Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 4
Í febrúar á þessu ári var heildarfjöldi barna sem beðið höfðu lengur en þrjá mánuði 1.157. Ef eitthvað sýndi hversu mikilvæg stétt við erum þá var það Covid. Lilja Kristín Gísladóttir, deildarstjóri á leikskólanum Baugi Mér þykir mjög sér- kennilegt að það sé ekki fjarnám í áföng- um þar sem er einung- is bókleg kennsla. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins kristinnhaukur@frettabladid.is menntamál Aðeins 16 prósent nám- skeiða Háskóla Íslands (HÍ) er hægt að taka í fjarnámi og 7 prósent nám- skeiða Háskólans í Reykjavík. Hægt er að taka öll námskeið í Háskólan- um á Akureyri og Bifröst í fjarnámi. Þetta kemur fram í svari háskólaráð- herra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins. „Nám á að vera á forsendum nem- endanna. Við tókum mörg skref fram tæknilega þegar faraldurinn geisaði. Nú er eins og við höfum tekið stórt skref aftur á bak,“ segir Lilja og beinir spjótum sínum einkum að Háskóla Íslands. En í til dæmis lagadeild og guðfræðideild er ekki boðið upp á neitt fjarnám. „Mér þykir mjög sér- kennilegt að það sé ekki fjarnám í áföngum þar sem er einungis bók- leg kennsla,“ segir Lilja, fjarnám sé byggðafræðilega mikilvægt og nýtist einnig nemendum í staðnámi, sem komast ekki í alla tíma. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir að hlutfall skólans sé ekki lágt og að hann sé skilgreindur sem staðarnámsskóli. Enginn háskóli hér á landi bjóði upp á jafn mörg fjar- námskeið, 211 talsins. „Það er á forræði deilda og fræða- sviða að ákveða með hvaða hætti þau bjóða upp á nám,“ segir Jón Atli aðspurður um skort á fjar- námi í einstökum deildum. „Stefna Háskóla Íslands hefur ekki verið að fjölga einstökum námskeiðum í fjarnámi heldur vinna markvisst að því að fjölga námsleiðum þar sem boðið er upp á heildstætt fjarnám út frá mestu gæðum og kennslu- fræði fjarnáms,“ segir hann. Sé þeim fjölgað um þrjú eða fjögur á ári en nú sé verið að fjölga námsleiðum um sex. n Furðar sig á skorti á fjarnámi í HÍ bth@frettabladid.is Heilbrigðismál Börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumið- stöð barna hefur fjölgað töluvert síðan umboðsmaður barna kall- aði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 er heildarfjöldi barna sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði 1.157. Börnum sem bíða greiningar hefur því fjölgað um 419 borið saman við desember 2021. Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna sem bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga í des- ember 2021. Í desember 2021 voru 947 á biðlistum eftir þjónustu. n Æ fleiri börn bíða eftir greiningu Æ fleiri börn sem stríða við geðrask- anir þurfa að bíða eftir greiningu. Deildarstjóri á leikskóla í Kópavogi segir að veruleg þörf sé á viðhorfsbreytingum í garð leikskóla og leikskóla- kennara. Hún segir of marga gera lítið úr stéttinni og hvetur ráðamenn til að kynna sér starfsemi leikskóla betur. helgisteinar@frettabladid.is leikskólar Lilja Kristín Gísladóttir, deildarstjóri á leikskólanum Baugi, segist undrandi á því hversu lítið sé talað við sérfræðinga innan leik- skólastéttarinnar þegar kemur að leikskólatengdum málefnum. Hún segir að það sé þörf á bæði launa- hækkunum og viðhorfsbreytingum innan samfélagsins. „Mergur málsins er að við erum kölluð gæsla í umræðunni. Við erum ekki gæsla. Við erum leik- skóli og þar með hluti af skólastigi. Við erum menntastofnun en ekki gæsluvöllur. Fólk heldur að við séum bara að fæða, klæða, skeina og knúsa. Við erum að skapa fullorðna einstaklinga framtíðarinnar.“ Lilja segir að það sé mikilvægt að þeir sem taki ákvarðanir um leikskólamál þekki starfið og jafn- vel komi í vettvangsferð og skoði hvernig starfsemin virkar. Það er ekki hægt að mótmæla skorti á leik- skólaplássum og huga svo ekkert að því starfsfólki eða fagfólki sem sinnir svo börnunum. Nokkrir foreldrar mættu í annað skipti í gær í Ráðhúsið til að mót- mæla stöðu leikskóla á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Foreldrar sem hafa ekki enn fengið leikskólapláss fyrir börnin sín mættu með börnin en 500 leikskólabörn sitja eftir á bið- lista eftir nýafstaðna úthlutun. „Ef eitthvað sýndi hversu mikil- væg stétt við erum þá var það Covid. Það er rosalega mikið verið að einblína á sjónarhorn foreldra Segir leikskóla ekki vera excel-skjöl og stjórnmálamanna en ekki verið að hlusta á sjónarhorn fagmanna innan stéttarinnar eða sjónarhorn barnanna.