Covid hafi um 9.000 manns horfið úr ferðaþjónustu á sama tíma og opinberum starfs- mönnum fjölgaði um 5.000 manns. „Já, ég er í hópi þeirra sem gagn- rýna hvernig ríkið hefur sogað til sín fólk úr einkageiranum,“ segir Jóhannes. „Það eru ákveðnar við- vörunarbjöllur sem hringja varð- andi það hve hið opinbera tekur stóran hlut af vinnuafli.“ Samkeppnin er erfið þegar opin- beri markaðurinn borgar jafnvel betri laun en einkageirinn, vinnu- tími er þægilegri og atvinnuöryggi meira að sögn Jóhannesar. „Þetta hamlar gegn verðmæta- sköpun í einkageiranum og það er áhyggjuefni,“ segir Jóhannes Þór. n Ríkið ræni fólki úr ferðaþjónustu Það vantar fólk í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/eyþór 6 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 8. mARs 2023 MiÐViKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.