Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 12
Það er klárlega séns að halda sér uppi. Það hefur aldrei vant- að upp á stemminguna þó úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Jón Dagur Þorsteinsson. Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Það styttist óðfluga í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni Evrópumótsins 2024. Leik- menn eru brattir fyrir kom- andi verkefni. helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld þegar liðið mætir Bos- níu og Hersegóvínu á útivelli í afar áhugaverðri rimmu. Leikmenn íslenska liðsins hafa æft í Munchen undanfarna daga til að undirbúa sig fyrir leikinn. Það sama verður uppi á teningnum í dag. Strákarnir taka æfingu hér í Munchen áður en haldið verður yfir til Bosníu. Verður æfingin í Bæjara- landi því sú síðasta fyrir leikinn mikilvæga í Bosníu. Leikurinn sjálfur fer svo fram í borginni Zenica. Allir æfðu Allir leikmenn Íslands voru klárir í æfingu á æfingasvæði stórveldisins Bayern Munchen í gær. Einn leik- maður sem æfði verður þó fjar- verandi í leiknum í Bosníu. Það er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sem verður í banni. Ljóst er að ekki er ákjósanlegt að vera án leiðtogans í svo mikilvægu verkefni en aðrir munu þurfa að stíga upp. Aron kemur hins vegar aftur inn í liðið eftir leikinn við Bosníu og verður klár í slaginn gegn Liechtenstein á sunnudag. „Maður finnur það að menn eru vel gíraðir í þetta. Það eru mikilvæg- ir leikir fram undan,“ segir Arnór Sigurðsson, leikmaður íslenska liðs- ins, brattur í aðdraganda leiksins. Hann telur íslenska liðið hafa tek ið f ramför um undanfar in misseri. Miklar breytingar urðu á hópnum í kjölfar þess að Arnar Þór Viðarsson tók við en virðist blandan nú orðin nokkuð góð og ástæða til bjartsýni. „Við tókum skref fram á við saman í fyrra. Það eru samt enn þá hlutir sem við viljum bæta. Við vilj- um byggja ofan á það sem við erum að gera og þá er engin spurning að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur.“ Stemningin upp á tíu Jón Dagur Þorsteinsson var einn- ig til viðtals og tekur hann í sama streng og Arnór. Kantmaðurinn knái segist afar jákvæður og að hann finni fyrir rífandi stemningu á meðal landsliðsmanna Íslands. „Það hefur aldrei vantað upp á stemninguna þó úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Það breytist ekk- ert núna,“ segir Jón Dagur. „Þetta verður hörkuleikur. Þeir voru að skipta um þjálfara svo það verður kannski erfitt að greina hvernig þeir ætla að spila. Við verðum bara klárir í allt.“ Arnór segir íslenska liðið ætla sér að byrja undankeppni EM á bestu mögulegu nótunum, með því að sækja sigur til Bosníu á erfiðum útivelli. „Það er engin spurning að við förum þangað til að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru harðir í horn að taka og þetta verður slagur.“ Möguleikinn til staðar Auk Bosníu og Íslands eru í und- anriðlinum Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liechtenstein. Það er ekkert launungarmál að riðill- inn sem Strákarnir okkar eru í er ákjósanlegur. Arnór tekur undir það. „Ég tel að við séum í góðum séns. Við verðum að setja kassann út og hafa trú á því.“ Eftir leikinn gegn Bosníu mun íslenska liðið ferðast til Liechten- stein og mæta þar heimamönnum. Ljóst er að það verður allt öðruvísi leikur en þó verkefni sem þarf að klára. „Við erum ekki farnir að setja okkur stigamarkmið strax fyrir þessa tvo leiki. Við vilum bara fá jákvæð úrslit í báðum leikjum og byrja þessa undankeppni með sterkum hætti.“ n Allir leikmenn klárir í bardaga í Bosníu Það hefur farið vel um íslenska liðið í Þýska- landi. Í dag heldur liðið til Bosníu með einkaflugvél og mætir þar heimamönnum á fimmtudag. Fréttablaðið/ Helgi Fannar Kynntu þér dreifinguna www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar@ frettabladid.is skrifar frá Munchen helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Sævar Atli Magnússon og félagar hans í Lyngby hafa verið á miklu flugi í dönsku úrvalsdeildinni undanfarið eftir brösótt gengi fyrir áramót. Hann segir þjálfara liðsins, Frey Alexandersson, eiga mikið hrós skilið. Góður árangur Sævars með Lyngby skilaði sér í sæti í íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Bosníu og Liechtenstein í undan- keppni EM 2024. „Þjálfarinn getur valið úr öllum leikmönnum á Íslandi svo ég er mjög glaður að vera hérna. Það er heiður og ég ætla að nýta þetta til hins ýtrasta,“ segir Sævar. Honum líst vel á viðureignina við Bosníu, sem fram fer ytra annað kvöld. „Mér líst hrikalega vel á þetta. Þetta verður áhugaverður leikur að því leyti að þetta er fyrsti leikur hjá nýjum þjálfara hjá þeim. Við vitum ekki enn hvernig völlurinn er og þurfum að vera klókir.“ Sem fyrr segir hefur Lyngby staðið sig vel undanfarið. Í síðustu þremur leikjum hefur liðið sigrað stórliðin Bröndby og Midtjylland og gert jafntefli við Horsens. Enn eru þó sjö stig í öruggt sæti en hins vegar eru tíu leikir eftir nú þegar deildinni hefur verið skipt upp og hefst úrslitakeppnin innan tíðar.. „Það er klárlega séns að halda sér uppi,“ segir Sævar brattur. Það var allt annað að sjá til Lyngby þegar liðið kom til baka eftir vetrarfrí. „Þetta var nýtt mót. Það kom tveggja mánaða frí og svo byrjuðum við aftur og spiluðum pressulausir. Menn í klefanum vilja meina að það sé bara skautað yfir okkur í allir umræðu í Danmörku.“ Sævar segir að hann og liðsfélag- arnir í Lyngby ætli að halda áfram að minnka forskot liðanna fyrir ofan sig. „Við erum búnir að ná einu liði, komnir í ellefta sæti. Nú er það bara að ná því næsta. Nú erum við bara að elta næsta lið. Þetta er alveg hægt. Það er fullt af úrslitaleikjum eftir. Ætli maður fái ekki nokkur spor í viðbót við að berjast fyrir lífi okkar í þessari deild?“ segir Sævar léttur í bragði, en það þurfti nefnilega að sauma hann á dögunum eftir slæmt höfuðhögg í leik í Danmörku. Sævar segir Frey eiga mikið hrós skilið fyrir starf sitt hjá Lyngby. „Við vorum að tapa mikið af 50/50 leikjum í fyrra en mér fannst mórallinn aldrei slæmur. Auðvitað vorkenndum við okkur mikið. Þetta var vegna einstaklingmistaka og þess háttar. Hann var bara dug- legur að halda okkur á tánum. Ég held að við séum að græða á því nún hvað gæðin á æfingum eru mikil og tempóið gott.“ n Halda í vonina um að geta bjargað sér frá falli Sævar Atli er nokkuð óvænt mættur í íslenska landsliðið. Fréttablaðið/getty 12 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 22. mARs 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.