Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 24

Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 24
Þrátt fyrir minnk- andi flóru smábíla á markaði verður áherslan áfram á i10, i20 og i30 hjá Hyundai. Fyrir þann sem skrifar um bíla er góð skemmtun að skoða bílasöfn með lausan tíma erlendis og segja frá því sem þar bar fyrir augu. njall@frettabladid.is Sá sem fékk þá snilldarhugmynd að blanda saman sýningu á gömlum bílum og búningum tengdum aldri þeirra ætti eiginlega að fá orðu, svo góð er hún. Bílablaðamaður Frétta- blaðsins notaði tækifærið til að skoða þessa sérstöku sýningu á leið gegnum Malaga á dögunum. Safnið er á besta stað í borginni við suður- strönd Spánar og á sýningunni er blandað saman bílum og bún- ingum gegnum tímabil tuttugustu aldarinnar ásamt listmunum þar sem bílhlutir eru notaðir. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og fær til dæmis fjórar og hálfa stjörnu á TripAdvisor. Gengið er um sýninguna í þret- tán sölum sem hver er tileinkaður sínu tímabili. Má þar nefna tímabil eins og Art Deco, Belle Époque- tímabilið fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina, annan áratuginn og jafnvel er sérstakur salur fyrir enskar hefðir en einnig er áhersla á hönnunar- bíla, draumabíla og jafnvel spyrnu- kagga. Á meðan bílanöfn eins og Bugatti, Bentley, Ferrari, Jaguar, Cadillac og Rolls-Royce ber fyrir augu má sjá búninga frá frægum hönnuðum eins og Dior, Chanel, Yves Saint Laurent, Givenchy og Prada svo eitthvað sé nefnt. Rétt er að gera ráð fyrir alla vega tveimur klukkustundum til að skoða safnið svo vel sé og auðvitað að taka betri helminginn með. n Bíla- og tískusafnið í Malaga Í forgrunni er Peugeot 402 Eclipse Coupe Cabriolet 1937 þar sem þakið fellur ofan í skottið en fyrir aftan er Auburn af 1936-árgerð sem notaður var í kvikmyndinni Indiana Jones and the Temple of Doom. MYNDIR/NJÁLL GUNNLAUGSSON Þessi Jagúar 1961 hefur oft verið valinn fallegasti bíll í heimi meðal annars af The Daily Telegraph árið 2008. Þessi litfagri jakki frá hippatímabilinu er í stíl við þennan Rolls-Royce Phan- tom V frá 1968 sem kallaður er Flower Power af eðlilegri ástæðu. Bílasafnið er stórt og geymir yfir 100 verðmæta bíla í yfir 6.000 fermetrum, en það er í gamalli tóbaksverksmiðju frá byrjun tuttugustu aldarinnar. Þessi Citroen DS 19 í sjaldgæfri Cabrio-útgáfu frá sjöunda áratugnum kom með tveggja lítra V4-vél sem skilaði 83 hestöflum. njall@frettabladid.is Hyundai i10 er nú á sinni þriðju kynslóð og hálfnaður með líftíma sinn en það þýðir venjulega að kominn sé tími á andlitslyftingu. Nýtt útlit hans var frumsýnt nýlega en Hyundai sagði nýlega í viðtali við Autocar að þrátt fyrir minnkandi flóru smábíla yrði áherslan áfram á i10, i20 og i30 bílana fram yfir næstu kynslóð. Þrátt fyrir að útlitsbreytingin sé ekki mikil fær hann sportlegra útlit með nýjum ljósum, stuðurum og 15 tommu álfelgum. Komin er díóðulýsing í innanrýmið og nýr ökumannsskjár ásamt átta tommu margmiðlunarskjá í miðjustokki. Apple CarPlay og Android Auto er nú staðalbúnaður. Einnig hefur öryggisbúnaður verið aukinn með árekstrarvara og veglínuskynjara. Búast má við sömu vélum áfram en sú öflugasta er þriggja strokka vél með forþjöppu sem skilar 99 hestöflum. n Hyundai i10 fær andlitslyftingu Endurhannaður framendi ásamt stærri álfelgum og nýjum litum eru aðal- áherslur nýrrar gerðar i10. MYND/HYUNDAI njall@frettabladid.is Samkvæmt motor.no er rafbílaeign í Noregi komin yfir 600.000 öku- tæki og er hvergi meiri í heiminum. Þar í landi kaupa átta af hverjum tíu kaupendum nýrra bíla rafbíl frekar en bíl með brunahreyfli vegna hag- stæðari gjalda á rafbílum. Að sögn Christina Bu, formanns rafbílafélagsins í Noregi, eru með- limir þess komnir yfir 120.000 talsins. „Það er land með kulda og langar vegalengdir sem nær þessum árangri og því ætti þetta að vera mögulegt fyrir hvaða land sem er,“ segir Christina í samtali við motor.no. Á Íslandi var sala rafbíla í febrúar rétt tæp 40% af heildarsölu fólksbíla. n Rafbílar í Noregi yfir 600 þúsund Í Noregi hefur fjölgun rafbíla verið hraðari en annars staðar vegna ívilnana og meiri inn- viða. MYND/JON TERJE HELLGREN HANSEN 10 BÍ L A BL A ÐI Ð 8. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.