Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 28

Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 28
 Ég er vitaskuld ánægð með árang- ur minn á mótinu og það var mjög stórt að ná að synda 200 metrana á undir tveimur mínútum. Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir gerði það heldur betur gott á Vestur- Danmerkurmótinu í sundi um nýliðna helgi. Snæfríður setti tvö glæsileg Íslandsmet í skriðsundi í 50 metra laug á mótinu. Hún bætti 14 ára gamalt met Ragnheiðar Ragnars- dóttur í 100 metra skriðsundi. Hún synti vegalengdina á 55,61 sekúndu en Snæfríður sló metið þegar hún synti fyrsta sprettinn í 4x100 metra boðsundi. Sveit hennar vann gullverðlaunin í greininni. Þá bætti Snæfríður eigið met í 200 metra skriðsundi. Sigurtími hennar var 1:59,75 mínútur en eldra met hennar var 2:00,20 mín- útur sem hún setti á Ólympíuleik- unum í Tókýó árið 2021. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk sundkona syndir á undir tveimur mínútum í 50 metra laug í þessari grein. Snæfríður á einnig Íslandsmetin í 100 og 200 metra baksundi í 25 metra laug en þau setti hún á HM í Melbourne í Ástralíu í desember síðastliðnum. „Ég er vitaskuld ánægð með árangur minn á mótinu. Þetta var mjög stórt að ná að synda 200 metrana á undir tveimur mínútum en það var eitthvað sem ég var búin að reyna að ná í langan tíma,“ segir Snæfríður þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Dan- merkur. „Ég reiknaði ekki með því að slá metið í 100 metra skriðsundinu og ég vissi hreinlega ekki af því að ég hefði slegið það fyrr en talsvert eftir sundið. En það var ansi góð tilfinning þegar ég áttaði mig á því að hafa slegið þetta met sem hafði staðið svo lengi. Þetta var því mjög góð helgi og ég er bara stolt af sjálfri mér.“ Þetta var mjög stórt  Snæfríði dreymir um að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. MYND/SSÍ Átti ekki von á þessu núna Snæfríður segist ekki hafa búist við því að ná að synda svona hratt eins og raun bar vitni á þessum tímapunkti. „Ég átti alls ekki von á því að þetta myndi gerast núna. Ég er búin að vera í þungum æfingum og er nýkomin úr tveggja vikna æfingabúðum. En ég var vel upp- lögð frá fyrsta keppnisdegi og ég hafði trú á sjálfri mér,“ segir Snæ- fríður. Snæfríður er 22 ára gömul og hefur verið búsett í Danmörku frá því hún var níu ára gömul en hún hóf sundferil sinn með Hamri í Hveragerði. Hún syndir fyrir sundlið Álaborgar og varð danskur bikarmeistari með því í nóvember. Snæfríður sló fimm Íslandsmet á síðasta ári og var útnefnd sundkona ársins 2022 af Sundsambandi Íslands og það í annað sinn. Snæfríður á ekki heimangengt á Íslandsmótið í sundi í 50 metra laug sem haldið verður í Laugardalslaug- inni í byrjun næsta mánaðar. „Mér var auðvitað boðið að koma heim til Íslands og keppa en þar sem opna danska mótið fer fram á sama tíma kem ég ekki. Liðið sem ég æfi og keppi með verður allt með á þessu móti í Danmörku. Það er mikil samstaða í liðinu og samkeppnin hörð og ég ætla að standa mig vel á mótinu,“ segir Snæfríður. Hún segist stefna á að tryggja sér þátttökurétt á HM sem fram fer í Fukuoka í Japan í júlí og þá dreymir hana um að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum en þeir verða haldnir í París á næsta ári. „Það lítur vel út núna að ég nái að tryggja mér sæti á HM og ég stefni að sjálfsögðu á að komast þangað. Ég ætti að ná að synda hraðar í apríl samkvæmt æfingaáætlun minni og vonandi tekst mér að ná lágmarkinu. Draumurinn er svo að keppa á Ólympíuleikunum í París en ég stilli þessu þannig upp að taka eitt skref í einu og vera ekki að stressa mig of mikið.“ Snæfríður hefur búið meira en helming ævi sinnar í Danmörku og líkar dvölin vel þar. Hún flutti með fjölskyldu sinni til Árósa en er nú búsett í Álaborg. „Ég er ekkert á heimleið. Það er í nógu að snúast hjá mér. Ég er í háskólanámi og er á öðru ári í sál- fræði og svo eru stífar æfingar og keppni með sundliðinu mínu,“ segir Snæfríður, sem byrjaði feril sinn í sundlauginni í ungbarnasundi. n Þorbjörg Svana byrjaði að nota Protis® kollagen fyrir rúmu ári og hefur fundið fyrir miklum jákvæðum breytingum á húðinni og hárinu. Einnig hafa liðverkir minnkað til muna. Þessar breytingar hafa hjálpað henni við bata eftir slys sem sendi hana í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur árum. Þorbjörg Svana Gunnarsdóttir er lærð hárgreiðslukona, útstillinga- hönnuður og hundaþjálfari, en hún