“ Lilja segir að leikskólar séu ein- faldlega margir hverjir með of mörg börn í of litlu rými. Hún bætir við að það komi fyrir að leikskólar séu undir í stöðugildum og getur það haft áhrif á öryggi barnanna. Í þriðju grein Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna segir að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaað- ila, dómstólar, stjórnvöld eða lög- gjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. „Eru foreldrar í alvörunni bara tilbúnir að láta hvern sem er passa börnin sín? Í leikskóla þarft þú að skila inn sakavottorði og sýna fram á hver þú ert. Er svona mikilvægt að koma barninu frá þér að þú sért bara tilbúinn að setja barnið þitt í hvaða hendur sem er?“ Að sögn Lilju myndu launahækk- anir hvetja fleiri til að sækja um og að starfið yrði metið upp á það sem það er en henni finnst of margir gera lítið úr leikskólastéttinni. „Við erum ekki skrifstofufólk sem hengjum bara börnin á snagann þegar klukkan slær fjögur,“ segir hún. „Leikskólar eru ekki excel-skjöl. Það er fólk og börn á bak við starfið og tölurnar. Starfið er sjúklega skemmtilegt og gefandi og ég brenn fyrir þessu starfi. En ég fæ heldur ekki að nota leikskólamenntun mína eins mikið og ég vil því starfið snýst núna mikið um að hlaupa og bjarga deginum. Fólk er að bugast.“ n Nokkur ung börn mættu með foreldrum sínum í Ráðhús Reykjavíkur í gær til að mótmæla stöðu leikskólamála. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI olafur@frettabladid.is stJórnsÝsla Skýrsla Ríkisendur- skoðunar um Lindarhvol frá 2020 er komin aftur á borð stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin gat ekki afgreitt skýrsluna á síðasta kjörtímabili þar sem hún fékk ekki að hafa greinargerð Sig- urðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols, til hliðsjónar. Í skýrslunni er vísað níu sinnum í, og gerðar athugasemdir við, greinargerð Sigurðar, sem skrifaði forsætisnefnd Alþingis 13 síðna bréf 17. febrúar 2021 með samantekt og athugasemdum um skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Hann telur vegið alvarlega að starfsheiðri sínum í skýrslunni. Sigurður verður nú á ný boðinn á fund nefndarinnar. Sigurður sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf í nóvem- ber 2022 þar sem hann rekur feril málsins. Víkur hann meðal annars að því að hann var boðaður á fjar- fund nefndarinnar 19. ágúst 2021 að ræða bréfið frá 17. febrúar. Í upphafi fundar tilkynnti nefndarformaður þá ákvörðun skrifstofu Alþingis að bréfið væri trúnaðarmál. Sigurður benti á að bréf hans væri svar við skýrslu Ríkisendurskoðun- ar, opinbert gagn, og því gæti ekki gilt trúnaður um það. Óskaði hann eftir upplýsingum um hvað skyldi leynt fara en fékk engin svör. Ákvað hann í framhaldinu að ræða ekki efni bréfsins á fundinum. Í ljósi ofangreinds má telja ólík- legt að Sigurður mæti á fund stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol nema leynd verði aflétt af greinargerð hans. Birgir Ármannsson hefur setið á þeirri greinargerð þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji birta hana og ljóst sé að þingmeirihluti sé fyrir birtingu hennar. Svo virðist sem stjórnarmeirihlutinn hygg- ist engu að síður keyra skýrsluna í gengum þingið, líkt og gert var með skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum, og freista þess að koma í veg fyrir að greinar- gerð Sigurðar Þórðarsonar komi nokkurn tíma fyrir sjónir þing- manna og almennings. n Sigurður líklegur til að gera birtingu greinargerðar skilyrði Sigurður Þórðarson 4 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 22. mARs 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.