Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Síða 22

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Síða 22
Amalia Hallvík Hallvík er lítil vík nálægt Hlíðarkróki. Sunnan megin í Hallvíkinni er lítið neí sem er góður veiðistaður. Um miðjan júní fer bleikjan að láta sjá sig oftar í Hallvíkinni og minna á stöðum eins og Öfugðsnáða. Veiðistaðurinn í Hallvíkinni ber ekki marga veiðimenn í einu, í mesta lagi tvo. Leirutá Leirutáin er einnig staður sem er vel virkur í júní og júlí. Leirutá er úti í Lambhaga og þar eru veiðistaðir sem nefnast Suðurdýpi, Nösin, Stallar, Kverkin,_ Vesturbrún og Norðurbakki. Bleikjan sýndir inn og út um litlu víkina sunnanmegin á tánni. Júníflugur í Þingvallavatni Veiðimaðurinn falaðist einnig eftir því að Þór nefndi tvær uppáhaldsflugur til notkunar í Þingvallavatni í júní. Þær eru: Killer m/kúlu Killerinn var hannaður af Þór fyrir 36 árum, hann átti þá bara tvær flugur, Black Zulu og Alexöndru. Hann vildi nteiri tilbreytingu og settist því niður og hannaði nýja flugu sem sprottin er úr lífríki Þingvallavatns. Killerinn er sérlega góð fluga í vorveiðinni og gefur vel allt veiðitímabilið. Allar upplýsingar og efni í flugurnar er hægt að fá í Arkó veiðivörum á Krókhálsi. Þór Nielsen gefur veiðimönnum góð ráð Þór Nielsen er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fluguveiði á silungi. Hann stundar Þingvallavatn grimmt og fáir þekkja þetta magnaða vatn betur en Þór. Hann stóð nýverið að útgáfu bæklings um Þingvallavatn og er ritið gefið út af Nielsen Group og Arkó veiðivörum. Þar er finna kort með merktum veiðistöðum og margvíslegar gagnlegar upplýsingar fyrir veiðimenn. Þór hefur fallist á að gefa fluguveiðimönnum sem halda í Þingvallavatn góð ráð hér í blaðinu. í þessu tölublaði Veiðimannsjns miðar Þór við veiði í*úní. "Það er frekar erfitt að alhæfa hvaða veiðistaðir séu á hverjum tíma bestir í vatninu. Þetta eru þó þeir staðir sem ég myndi reyna fyrst þegar komið er að Þingvallavatni í júní," segir Þór. Krókur: Kamasan B-175 nr. 8. Búkur: Svart áróragarn, meðalsver silfurvír. Bak: Hvítt áróragarn. Haus: Flúorappelsínugulur með gullkúlu 3mm. Amalía Amalía er skírð í höfuðið á barnabarni Þórs og hefur verið einstaklega gjöful síðustu árin. Þetta er mjög einföld fluga sem áuðvelt er að hnýta. Hún gefur vel yfir hásumarið og Þór telur stærð 8 gefa best. Krókur: Kamasan Gruber nr. 8. Búkur: Svart, meðalsvert vinyl rib. Haus: Flúorappelsínugulur með gullkúlu 3 mm. Þór Nielsen meö mjöggóða veiðiur Þmgvallayatni. fíleikjur affmsum stœrðum sem flestartóku annað hvort Killerinn eða Amaliu.

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.