hefur verið í veikindaleyfi vegna slyss sem olli henni vægum heilaskaða fyrir rúmum þremur árum. Hún er að vinna í bata og segir að kollagenið frá Protis hafi hjálpað sér gríðarlega við að jafna sig á ýmsu sem misfórst eftir slysið. „Vinkona mín benti mér á að prófa kollagenið og ég byrjaði að taka það inn fyrir rúmu ári síðan. Hún talaði ofboðslega vel um þetta og ég hafði séð þetta hjálpa henni mikið og sjálf er ég búin að leita allra ráða til að verða aftur ég eftir slysið, þannig að ég prófaði,“ segir Þorbjörg. „Ég er rosa þakklát fyrir ábendinguna, því ég er búin að prófa ýmislegt sem hefur verið mælt með án teljandi árangurs og margt af því er miklu dýrara, en fæðubótarefnin frá Protis eru æði. Ég er mjög þakklát fyrir að finna svona gæðavöru á góðu verði.“ Áhrifin komu á óvart „Ég finn rosalegan mun á mér og satt að segja kom það mér á óvart hvað þetta breytti miklu, því ég hef prófað kollagen frá öðrum fram- leiðendum sem hjálpaði mér ekki eins mikið,“ segir Þorbjörg. „Eftir slysið fór allt kerfið mitt í klessu en ég finn núna mikinn mun á hárinu, húðinni og er mun betri, finn ég, af liðverkjum. Ég hef alltaf verið íþróttakona en eftir slysið varð ég mjög veik og liðirnir veiktust svo mikið að ég gat ekkert gert. En síðasta ár hef ég getað byrjað að hreyfa mig aftur,“ segir Þorbjörg. „Nú get ég stundað líkamsrækt aftur, ekki mikið að vísu, en ég finn mun, sem er frábært.“ Húðin ekki lengur eins þurr „Ég hef alltaf glímt við exem og verið með mjög þurra húð svo ég hef þurft að bera á mig krem, body lotion og skrúbba hælana, en eftir að ég byrjaði að nota kollagenið þarf ég ekki lengur body lotion og finn mun á hælunum líka, því ég er ekki lengur eins þurr í húðinni,“ segir Þorbjörg. „Núna finnst mér hún hafa miklu meiri gljáa og hreinlega glansa, án þess að vera feit. Húðin er miklu meira lifandi, ferskari og hún bara glóir. Þannig að ég finn hvað þetta hjálpar henni mikið.“ Hárið þykkara og heilbrigðara „Ég vann sem hárgreiðslukona fyrir slysið svo ég spái mikið í hári. Ég hef tekið eftir því að það kemur rosamikill gljái í hárið og mér finnst það síkka hraðar, það er þykkara og það er falleg hreyfing og miklu meira líf í því,“ segir Þorbjörg. „Það er bara algjör snilld. Allir vilja hafa fallegt hár og konur sækjast sér- staklega eftir því að fá gljáa í hárið og þetta er undraefni fyrir það. Ég hef líka séð mikinn mun á hári vinkonu minnar sem benti mér á þetta. Hárið hennar var í vondu ástandi áður en hún byrjaði að nota kollagenið, það var mjög fíngert og síkkaði aldrei því það brotnaði svo auðveldlega,“ útskýrir Þorbjörg. „En nú er það orðið fal- legt og heilbrigt og ég hef aldrei séð hana með svona sítt hár. Það er magnað hvað álag, áföll og streita hefur mikil áhrif á hárið. Eftir slysið tók ég eftir miklum neikvæðum áhrifum á hárið mitt en eftir að ég byrjaði á kollageninu hefur það lagast mikið. Þetta er bara geggjuð vara og algjört töframeðal, enda er ég í hálfgerðri áskrift,“ segir Þorbjörg að lokum. Um Protis® kollagen Kollagen er náttúrulegt prótín og eitt helsta byggingarefni líkamans. Gott að vita um Protis® kollagen: n Mikið magn virkra efna n Engin aukefni n Sýnilegur árangur á 30 dögum n Íslenskt hugvit og framleiðsla n Ekkert gelatín eða sykur Protis® kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði. Varan er einstök blanda af bestu innihaldsefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Kollagen úr fiski er áhrifaríkara en kollagen úr landdýrum þar sem upptaka úr meltingarvegi er betri. Helstu innihaldsefni: n SeaCol® er blanda af vatns- rofnu kollageni úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika n C-vítamín tekur þátt í myndun kollagens í líkamanum n Hýaluron-sýra er eitt mest rakagefandi efni náttúrunnar og viðheldur meðal annars raka húðarinnar n Kóensím Q10 er að finna í nær öllum frumum líkamans. Það er mikilvægt fyrir endurnýjun fruma eins og húðfruma n B2- og B3-vítamín, sink, kopar og bíótín fyrir hárvöxt, endur- nýjun húðar og vöxt nagla Protis® Kollagen fæst í næsta apóteki, heilsuvöruverslun og stórverslun. Nánar á protis.is. Protis kollagen gaf húðinni og hárinu gljáa Þorbjörg Svana Gunnarsdóttir segir að kollagenið frá Protis sé algjört töframeðal. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Kolla- genið frá Protis er komið í nýjar umbúðir með nýtt og ferskt útlit. 4 kynningarblað A L LT 8. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.