Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 19
Þetta tengist einnig stöðu sjávarfalla. Það er mjög misjafnt
hvernig fiskurinn hagar sér á flóðinu og ekki á vísan að róa
í þeim efnum. Algengast er að laxinn gangi upp í Höklana,
láti flæða undan sér og haldi síðan upp ána, þetta er þó ekki
algilt því stundum kemur fiskurinn upp á háflóðinu. Veiði-
menn ættu því að fylgjast vel með og hefur brúin oft reynst
ágætis staður til að fylgjast með ferðum laxins.
Frá Kvíslafossi og upp í Laxfoss eru sterkir göngustaðir
eins og Holan, Strengir og Skáfossar, þeir voru hér áður fyrr
vinsælir en hafa einhverra hluta vegna dalað á seinni árum.
Ef til vill má kenna snjóléttum vetrum með litlum vorleysin-
gum þar um, óneitanlega var meira vorvatn fyrr á árum.
Laxfoss er hins vegar einn af þessum fornfrægu stöðum þar
sem lax getur legið allt sumarið. Reyndar er veiðin þar oft
sýnd en ekki gefin, auðvelt er að sjá laxinn í fosshylnum
ofan af klettunum við fossinn. Varast ber þó að standa á
brúninni því þá styggist hann og verður erfiðari við að eiga.
Á vorin er leyfilegt að veiða bæði á flugu og maðk. Þó er
vert að benda veiðimönnum á að reyna alltaf fluguna fyrst,
sérstaklega þegar vatn er lítið eins og verið hefur síðustu
vor. Gárutúpan hefur reynst hið ágætasta veiðitæki á vor-
laxinn og hafa sífellt fleiri veiðimenn orðið þeirrar ánægju
aðnjótandi að sjá lax lyfta sér og brjóta vatnsyfirborðið á
eftir gárutúpu, sérstaklega undir Kvíslafossi. Á þessum
tíma skiptir val á flugum minna máli en ella, laxinn kemur
ferskur úr hafi og hefur ekkert agn séð, hann er því oft í
tökustuði. Það er helst ef mjög stórar göngur koma að takan
dettur niður og virðist þá að laxinn sé bara að ganga og láti
ekki ginnast.
Þótt göngurnar á vorin séu stórar virðist oft sem laxinn
hverfi eftir að hann er gengin upp í á enda er hún löng og
laxinn getur leynst víða. Helst ber þó að nefna staði eins og
Klingenberg skammt ofan við Laxfoss og Pokafoss en þar
má oft setja í fisk snemma á veiðitímabilinu. Eftir það er
eins og áin fyllist jafnt og þétt og hver veiðistaðurinn verði
virkur á eftir öðrum allt þar til göngur ná hámarki rétt eftir
miðjan júlí. Þá má segja að öll áin sé fullsetin og fiskur alls
staðar. Þetta er að sjálfsögðu misjafnt eftir árum og árferði.
Seinni hluta júlí fer að draga úr göngum þótt nýr fiskur
komi langt fram eftir ágúst og sterk skot geti komið, sérstak-
lega við veðrabreytingar. Þá fer að reyna meira á veiðimenn.
Þeir verða að vera þolinmóðir, gefa sér góðan tíma til að
kanna aðstæður, reyna fleiri flugur, bregða út af vananum
og prófa eitthvað nýtt. Þá verða smáflugurnar skæðar,
stærðir 12, 14 og jafnvel 16 og svo örtúpur. Einnig er gott
að lengja tauma, nota grennri tauma eða mjókka þá niður.
í einu orði sagt verður áin erfiðari viðfangs en jafnframt
skemmtilegri. Þá verður miðsvæðið einnig virkt og þar fara
að sjást stórir sjóbirtingar ásamt ógrynni af laxi. Álabakk-
ar, Norðurmýrafljót, Baulunes, Kríueyri, Mosabreiður og
Kotahylur, allt eru þetta staðir sem verða bara skemmtilegri
eftir því sem á líður. Þessi löngu hyljir eru æðislegir þegar
gárar lítið eitt og með löngum köstum og hröðu strippi má
æsa lónbúann svo að hann kemur marga metra eftir lítið
„dressuðum longtail" flugum.
