Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 12

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 12
Afar efnilegt flugubox, sennilega í AFF flokki. Skipulagið á laxatúpunum gefur til kynna sterka hemaðaráœtlun, fyrst þessi, svo þessi og síðast þessi. Þama er á ferðinni veiðimaður sem gefst ekki upp fyrr en allt hefur verið reynt í boxinu. HFF Hæfileg fágaðir fluguraðarar. Þetta er eiginlega B + flokkur eða jafnvel A-. Þessir menn kunna að velja flugur en leggja ekkert sérstaklega uppúr því að raða þeim fallega, hvaðþá skipulega í fluguhylkin. Þeim finnst í lagi að nota gamla vindlakassa, sem hafa verið fóðraðir með frauðplasti, undir flugurnar. Þessi víðsýni er einmitt þeirra styrkur en getur líka komið að sök þegar þessar þúsundir flugna sem þeir hafa hnýtt eða sankað að sér verða að þúsund hugmyndum í tregfiskiríi og aðeins ein fluga er að gefa. SFF Skelfilega furðulegir fluguraðarar. Þetta er tvímælalaust C-flokkur ef eingöngu er miðað við fagurfræðina í fluguboxnunum. Þessir veiðimenn gleyma gjarna sjóbirtings- flugunum í hylkjunum vetrarlangt og veiða með þeim rauðryðguðum án þess að blikna haustið eftir. Þetta eru líka mennirnir sem taka upp ruslið sitt á úrslitastundu, opna boxið og helmingurinn dettur beint ofaní grasið og týnist. En þessi eina drusla sem þeir draga upp gefur alla þrjá fiskana þann daginn. Það felst nefnilega ákveðin frelsun í óreiðunni. Sá sem brýtur aldrei hefðina og fer aldrei fáfarna afleggjara eða leiðir, sem fáir hafa farið áður, missir hreinlega af þeirri reynslu að uppgötva eitthvað nýtt. Þannig getur einmana og yfirgefin IPB, sem liggur einsog klessa meðan fallegar, litríkar silunga- og laxaflugur breiða úr sér líktog sumarblóm í túni allt í kring, gert eitthvað stórkostlega óvænt. Sjálfum finnst mér ég vera í bestu stuði, sem aðeins AFF, og hæfilegt HFF og SFF, í þessum hlutföllum. Mestu máli skiptir sennilega að menn finni sinn farveg einsog það heitir hvort sem það þýðir falleg flugubox og einkunina 10 í uppröðun eða bara sama gamla góða og eilífa ringulreiðin. IPB liggur ein og yfirgefin í fluguboxinu. Þetta lítur ekki sérstaklega efnilega út en getur þegar allt annað bregst verið stórfínn möguleiki fyrir örvæntingarfullan veiðimann. 12 Veiðimaðuriiui Júni 2005

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.