Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 30

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 30
Einar Guðmann er afar öflugur silungsveiðimaður. Jo// þurrfluguveiðinnar Dulúð og leyndardómar eru órjúfanlegur hluti af fluguveiði. Hvergi endurspeglast þessi dulúð þó betur en þegar þurrfluguveiði er annars vegar. Það leikur ekki vafi á því að til eru aðferðir sem afla betur en þurrfluguveiði en engin aðferð krefst jafn mikils sjálfstrausts af veiðimanninum. Á móti er heldur engin aðferð sem vekurjafn mikla eftirvœntingu hjá veiðimanninum þegar hann sér fiskinn rísa upp í yfirborðið og taka fluguna. Margt veldur því að þessi leyndardómsfulla dulúð og sérviska fylgir veiðum með þurrflugu. Þegar ég byrjaði að kasta þurrflugu var engu líkara en það litla sem ég hafði lært í fluguveiði væri til einskis. Aðferðin er það ólík öðrum aðferðum að nánast þarf að læra að veiða upp á nýtt. Sjálfstraustið dvínar því hjá mér um leið og þurrflugu er kastað en því meiri verður gleðin þegar fiskur tekur og dæmið gengur upp. Skammt er síðan ég hóf að kasta þurrflugum og hlýt ég því að kallast byrjandi í þessari veiðitækni en það að vera ekki lengur að veiða undir yfirborðinu heldur ofan á þvf opnar nýja vídd í veiðiskap. 30 Veiðimaðurinn Júni 2005

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.