Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 22
Framkvæmdir til framtíðar Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl nk. Sótt er um starfið á landsnet.is. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð uppruna, aldri eða kyni. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem þú segir okkur af hverju þig langar að bætast í hópinn. Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, mannauðssérfræðingur, mannaudur@landsnet.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Við hjá sviði Eigna og rekstrar hjá Landsneti leitum að öflugri manneskju í kre‡andi og ‡ölbreytt starf verkefnastjóra í framkvæmdaverkum. Viðkomandi verður hluti af samhentu teymi sem stýrir stærri framkvæmdum í flutningskerfi Landsnets allt frá undirbúningi í gegnum verkhönnun og áætlanagerð, útboðshönnun, verksamninga og verklega framkvæmd. Fram undan eru spennandi tímar og viðamikil verkefni í uppbyggingu flutningskerfis Landsnets. Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í verk- eða tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Farsæl reynsla af verkefnastjórnun • Vottun og/eða menntun í verkefnastjórnun er kostur • Þekking og reynsla af hönnun og/eða rekstri verksamninga • Þekking og reynsla af öryggis- og umhverfismálum • Framúrskarandi samskipta-, samstarfs- og skipulagshæfni • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi • Jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti Verkefnastjóri í framkvæmdaverkum Umsjón með starfinu hefur Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is). LV er leiðandi lífeyrissjóður sem styður við fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Starfsemin felst í marvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og annarri umsýslu eignasafna og þjónustu við sjóðfélaga. Á liðnu ári greiddi sjóðurinn rúma 26 milljarða í lífeyri til ríflega 22 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignir LV eru ávaxtaðar í fimm eignasöfnum og námu 1.173 milljörðum króna í árslok 2022. Hjá sjóðnum starfar 58 manna samhent liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi. LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV hefur hlotið jafnlaunavottun. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Sérfræðingur á lífeyrissviði Umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. 2022 - 2025 Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að sérfræðingi til starfa á lífeyrissviði sem er eitt fjögurra kjarnasviða sjóðsins. Helstu verkefni sviðsins eru útreikningur lífeyris og ráðgjöf við sjóðfélaga auk þróunar á þjónustu og lífeyrisafurðum. Lífeyrissvið veitir um 22 þúsund sjóðfélögum fjölbreytta þjónustu varðandi eftirlaun, makalífeyri, örorkulífeyri og barnalífeyri. Á sviðinu starfa fyrir sex sérfræðingar í lífeyrismálum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Tölugleggni og góð greiningarhæfni. • Mjög góð Excelkunnátta. • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum. • Rík þjónustulund. • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum. • Geta til að vinna vel í hóp. • Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.