Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 11
En allar þessar stað-
reyndir mega sín lítils
gagnvart heittrúaðri,
en lítt rökstuddri sann-
færingu ESB-sinna.
Mér er bæði ljúft og skylt að svara
ESB-Ole Antoni Bieltvedt. Ekki af
því hann er aldraður, enda hlýt ég
glöð að una við það, 35 ára gömul,
að vera ítrekað kölluð ung af
honum. Það er stytting frá að vera
„ung og fönguleg“, eins og ég var í
síðustu ritröð hans.
1. Ole segir mig villa um fyrir
lesendum með því að tiltaka að
vaxtaprósentan í „evru-löndunum
26“ (eru reyndar 20) sé jafn mis-
jöfn og löndin séu mörg. Evrópski
seðlabankinn ræður stýrivöxtum í
þessum 20 löndum. Vaxtakjör ríkis-
sjóða, almennings og banka eru á
hinn bóginn mjög svo misjöfn milli
landanna. Um það verður ekki deilt.
Og í f lestöllum löndum á evr-
usvæðinu eru breytilegir vextir
regla fremur en undantekning og
hafa þeir hækkað stórlega. Fastir
vextir eru þar ófáanlegir til lengri
tíma en 5 ára, að mér er tjáð.
Ekki eitt vaxtastig á evrusvæði
2. Ole segir mig ekki fara í „saumana
á því, af hverju vextir séu helmingi
hærri hér, við sömu verðbólgu-
skilyrði“ og dregur svo sjálfur þá
ályktun að það sé „krónu/evru-
spurning“. Um það vísa ég til
umfjöllunar úr fyrri grein minni
þar um, m.a. um hagvöxt og hátt
atvinnustig hérlendis sem Ole
nefnir auðvitað ekki einu orði.
Atvinnuleysi hér var þannig 3,6%
í janúar sl. Meðalatvinnuleysi á
evrusvæðinu samkvæmt OECD var
hins vegar 6,7% á sama tíma, þar af
yfir 7% í Frakklandi og 13% á Spáni.
Meðaltal atvinnuleysis ungs fólks á
evrusvæðinu var reyndar tæp 15%
á sama tíma.
Þá fjallaði ég sömuleiðis um það
að ekki væri hægt að setja sama-
semmerki milli vaxta, og ann-
arra lánskjara, og aðildar og ekki
heldur myntar. Vaxtaprósentan
segði aukinheldur ekki alla söguna
þar sem vextir væru mjög lágir.
Meðal annars þyrfti að skoða hvort
stöðnun ríkti í viðkomandi ríki (eða
hvernig er það, Ole?). Samanburður
á hagvexti í Evrópusambandinu og
Íslandi telst langt í frá vera aðild
til framdráttar, enda er hagvöxtur
sjaldan ræddur af ESB-sinnum. Ekki
frekar en atvinnustig.
ESB getur sjálfu sér um kennt
3. Ole telur það vekja „undrun“
að ég skuli fullyrða að ESB-leið-
togar beri ábyrgð á orkukrísunni
í Evrópu. Pútín beri enda ábyrgð á
henni. Þá segi ég það enn og aftur
fullum fetum: Forystumenn í ESB
juku við viðskipta- og hagsmuna-
tengsl við rússnesk stjórnvöld þrátt
fyrir ógnartilburði og árásargirni
þeirra – m.a. eftir árásina á Krím-
skaga – og eru ábyrgir fyrir því að
álfan er mjög háð rússneskri orku.
Þeir munu hljóta ævarandi skömm
fyrir og sömuleiðis þeir sem bera í
bætifláka fyrir eða reyna að hylma
yfir aðgerðir þeirra með eftir á sögu-
skýringum.
4. Mest um vert er auðvitað að
Ole telur fráleitt af mér að telja að
við ættum að miða hagsmunamat
af inngöngu í ESB við það, hvernig
öðrum þjóðum hafi vegnað innan
sambandsins. Það sé „grundvallar-
misskilningur“ af minni hálfu. Ole
vill nefnilega byggja einvörðungu á
því hvernig okkur vegnar.
Sem er reyndar nákvæmlega þau
rök sem ég hef borið á borð! Sýni-
lega fyrir daufum eyrum sumra.
Þannig hef ég bent á það að þrátt
fyrir verðbólgu og aðrar áskoranir
hefur kaupmáttur allra tekjuhópa
aukist hér verulega á síðustu árum.
