Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 bakþankar | Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Önnu Sigrúnar Baldursdóttur Fjármálastarfsemi byggir á trausti. Sem er dálítið merkilegt í ljósi þess að fátt virðist fallvaltara en einmitt fjármálastarfsemi. Á vef Harvard Business School er til dæmis sorglega skondin gagnvirk mynd þar sem maður getur fylgt bankakrísum frá árinu 1800. Það líður vart það ár þar sem eitthvað er ekki í klessu þó áhrifin séu mis- mikil á heimsbyggðina. Gúgglið þetta endilega (Global Crises Data by Country). Nú falla bankar austan hafs og vestan og ekki laust við að hugur- inn reiki aftur til ársins 2008. Hinir örlagaríku dagar að haustinu og eftirleikurinn allur – „hrunið“ – þið munið. Margt hefur verið unnið síðan þá til að styrkja stoðir fjármálakerfisins og er það vel. Það væri gott ef traustið sem byggðist upp í Covid hefði ekki horfið jafnhratt og raun ber vitni. Forystan þá var fagleg og ótvíræð hjá þríeykinu sem stóð í stafni og árangurinn eftir því. Vandinn er sá að í þessari krísu hefur ekki tekist að efla traust á þeim stofnunum sem helst þyrftu einmitt nú að geta sýnt að þær séu traustsins verðar. Þannig hafa í aðdragandanum bæði Alþingi og Seðlabanki Íslands tapað miklu trausti í traustsmælingum meðal almennings. Ég hef heyrt allar fráskýringarnar um að traust fari almennt minnkandi í heiminum og þannig er það vafalaust. Réttu viðbrögðin eru þó tæpast að yppta öxlum í uppgjöf og horfa í hina áttina. Við þurfum þvert á móti að horfast í augu við það hverja sem við veljum til forystu, hvort heldur er í stjórnmálum, stofnunum, samtökum eða fyrir- tækjum og spyrja hvort þau séu traustsins verð. Það skiptir máli hver stjórnar. n Traust N Ó I S Í R Í U S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.