Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Ef við áttum okkur á því hvaðan ruslið er að koma er ekki úr vegi að láta við- komandi ábyrgðar- menn vita. Garðar Örn Úlfarsson gar @frettabladid.is Nýlega sagði Fréttablaðið frá sölu jarðarinnar Horns í Borgarfirði til kanadísks auðmanns. Hið stór- brotna Skessuhorn er að hluta til í landi Horns. Blés salan aftur lífi í umræðu um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu undir gangast Íslendingar reglur sem heimila öllum á því svæði að kaupa lönd og aðrar fast- eignir hérlendis. Það sama gildir um rétt Íslend- inga í öðrum aðildarlöndum samningsins. Krafa hefur verið uppi meðal landsmanna um að komið verði í veg fyrir að erlendir auð- menn kaupi hér jarðir. Einna háværust hefur sú umræða verið í kring um stórfelld uppkaup eins ríkasta manns Bretlands, Jims Ratcliffe, á lax- veiðijörðum á Norð-Austurlandi. Sumarið 2018 voru landakaup Ratcliffs í fréttum og Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði um stöðu jarðamála á Facebook. Benti Sigurður á að um 30 prósent jarða væru í eigu fyrirtækja. „Ef jarðir eru í eigu erlendra fyrirtækja er nær ómögulegt að rekja hverjir hinir raunverulegu eigendur eru,“ undirstrikaði ráðherrann sem kvað góð og gild rök fyrir því að land utan skipu- lagðs þéttbýlis ætti að vera í eigu fólks sem byggi þar og hefði atvinnu af landinu. Það sagði hann gilda jafnt um Íslendinga sem útlendinga. „Eitt af forgangsmálum þessarar ríkisstjórnar er að setja skilyrði við kaup á landi sem taki mið af jákvæðri þróun byggða um land allt,“ skrifaði Sigurður Ingi í júlí 2018. Á árinu 2020 var lögfest frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á ýmsum lögum sem áttu „að stuðla að því að nýtingu lands og réttinda sem því tengjast sé hagað í samræmi við landkosti og með hags- muni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi,“ eins og sagði í frumvarpinu. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkis- ráðherra, var einn þeirra sem gagnrýndu frum- varp Katrínar á sínum tíma. Sagði hann það ekki reisa afgerandi skorður við samþjöppun á eignarhaldi á landi eins og kallað hafi verið eftir. Hann ræðir nú fyrrnefnda sölu á Horni í Borgar- firði í pistli á vefsíðu sem hann heldur úti. „Í núverandi lögum þarf enn undanþágu fyrir kaup á landi ef kaupandinn býr utan EES svæðisins en í þeim skilyrðunum er lítið hald. Hér dugar ekkert annað en skýrt bann,“ skrifar Ögmundur og kynnir tillögu að lausn málsins. „Land sem ekki fer í ásættanlega nýtingu og er ég þá ekki að tala um vindmyllur, á að ganga til samfélagsins fyrir sanngjarnt verð,“ bætir Ögmundur við. Segir hann að leggjast verði yfir verðlagninguna sem megi ekki verða ríki og sveitarfélögum ofviða. Þá er bara að setja á fót matsnefnd ásættanleika og sanngirni. n Sanngjarnt verð Krafa hefur verið uppi meðal lands- manna um að komið verði í veg fyrir að erlendir auðmenn kaupi hér jarðir. Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 30. apríl næstkomandi en það verður í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Plokk á Íslandi heldur úti virkum hópi á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem átta þúsund meðlimir deila myndum af sínu plokki og sinni útivist. Það er ótrúlega magnað að rúmlega átta þúsund manns eigi þetta áhugamál. Við erum að sjálfsögðu með meistaradeild sem æfir daglega og keppir allt árið um kring en við erum líka með áhugafólk sem grípur í töngina á vorin og haustin eða sér um sitt svæði allt árið um kring. Stóri plokkdagurinn er dagur okkar allra. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nærsamfélagi og hvetja aðra til þess sama. Hvetjum sveitarfélögin okkar til að taka þátt, hvetjum vinnustaðinn okkar til að taka þátt, vinnufélaga, skólafélaga og nágrannana í götunni. Skipuleggjum minni viðburði þar sem við komum saman og plokkum svæði í nærsamfélaginu okkar þar sem plast og pappi safnast saman í rokinu allan veturinn. Ef við áttum okkur á því hvaðan ruslið er að koma er ekki úr vegi að láta viðkomandi ábyrgðar- menn vita. Ekki bara láta vita af því heldur biðja við- komandi að ganga betur frá ruslafötum eða gámum því ósjaldan er uppruni rusls óásættanlegur frágangur á ruslaílátum. Núna, þegar um það bil sex vikur eru til stefnu, langar mig að hvetja ykkur öll til að velta því fyrir ykkur hvernig hægt er að nýta daginn í ykkar nágrenni. Er sveitarfélagið ykkar að skipuleggja eitt- hvað, getur þú skipulagt eitthvað? Merki Stóra plokkdagsins er inni á plokk.is þar sem allir geta sótt það og notað það til að merkja sína viðburði með. Þau ykkar sem hafa áhuga á enn meira samstarfi geta sent okkur fyrirspurn á plokk@plokk. is. Plokk er góð útivera, góð samvera og allir geta tekið þátt. Þetta er okkar umhverfi, þetta er okkar framtíð. Vertu með á Stóra plokkdaginn n Stóri plokkdagurinn fram undan Einar Bárðarson áhugamaður um umhverfismál Kynntu þér dreifingu Fréttablaðsins Skannaðu kóðann í snjalltækinu þínu Nánari upplýsingar www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing ser@frettabladid.is Tískumerkin Undarlegasta tískusýning síðustu ára fór fram á göngum Héraðsdóms Reykjavíkur í gærdag þegar ekki færri en tuttugu og fimm karlar gengu á þokkafullan hátt í átt að dómsal 101 þegar þingfesting fór fram í því óhuggulega máli sem kennt hefur verið við klúbb einn í Bankastræti. Einu gildir þótt allur þessi skari karlmanna hafi neitað sök frammi fyrir íslensku réttarkerfi – og ekkert kannast við að hafa ráðist inn á staðinn og veist að starfsmönnum hans með vopnaskaki. Hitt vakti miklu meiri athygli hvernig mennirnir voru til fara, en þar rak hvert tískumerkið annað – og þau af dýrustu gerðinni. Tískuslys Ljóst er af fata- og skartgripavali mannanna að þeir hafa í öllum tilvikum vandað mjög til þess. Öll helstu tískumerkin voru dregin fram svo sem sjá mátti af húfum, hettum, jökkum, bolum, beltum, buxum og skóm – og jafnvel grímurnar sem sumir þeirra höfðu fyrir fésinu voru áberandi móðins. Fyrir vikið er auðvelt að ímynda sér hvernig þessir tískukóngar hafa staðið frammi fyrir fataskápun- um, daginn fyrir þingfestingu, og valið dressið af dæma- fárri yfirvegun og umhugsun. Enginn þeirra vildi greinilega vera eitthvert tískuslys á dóms- degi. n 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 22. mARS 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.