Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 62

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 62
SVFR-punktar Samantekt Þorsteinn Ólafs Tilboðsverð á veiðileyfum Á Flögubökkum við Tungufliót. Hann er á. Ljósmynd Jón Þór Júlíusson. SVFR hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni að undanförnu að vera með „Tilboð vikunnar" á veiðileyfum á vef félagsins www.svfr.is. „Tilboð vikunnar" er eingöngu fyrir félagsmenn SVFR og gilda þau í viku í senn, frá þriðjudegi til þriðjudags. Þar sem tilboð þessi eru aðeins fyrir félagsmenn SVFR er eingöngu hægt að bóka með því að hafa samband við skrifstofu félagsins - í síma 5686050 - þar sem menn gefa upp félagsnúmer eða kennitölu við kaupin. „Tilboð vikunnar" felur í sér umtalsverðan afslátt fyrir félagsmenn. Yfirleitt er um að ræða tilboð tveir fyrir einn þar sem í boði er að kaupa allar stangir með 50% afslætti eða kaupa einn veiðidag og fá annan frían í kaupbæti. Félagsmenn eru hvattir til fylgjast vel með á vef SVFR www.svfr.is og athuga hvort ekki borgi sig að taka „Tilboði vikunnar". SVFR Sæmdur silfurmerki Að kvöldi 31. maí s.l. var Guðmundur Viðarsson staðarhaldari við Norðurá sæmdur silfurmerki SVFR. Guðmundur hefur ásamt eiginkonu sinni, Mjöll Daníelsdóttur, staðið vaktina í veiðihúsinu á Rjúpnahæð síðan 1992 og skilað frábæru starfi. Bjami Júlíusson formaður SVFR sœmir Guðmund Viðarsson silfurmerki SVFR fyrir vel unnin störf. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs. 62 Fréttapunktax SVFR - samantekt Þorsteinn Ólafs

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.