Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 14
Kjartan Long hóf að stunda utan- vegahlaup árið 2015. Hann segir ótrúlega nærandi fyrir líkama og sál að hlaupa í íslenskri náttúru. „Á fjallastígum og slóðum verður tíminn og kílómetrar afstætt. Þú ert frekar að njóta í stað þess að þjóta og missa ef þeim perlum sem við eigum hér á landi. Brekkurnar eru styrkjandi, nýtt landslag er fræðandi og hlauparar eru skæl- brosandi á moldarstígum og á fjöllum.“ Fjallahlaup eru einnig upplögð æfing fyrir götuhlaup ef mark- miðið er til dæmis að æfa fyrir maraþonhlaup. „Það er mun auð- veldara að hala inn kílómetra á mjúkum stígum en hörðu malbik- inu. Tíminn líður líka mun hraðar á stígum en malbiki auk þess sem mjúkir stígar fara mun betur með skrokkinn.“ Þegar nær dregur keppni í götuhlaupi segir Kjartan gott að færa sig að hluta frá stígunum og láta vöðva, liði og sinar venjast malbikinu. „Þessi aðferð hefur virkað vel fyrir mig og hef ég á síðustu sex árum tekið þátt í fimm maraþonhlaupum og æft að mestu á mjúkum stígum fyrir keppni. Þannig hef ég haldið mig alveg frá meiðslum og eymslum (7-9-13).“ Fjallahlaupin náðu honum Upphafið að hlaupaferli Kjartans má rekja til erfiðra bakmeiðsla sem hann hlaut árið 2007. Í kjölfar þeirra hóf hann að stunda alls kyns fjallabrölt á eigin vegum og einnig með Hjálparsveit skáta í Reykjavík ásamt því að ferðast um hálendið á fjallahjóli á sumrin og ferðaskíðum yfir veturna. „Þessi áhugi á að ferðast um fjöll og firnindi í gönguskóm með bak- poka leiddi mig út í það að ferðast létt og hratt á hlaupaskóm. Þegar ég byrjaði í utanvegahlaupi árið 2015 skráði ég mig í ekkert minna en Laugavegshlaupið sem er 55 kílómetra hlaup frá Landmanna- laugum og niður í Þórsmörk. Eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segir fjallahlaupin hafa náð sér alveg og að hann hafi tekið þátt í f lestum þeim keppnum sem utanvegahlaupasamfélagið heldur úti um allt land. „Ásamt þessu hef ég þjálfað Laugavegshóp og Land- vættahópa þar sem utanvegahlaup spila stóran þátt og mikilvægt er að undirbúa sig og æfa vel til að njóta sem mest hlaupsins.“ Mörg hlaup standa upp úr Sá hlaupaviðburður sem stendur upp úr á hlaupaferli Kjartans er fyrsta Dyrfjallahlaupið sem haldið var árið 2017 í yfir 20 stiga hita og logni. „Einnig má nefna Vestur- götuna, sem er hlaup úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð um Svalvog. Þar er hlaupið á stórbrotnum fjalla- vegum fram hjá eyðibýlum, vaðið ár og læki ásamt því að sæta lagi og hlaupa í f læðarmálinu undir Skútabjörgum. Einnig stendur Laugavegshlaupið alltaf fyrir sínu sem einn allra skemmtilegasti hlaupaviðburður landsins ásamt The Puffin Run í Vestmannaeyjum sem er sambland af götu-, stíga- og hraunhlaupi kringum Heimaey.“ Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Kjartan Long veit fátt betra en að hlaupa úti í náttúrunni, hvort sem það er á stígum eða fjöllum. Sandarnir á milli Hvanngils og Emstra virðast endalausir en taka alltaf enda að lokum. Með Cat Bradley (önnur f.h.), einni fremstu utanvega- hlaupakonu heims en hún hljóp Laugaveginn árið 2021. Kjartan og félagar spenntir við upp- haf Laugavegshlaupsins árið 2022. Hópur sem hljóp maraþon í Kaupmannahöfn 2022. Leiðin frá Herðubreiðarlindum að Herðubreið er góð skemmtun. Hlaupið um Kristnitökuhraun rétt austan við Bláfjöll í fallegu veðri. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Best að byrja rólega Kjartan mælir svo sannarlega með utanvegahlaupum fyrir fólk á öllum aldri. „Það eru til dæmis fjölmargir hópar sem bjóða upp á byrjendanámskeið í fjallahlaupum og kynna stíga og slóðir í kringum höfuðborgarsvæðið og aðra þétt- býlisstaði fyrir þátttakendum.“ Annars má bara reima á sig skóna og byrja rólega. „Fyrir fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu má til dæmis ganga upp á Úlfarsfell og skokka rólega niður. Eða velja einhvern af stígum Heiðmerkur eða Hólmsheiðar og skiptast á að ganga og skokka þar til úthald og styrkur býður upp á að hlaupa lengri vegalengdir.“ Hann mælir þó alltaf með að byrja rólega og vinna sig hægt og bítandi upp í lengri vegalengdir. „Að byrja of geyst getur verið ávísun á álagsmeiðsl sem geta verið þrálát og tekið langan tíma að jafna sig á.“ Skemmtileg hlaup í vændum Í ár ætlar Kjartan að leggja áherslu á stóra þríþrautarkeppni (Iron- Man) í Hamborg í Þýskalandi í byrjun júní. Eftir það verður Ísland kannað á göngum með bakpoka og einnig með léttum hlaupum inni á milli. „Ég stefni á að taka þátt í hálfmaraþoni í Ríga í maí, Fimm- vörðuhálshlaupinu 12. ágúst ásamt Berlínarmaraþoni í lok septem- ber. Einnig stefni ég á þátttöku í einhverjum styttri vegalengdum eins og Hólmsheiðarhlaupinu og 7 tinda hlaupinu í Mosfellsbæ. Báðir eru þetta stórskemmtilegir viðburðir sem fara fram á fallegu svæði rétt við rætur höfuðborgar- innar.“ Metnaðarfullur hlaupahópur Til stendur að setja saman hlaupa- hóp utan um þessi verkefni enda mun skemmtilegra að æfa saman í hópi að hans sögn, frekar en einn úti í horni. Hlaupahópurinn er enn nafnlaus en gengur undir vinnu- heitinu XLIICC (42,2 km). „Þetta er stór hópur fólks sem ætlar að taka meðal annars þátt í mara- þonhlaupi í Berlín í september á vegum Bændaferða. Við ætlum að hittast og æfa saman fram að þeim viðburði og hlaupum þá bæði á stígum og malbiki til skiptis.“ Á næstu árum stefnir svo hluti af hópnum að því að klára Abbott World Marathon Majors sem eru sex stærstu maraþonviðburðir í heimi, haldnir í Tókýó, Boston, Berlín, London, Chicago og New York. „Bændaferðir hafa boðið upp á aðgöngumiða í þessi maraþon. Margir Íslendingar hafa notið þess að klára þessa mögnuðu sexu enda fátt betra til að kanna borgir en í vel skipulögðu maraþoni þar sem helstu götur eru lokaðar og fá þannig sjaldgæft tækifæri til að hlaupa um bíllausar stórborgir. Annars er vorið á næsta leiti og fátt skemmtilegra en að þræða stíga og ókannaðar lendur, hlaupandi með lítinn bakpoka með nesti og í góðum félagsskap.“ n Það er mun auð- veldara að hala inn kílómetra á mjúkum stígum en hörðu mal- bikinu. Það eru til dæmis fjölmargir hópar sem bjóða upp á byrj- endanámskeið í fjalla- hlaupum og kynna stíga og slóðir í kringum höfuðborgarsvæðið og aðra þéttbýlisstaði fyrir þátttakendum. 2 kynningarblað A L LT 8. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.