Að laun séu mjög há í alþjóðlegum
samanburði og hafi hækkað hér
u.þ.b. tvöfalt meira á undanförnum
árum en í helstu samanburðarríkj-
um. Tekjur íslenskra heimila hafi
þannig aukist og vanskil íslenskra
heimila á lánum hafa ekki mælst
lægri í langan tíma. Að aldrei hafi
færri heimili átt erfitt með að ná
endum saman. Ég hef bent á hátt
atvinnustig og mikinn hagvöxt
hérlendis. Ég hef bent á að hér sé
hlutfallsleg fátækt minnst af OECD-
ríkjunum. Og þrátt fyrir að lífskjör
fari almennt versnandi í heiminum,
þá fari þau batnandi í Íslandi og séu
þau þriðju bestu í heiminum sam-
kvæmt lífskjararannsókn Sam-
einuðu þjóðanna. Á eftir Sviss og
Noregi, vel að merkja.
En allar þessar staðreyndir mega
sín lítils gagnvart heittrúaðri, en lítt
rökstuddri sannfæringu ESB-sinna.
5. Ole segir meginorsök verðbólgu
í Evrópu vera hækkun orkuverðs,
sem eigi ekki við hér og sé því ekki
verðbólguvaldur. Það er skrítin hag-
fræði, enda skýra innfluttar vörur
stóran hluta af verðbólgunni hér-
lendis. Þær verða sannarlega fyrir
áhrifum af hækkun orkuverðs.
Auk þess hefur hækkandi verð á
innfluttum aðföngum í byggingar-
iðnaði auðvitað áhrif á húsnæðis-
markaðinn.
Rangfærslur um innleiðingu
Og þótt mér gefist ekki pláss (eða
tími, þrátt fyrir mjög ungan aldur)
til að leiðrétta allar rangfærslur Ole,
má við þetta bæta:
A) Við tökum upp um 13% ESB
gerða í gegnum EES-samstarfið
(9.028 af 67.158 gerðum á árunum
1994-2016, sbr. skýrsla utanríkis-
ráðuneytisins Gengið til góðs). Ekki
90% gerða eins og Ole og fleiri ESB-
sinnar halda fram til þess að grafa
undan EES-samningnum.
B) Það er einfaldlega alrangt að
við fengjum við ESB-aðild „neit-
unarvald gagnvart öllum helztu
stefnumálum og ák vörðunum
sambandsins“. Vonandi segir Ole
það ekki gegn betri vitund. Ein-
róma samþykki við ákvarðana-
töku í ráðherraráði ESB, valdamestu
stofnun sambandsins, heyrir enda
nánast sögunni til. Á til að mynda
ekki við um sjávarútvegs- og orku-
mál. Hvaða „helztu stefnumál“ eru
Íslendingum annars mikilvægari?
Engar varanlegar undanþágur
C) Ole fullyrðir að við myndum
halda „fullum yfirráðarétti yfir
okkar auðlindum, fiskimiðum, eins
og Malta, þegar hún varð aðildar-
ríki.“ Talandi um grundvallarmis-
skilning eða þaðan af verra. Við
inngöngu í ESB þyrfti Ísland að
gangast undir hina sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu. Engar varanlegar
undanþágur hafa nokkurn tímann
verið veittar frá henni – ekki heldur
til Möltu. Gjaldið sem Íslendingar
þyrftu að greiða fyrir aðild að ESB
væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir
fiskimiðum okkar. Þetta kom skýrt
fram í aðlögunarferlinu sem hófst
2009 og lauk 2013.
D) Smæð markaðarins veldur
því að erlendar smásölukeðjur og
bankar hafa ekki áhuga. Eða forðast
þessar einingar Svíþjóð og önnur
ESB-ríki sem nota ekki evru? Nú eða
Sviss og Noreg?
Það er ágætt að Lars Jonung og
Ole telji okkur mundu hafa orðið
„mun ríkara land“ með annað pen-
ingakerfi. Ég tel að við getum vel við
unað að vera eitt ríkasta land í heimi
og með ein bestu lífskjör í heimi. n
Langt svar ungrar konu um evru og ESB
Diljá Mist
Einarsdóttir
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins
TIL Á LAGER
Ofnar frá
Sýningarsalur
Draghálsi 4
Sími: 535 1300
verslun@verslun.is
Besti vinurinn
í eldhúsinu
FréttaBLaðið skoðun 1122. marS 2023
MIðVIkuDAGuR