í júlí og byrjun ágúst getur Laxá orðið vatnslítil, sérstak-
lega í þurrkasumrum. Þá yfirfyllast staðirnir á fjórða svæði
oft af laxi. Þar má helsta nefna Pokafoss, Speglana og Efri-
Gljúfur. Þar verður svo mikil þröng á þingi að laxarnir kom-
ast blátt áfram ekki fyrir og verða að bíða næstu rigninga
til að ganga áfram. Þarna er gaman að veiða með því að
reyna að egna fyrir þá með örtúpum og gárubragði og sjá
þá koma hvað eftir annað eftir flugunni. Þegar þeir svo taka
er viðureignin oft ævintýraleg því erfitt er um vik og mikið
af stórgrýti.
Hér hefur verið tæpt á nokkrum veiðsvæðum í Laxá en
eftir er að ræða efsta hluta árinnar og svo Bugðu. Fimmta
svæðið, efsta svæði árinnar, er svæðið við Hækingsdal og
upp að Þórufossi. Þarna eru staðir sem geyma flesta laxa á
haustin, hyljir eins og Stekkjarfljót, Hálshylur, Kambshylur
og Skuggi og svo kerið undir Þórufossi. Flestir þessara hylja
eru miklir veiðistaðir og í þeim verður krökkt af laxi þegar
líða fer á sumarið. Auk áðurnefndra veiðistaða geta leynst
fiskar bæði á merktum sem ómerktum stöðum og ættu veiði-
menn að kasta alls staðar þar sem þeim sýnist veiðilegt, það
hefur oft gefið árangur.
Vert er að minnast á eyrasvæðin í Laxá en þau eru fjögur.
Reynivallaeyrar, Möðruvallaeyrar, Hækingsdalseyrar og
Fremra-Hálseyrar, allar kenndar við samnefnd býli. Þessi
svæði eiga það flest sameiginlegt að vera lítið stunduð nema
ef til vill eyrarnar niður undan Möðruvöllum og vegna þess
hvað þau eru lítið reynd lenda þeir sem fara um þessar eyrar
oft í góðri veiði. Eins og í flestum öðrum ám breyta eyrarnar
sér mikið á milli ára og oft finnast ekki staðir sem gáfu fisk
árinu áður og reyndar kemur alltaf á óvart hvað áin ber fram
mikla möl á hverju ári
Oft veiðist fyrsti laxinn í Bugðu um mánaðamótin júní -
júlí. Bugða rennur úr Meðalfellsvatni og fyrir vikið er hún
ekki eins viðkvæm fyrir þurrkum. Ármót Laxár og Bugðu
eru skammt ofan áðurnefnds Klingenbergs. Áður fyrr státaði
Bugða af einum besta veiðistað vatnakerfisins, Bugðufossi,
en á seinni árum hefur veiði dalað á svæðinu. Veiðifélagið
hefur brugðist við þessu með því að setja sleppitjörn við
Bakkahyl og virðist það hafa skilað nokkrum árangri. Veiði
var ágæt í Bugðu í fyrra og von er til þess að ástandið sé
að lagast. Laxinn í Bugðu er styttri og þykkari en laxinn úr
Laxá. Helstu veiðistaðir í Bugðu eru Móeyri, Einbúi, Bugðu-
foss, Selvað og Bakkahylur. Hairy Mary þríkrækja númer 14
er skæð á þessum stöðum.
Gísli Ásgeirsson leiðsögumaöur
Öflugust flugur í Kjósinni
Vor: Frances , „hitch" og allar stœrðir af Collie Dog.
Sumar: Örflugur með gáruhnút, Hairy Mary,
Green Braham og Black Sheep nr. 14.
Haust: Collie Dog og fleiri flugur nr. 14 og 16.
Júní 2005 Veiðimaðurinn 19