Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Qupperneq 36

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Qupperneq 36
Skammt neðan við eyðibýlið komu saman Ámá og Fjarðará. í ármótunum hugðumst við hefja veiðar. Þangað stefndum við og var fljótfarið fyrsta spölinn, um 200 m langur snjóskafl lá í skálinni neðan við brúnina, snjórinn var mátulega meir og brattinn nógu mikill til að við fengjum bráðgott rennsli á botnslitnum stígvélunum, rétt eins og við værum á bestu svigskíðum. Þegar niður á jafnsléttu kom settumst við á árbakkann og sömdum hernaðaráætlun. Áin var stríð og grýtt, hvergi eiginlegir hyljir nema helst í ármótunum, annars aðeins pollar og hlé við stóra steina. Þetta voru greinilega engin fluguveiðisvæði og ekki var heldur álitlegt að reyna spæni, siglfirski maðkurinn myndi duga okkur best. Við vorum þó ekki alltof vissir um að hér væri fiskur en reynslan í Flókadalsá hafði kennt okkur að bleikja gat leynst á ótrúlegustu stöðum, sums staðar lá hún svo grunnt að rétt vatnaði yfir hrygginn á henni. Hvað sem veiðilíkum leið vorum við sáttir við að vera komnir í þennan friðsæla fjallafaðm handan við heiminn, fjarri skarkala byggðalífsins. Félagi minn renndi í ármótahylinn en ég leitaði að álitlegum stað litlu neðar. Ég hafði ekki fyrr snúið í hann bakinu en hann kallaði: "Hann er á! Nei, hann fór af." Jæja, bleikjan var þá örugglega komin hingað inn eftir en það er segin saga þegar veitt er með maðki þá þarf að gefa henni góðan tíma til að gleypa beituna, hún á það til að leika sér með matinn, narta í orminn og sleppa honum síðan. Því má ekki bregða við fyrr en hún kippir í færið. Þá fyrst má gefa henni slag til að festa í henni. Stöngin mín var nokkuð stíf, 7 fet að lengd, hafði eitt sinn verið 8 fet en toppbrotnað. Ég slæmdi maðkinum milli steina og brátt var farið að fikta við öngulinn. Ég andaði rólega og hélt aftur af mér. Aftur var tekið í en ég beið eftir þungum, frekjulegum rykkjum og þegar að því kom hafði ég tannlæknislagið á því, bremsan var vel hert, taumurinn 10 pund, og dró fiskinn viðstöðulaust á land. Þetta var heljarinnar hnallur, stóð vel þrjú pundin, silfurgljáandi. " Ég er með aðra," heyri ég félaga minn kalla fyrir ofan mig og sé hann hampa fiski af sömu stærð. Hann hafði líka verið fljótur að landa enda borgar sig ekki að láta bleikjurnar busla of lengi í vatninu, það veldur styggð og minnkar líkurnar á því að fleiri taki á sama stað. Jæja, við höfðum þá haft hingað erindi sem erfiði. Hefðum mátt búast við aðhlátri kæmum við fisklausir heim í bústað eftir að hafa arkað yfir fjöll og firnindi með maðka í vösunum. Aftur reyndum við fyrir okkur og fengum fleiri bleikjur af svipaðri stærð í ármótunum, gerðum að þeim, settum í plast og stungum í bakpokana okkar, röltum síðan niður með ánni - og ekki vantaði fiskinn. Við beygjur hafði áin víða grafið hylji, þar lágu fiskar, misstórir að vísu en þeir stærstu vógu allt að fjórum pundum. Þegar komið var fram yfir miðjan dag var fengurinn orðinn rúmar 20 bleikjur, slægðar og hausaðar um 20 kíló. Við höfðum farið snemma á fætur og lagt að baki drjúga leið, áttum aðra eins vegalengd eftir og aftur upp í um 600 m hæð. Enn var sama blíðan, breyskjuhiti, sólskin og stillilogn. Héðinsfjarðardalur er dæmigerður jökulsorfinn U- dalur, eftir dalbotninum liðast tær áin eins og silfurtaumur milli valllendisbakka út í spegilslétt vatnið, mýrarflákar í brekkurótum og hlíðarnar víða kjarri vaxnar. Rif er norðan við vatnið sem skilur það frá sjónum. Komnir að suðurenda vatnsins þóttumst við hafa veitt nóg og fannst við vel að því komnir að hvílast stundarkorn, j afnvel fá okkur kríu, áður en við legðum í Hestskarðið og hölluðum okkur í mjúkri lautu undir birkihríslum. Þótt við værum vissulega orðnir dálítið slæptir lét langþráður blundur á sér standa. Fyrirbæri náttúrunnar eru ekki öll jafn unaðsleg. Þar sem er silungur eru venjulega líka litlar, svartar flugur - og sumar þeirra stinga. Um leið og við lögðumst niður byrjuðu þær að angra okkur, sama þótt við drægjum húfurnar niður fyrir augu og vefðum flíkum um höfuð okkar, alls staðar smugu þær inn og beittu broddinum. Enginn svefnfriður. Því var sá kostur vænstur að rísa á fætur og búast til heimferðar. Leiðin lá norður vesturbakka vatnsins að enda slóðarinnar sem liggur upp í skarðið. Við köstuðum spæni af og til í vatnið en urðum ekki varir, vorum reyndar hálffegnir, höfðum ekkert að gera með meiri fisk. Gönguleiðin yfir í Skútudal var auðrötuð en við vorum bleikjunum þyngri á okkur en um morguninn og hraus hugur við að ganga alla leið að bílnum inn í Hólsdal, settum því stefnuna á flugvöllinn þar sem verið var að búa kvöldvélina til brottferðar. Þangað náðum við í þann mund sem síðasti bíllinn var að renna úr hlaði og báðum bílstjórann blessaðan að skjóta okkur inn í dal. Hann brást vel við og heim í bústað komum við klukkan að ganga ellefu. Höfðum þá verið á ferli í sautján klukkustundir. Segja má með sanni að mikið sé á sig lagt til að ná í nokkrar bleikjur sem eins hefði mátt veiða á mölinni neðan við bústaðinn. En það er annað og meira en fiskur sem vinnst með svona ferð. Minningin um seiðmagnað umhverfi, óviðjafnanlega náttúrufegurð, friðsæld og fuglasöng geymist í huganum æ síðan. Líkamlegt erfiðið skerpir aðeins áhrifin. Ég þarf ekki annað en að loka augunum til að endurlifa ferðina og allt sem fyrir augu bar. Það er ómetanlegt að eiga slíkt griðland bak við fjöllin. Því tek ég heils hugar undir orð Trausta Sveinssonar á Bjarnargili: "Það má ekki rjúfa dulúð Héðinsfjarðar." Samgöngubætur á Tröllaskaga gætu falist í veggöngum milli Skarðsdals í Siglufirði og Hrauna í Fljótum og síðan upphækkuðum vegi yfir Lágheiði eða jafnvel göngum milli Holtsdals í Austurfljótum og Kvíabekks í Ólafsfirði. Gylfi Pálsson Á leiö upp í Hestskarð. 36 Veiðimaðurinn Júni 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.