Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 6
Íslensk álver standa sig þannig illa í orkunýt- ingu í öllum saman- burði. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Land- verndar Heimsókn forseta Kína mun standa yfir í þrjá daga. Færeysk lög eru strang- ari þegar kemur að jarðakaupum en þau íslensku. Það er rosalega mikil- vægt að fólk viti hvert það á að leita. Thelma Hrund Hermannsdóttir Þórshöfn í Færeyjum. Mynd/aðsend kristinnhaukur@frettabladid.is færeyjar Hið færeyska Óðalsfélag, samtök bænda og landeigenda, hafa varað við ásælni erlendra auð- kýfinga í færeyskar jarðir. Landeig- endum eru boðnar háar fjárhæðir. Í viðtali ríkissjónvarpsins KVF við Niels Pedersen, formann Óðals- félagsins, kemur fram að það komi margar fyrirspurnir frá bæði auð- kýfingum og fyrirtækjum. Bæði um að kaupa jarðir undir frístundahús og atvinnustarfsemi, svo sem hótel. Varar Pedersen landeigendur við því að selja jarðir sínar, jafnvel þó að boðið sé vel í þær. Færeysk lög eru strangari hvað varðar jarðakaup útlendinga en þau íslensku. Samkvæmt lögum frá árinu 2021 geta aðeins færeyskir eða danskir ríkisborgarar, eða þeir sem hafa haft fasta búsetu í Færeyjum í fimm ár, keypt jarðir. Þau fyrir- tæki sem kaupa jarðir verða að hafa höfuðstöðvar í Færeyjum. Jarðakaup útlendinga hafa verið mikið í deiglunni á Íslandi, meðal annars eftir að Fréttablaðið greindi frá kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni í Skorradalshreppi. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segir að það sé ekkert hald í íslenskri löggjöf til að koma í veg fyrir jarðakaup erlendra auðkýfinga. n Auðkýfingar reyna að kaupa færeyskar jarðir Ef íslensk stjórnvöld skylduðu álverin á Íslandi til að nýta raforkuna sem þau fá í jafn ríkum mæli og Norsk Hydro gera mætti spara orku sem nemur framleiðslu Hvamms- virkjunar, að því er útreikn- ingar Landverndar sýna. ser@frettabladid.is OrKUMÁL Hægt er að mæta allri raforkuþörf vegna orkuskipta á Íslandi árið 2030 með því að skylda þau álver sem hér starfa til að nýta raforkuna jafn vel og álver í öðrum löndum gera að meðaltali. „Afleiðingarnar eru sóun,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar, en félagið heldur ofangreindu fram eftir að hafa lagst í rannsóknir á orkunotkun stóriðjunnar hér á landi og hvernig hún getur nýtt orkuna betur. Þær sýna öðru fremur að myndu íslensk álver nýta orkuna eins og almennt gerist annars staðar skipti það miklu máli fyrir orkubúskap á Íslandi. „Kannski er þessi sóun til staðar á Íslandi vegna þess að raforkan til stóriðjunnar er ódýr í samanburði við önnur lönd, sérstaklega í ljósi mikilla hækkana á orkuverði á síð- asta ári á meginlandi Evrópu,“ bætir Auður við. Forkólfar Landverndar telja að hægt sé að mæta fyrirliggjandi eftirspurn vegna orkuskipta á næstu árum með breytingum á starfs- háttum álveranna, en þau nýta nú 64 prósent af allri raforku sem fram- leidd er á Íslandi. „Með öðrum orðum þarf ekki að eyða fé í nýjar virkjanir né spilla náttúrunni til að mæta næsta kafla orkuskiptanna,“ bendir Auður á. Árið 2021 hafi verið framleidd 836 þúsund tonn af áli á Íslandi og í framleiðsluna hafi 12.454 gíga- vattstundir verið notaðar. Sam- kvæmt þessum tölum hafi því 14,9 kílóvattstundir verið notaðar til að framleiða hvert kíló af áli, að meðal- tali. Verst sé orkunýtingin í álverinu í Straumsvík. Heimsmeðaltal raforkunotkunar við álframleiðslu sé 14,1 kílóvatt- stund á hvert kíló af áli, en nágrann- ar okkar í Noregi, Norsk Hydro, noti minna en það, eða 13,8 kílóvatt- stundir fyrir hvert kíló af áli. Norsk Hydro hafi svo kynnt nýja tækni í álverinu í Karmyöy sem fari með orkunýtinguna í 12,3 kílóvatt- stundir á hvert kíló af áli. „Íslensk álver standa sig þannig illa í orkunýtingu í öllum saman- burði, bæði hvað varðar meðal- notkun