Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 18
Ný Kona fær stærri afturenda með meira plássi fyrir farangur. MYNDIR/HYUNDAI Innan í káetunni er meiri áhersla á betra efnisval og komnir eru tveir 12,3 tommu upplýsingaskjáir. Stutt er síðan Hyundai Kona var frumsýnd en von er á bílnum á markað næsta sumar. Þrátt fyrir að hönnunin hafi verið miðuð við rafútgáfu verður ný Kona einnig í tvinnútfærslum. Ný Kona er stærri en áður og hönnuðir Hyundai hlustuðu greinilega á eigendur fyrri kyn- slóðar og bættu við afturendann. Meira fótarými verður í nýja bílnum ásamt meira plássi fyrir farangur, en farangursrýmið fer úr 332 lítrum í 466 lítra. Bíllinn er líka lengri á alla kanta en hann hefur lengst um 175 mm og hjól- hafið um 60 mm sem er nú 2.660 mm. Óhætt er að segja að útlitið er mun kraftalegra og ljósahönnun- in er framúrstefnuleg. Innandyra er breytingin sú að komnir eru tveir 12,3 tommu upplýsingaskjáir eins og í Ioniq 5. Bíllinn kemur á sama undirvagni og ný Kia Niro en það þýðir að rafhlaðan er 65,4 kWst og 215 hestafla rafmótor fyrir framhjólin. Drægið verður allt að 490 kílómetrar en þar sem rafkerfið er 400 volt er það hægvirkara í hleðslu en 800 volta rafkerfi Ioniq. n Stærri og betri Kona kemur í sumar Ytri línur bílsins eru vel sýnilegar á nýju myndunum og einnig afturljósið sem nær kringum afturgluggann. MYNDIR/FISKER Ákveðinn svipur tvöföldu ljósarandarinnar leynir sér ekki í Fisker Pear. Talsvert hefur verið skrifað um næsta bíl Fisker sem á að vera rafbíll fyrir almenning og kosta undir 30 þúsund dollurum, en nú hillir loksins undir það að hann fari í framleiðslu. Fisker-rafbílaframleiðandinn hefur staðfest enn og aftur að Pear- jepplingurinn verði undir 30.000 dollurum í verði þegar hann kemur á markað. Sagt var frá því á degi fjárfesta hjá Fisker en bíllinn verður frumsýndur við slíka við- höfn seinna á árinu. Merkið sýndi við tilefnið tvær nýjar myndir af bílnum. Myndirnar sýna ytra útlit bílsins nokkuð vel og þá einnig form ljósanna. Að framan er tvöföld ljósarönd með hugbúnaði fyrir díóðuljósin en að aftan ljósarönd sem nær í kringum afturglugg- ann. Að sögn Fisker verður bíllinn með nýrri hönnun stjórnbúnaðar sem notar færri tölvur en rafbílar nútímans. Einnig var sagt að drægi bílsins myndi fara yfir 500 kíló- metra. Engin dagsetning er komin á frumsýningu bílsins en búast má við að merkið frumsýni einnig Ronin-sportbílinn og Alaska-pall- bílinn við sama tækifæri. n Fisker Pear-jepplingurinn frumsýndur á þessu ári Að framan eru opnanleg loftinntök auk kæliraufa fyrir frambremsur bílsins. MYND/AUTO EXPRESS Eftir að hafa kynnt tvo nýja rafbíla, Evija-sportbílinn og Eletre-jepp- linginn, er von á nýjum fjögurra dyra rafdrifnum fjölskyldubíl frá Lotus-merkinu. Bíllinn er aðeins kallaður Type 133 eins og er og ljósmyndarar náðu njósna- myndum af bílnum nýlega við vetrarprófanir. Bíllinn mun keppa við Tesla Model S og Porsche Taycan til að mynda og mun nota tækni og undirvagn Eletre-bílsins. Ekki var að sjá að bíllinn væri í miklum felubúningi en framendi hans er greinilega mikið líkur framenda Eletre-jepplingsins. Þar má sjá sömu opnanlegu loftinntök sem opnast og lokast eftir því hvort þörf er á meiri kælingu eða minni loftmótstöðu. Framljósin eru tví- skipt og er neðri hluti þeirra L-laga. Að aftan mun koma vindskeið sem hækkar upp með meiri hraða. Bíll- inn mun fá Hyper OS hugbúnað Lotus sem notar 5G-farsímatækni. Í R-útgáfu Eletre sem kemur með tveimur rafmótorum er aflið 893 hestöfl svo búast má við svipuðum tölum í Type 133. Sá bíll er með 112 kWst rafhlöðu og 600 kílómetra drægi en Type 133 mun líklega fá meira drægi vegna minni loftmót- stöðu. n Þriðji rafbíll Lotus á leiðinni Tengiltvinnútgáfan fær hvassari stuðara en Performente-útgáfan. MYND/AUTO EXPRESS Lamborghini Urus-sportjeppinn kemur í nýrri kynslóð á næsta ári og kemur þá í fyrsta skipti í tengil- tvinnútgáfu. Nýlega náðust njósna- myndir af þeim bíl við vetrarpróf- anir og þykir líklegt að bíllinn verði því frumsýndur seint á þessu ári. Tengiltvinn útgáfan er svipuð og finna má í Porsche Panamera Turbo S og er um 4 lítra V8-vél að ræða með tveimur forþjöppum ásamt 18 kWst rafhlöðu. Samtals mun V8-vélin og rafbúnaðurinn skila 690 hestöflum sem er 33 hestöflum meira en í núverandi útgáfu. Drægi Panamera-bílsins á rafhlöðunni eingöngu er aðeins tæpir 50 kíló- metrar og þar sem Urus er þyngri bíll má búast við enn minna drægi í honum. Fjögurra stúta pústkerfi Urus fær að halda sér en línurnar mýkjast nokkuð frá fyrri gerð. n Njósnamyndir af nýjum Urus Einhvern veginn svona gæti Volkswagen- sportbíll fram- tíðar litið út. MYND/MOTOR1 Með þróun MEB-undirvagnsins og þeirri staðreynd að Volkswagen þróar nú sínar eigin rafhlöður og rafmótora gæti sportbíll verið í kortunum fyrir merkið, segir í fréttatilkynningu frá framleiðand- anum. Fréttin er reyndar falin undir til- kynningu um að Volkswagen hafi nú einnig hafið þróun á eigin straum- breytum og kæli- kerfum fyrir rafbíla en það gegnir lykil- hlutverki við þróun og framleiðslu sportlegri bíla. Að sögn VW gæti bíll með yfir 670 hestöfl verið á teikniborðinu en það er svipað og Porsche Taycan Turbo býður upp á. Líklega má þó búast við að fram- leiðandinn leggi áherslu á að koma GTX-útgáfum fleiri bíla eins og ID.3 og ID.Buzz á markað áður en af því verður, en engu að síður er gaman að sjá að hönnuðir Volkswagen séu farnir að horfa í þessa átt aftur. n VW gæti átt einn sportbíl í framtíðinni Öflugasta útfærslan verður með tveimur rafmótorum sem skila 893 hestöflum. 4 BÍ L A BL A ÐI Ð 8. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.