á heimsvísu og við notkun Norsk Hydro að meðaltali, að ekki sé talað um enn frekari tæknifram- farir í orkunýtingu sem boðaðar hafa verið,“ segir Auður. Með þeirri einu aðgerð að skylda álverin til þess að nýta orkuna jafn vel og Norsk Hydro gerir að meðal- tali mætti spara 919 gígavattstundir á ári, án þess að draga úr fram- leiðslu. „Þetta samsvarar um 4,7 pró- sentum af allri raforkuframleiðslu á Íslandi árið 2021 og er umtals- vert meira en áætluð framleiðsla Hvammsvirkjunar,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir. n Íslensk stóriðja sögð sóa raforkunni í miklum mæli Áætluð orkusóun íslenskra álvera jafngildir áætlaðri framleiðslu Hvammsvirkjunar samkvæmt útreikningum Land- verndar. Verst mun orkuýtingin vera í álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/hari gar@frettabladid.is MOsKva Xi Jinping, forseti Kína, hóf í gær þriggja daga heimsókn til Moskvu. „Við gleðjumst yfir að kær vinur okkar, Xi, er í Moskvu,“ sagði Vla- dímír Pútín, forseti Rússlands. Xi og Pútín ræddu meðal annars stöðu mála í Úkraínu og efnahags- mál. Pútín sagði viðræðurnar hafa verið uppbyggilegar og að hann vonaðist eftir stöðugu samband við Xi og kvað Kína vera mikilvægasta viðskipta- og efnahagsfélaga Rúss- lands. Xi sagði Kínverja hlutlausa í átök- unum í Úkraínu. „Við erum hlynnt friði og hlynnt samtali,“ sagði Xi. n Heimsótti Moskvu og hlýddi á Pútín Xi Jinping, forseti Kína katrinasta@frettabladid.is saMféLag Starfsfólk Fjörheima, félagsmiðstöðvar í Reykjanesbæ, fer í vikunni af stað með fræðslu um samfélagsmiðla, orkudrykki og samskipti, sem verður SOS með upphafsstöfum orðanna og kallast því SOS fræðslan. „Það sem við tökum mest úr þess- ari fræðslu er það sem við fáum að heyra beint frá börnunum um hvernig þau eru að upplifa hlutina, hvað mætti betur fara og þeirra hugmyndir. Þau vita oft best,“ segir Thelma Hrund Hermannsdóttir aðstoðarforstöðumaður Fjörheima . Hún segir mikilvægt að geta ein- blínt á andlega líðan og heilsu barna „Kannanir Rannsókna og grein- ingar sýna að líðan ungmenna á Íslandi er ekki góð,“ segir Thelma og að margir þættir geti haft áhrif á en tekin hafi verið ákvörðun um að einblína á þessi atriði í fræðslunni. Miðað er við aldurstakmark sam- félagsmiðlanna, sem er þrettán ára, þó ljóst sé að yngri börn séu mörg komin með aðgang að miðlunum. Fræðslan er unnin út frá skýrslu Fjölmiðlanefndar um börn og net- miðla og í samstarfi við foreldra- félög grunnskólanna í Reykjanesbæ. Félagsmiðstöðin hefur áður verið með fræðslu um orkudrykkjaneyslu ungmenna fyrir foreldra sem skilaði góðum árangri að sögn Thelmu,því er notuð sama formúla núna. „Nálgunin hjá okkur er gagnvirk þar sem við viljum eiga samtalið við ungmennin og láta þau gera verk- efni í kringum þetta til að fá þau til að hugsa,“ segir Thelma. „Við höfum tileinkað okkur að fara ekki inn í bekkina og vera með boð og bönn. Við erum bara að setja þessar upplýsingar og staðreyndir fyrir ungmennin og foreldrana til að þau geti tekið upplýstar ákvarðanir fyrir sjálf sig. Svo að þau viti að hætt- urnar eru þarna úti og ef þú tekur réttar ákvarðanir og notar gagn- rýna hugsun þá getur þú komist hjá hættum.“ Í myndböndunum eru einstakl- ingar sem tengjast á einhvern hátt Reykjanesbæ og börnin kannast við. „Við tókum niður staðreyndir um íslensk ungmenni og notkun þeirra á miðlunum. Við fengum fólk til að gefa okkur sín einlægu viðbrögð við staðreyndunum,“ segir hún: „Í einu myndbandinu spyrjum við fólk hvort það viti hvar það geti tilkynnt hatur á netinu og óviðeig- andi efni en enginn gat svarað því. Það er rosalega mikilvægt að fólk viti hvert það á að leita.“ n Enginn vissi hvert ætti að tilkynna hatur á netinu 6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 22. mARs 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.