Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 2
Menn eru mismunandi en það er enginn með stjörnustæla eða neitt vesen. Sigurður Sveinn Þórðarson, liðs- stjóri karlalandsliðsins í fótbolta Stuð og stemning á Downs-deginum Fjölbreytileikanum var fagnað í Þróttaraheimilinu í gær á alþjóðlegum degi Downs-heilkennisins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal gesta og skemmti hann sér vel þegar Páll Óskar steig á svið. Í rúman áratug hefur 21. mars verið tileinkaður fólki með Downs-heilkenni en árið 2011 samþykkti Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna að Downs væri ekki galli heldur erfðabreytileiki sem er hluti af mannlegum breytileika. Fréttablaðið/Ernir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur undan- farna daga notið lífsins í Þýskalandi. Liðið heldur á morgun til Bosníu og mætir á fimmtudag heimamönnum, í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins. helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Sigurður Sveinn Þórðar- son, oftast kallaður Siggi dúlla, gegn- ir miklu og mikilvægu starfi fyrir íslenska karlalandsliðið. Hann þarf að ferðast gríðarlega vegna starfsins en hefur gaman af. Siggi dúlla er mörgum kunnur. Hann var lengi búningastjóri íslenska karlalandsliðsins en er nú liðsstjóri. Í því starfi felst mikil ábyrgð og má segja að Siggi sé lykil- maður í undirbúningi liðsins fyrir verkefni sín. „Ég sé um skipulag á öllum ferða- lögum og slíku. Mitt starf er að tryggja að allir komist á sinn stað og að allt sé til alls,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í München. „Ef það er eitthvað sem þeir þurfa þá er ég þeim innan handar.“ Íslenska landsliðið er sem fyrr segir nú statt í München, þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Bosníu og Hersegóvínu á morgun og Liechten- stein á sunnudag. Um fyrstu leiki liðsins í undankeppni Evrópumóts- ins á næsta ári er að ræða, en þangað ætlar Ísland sér. Í dag ferðast liðið til Bosníu. Siggi er búinn að fara og taka út aðstöð- una þar ytra. Það gerir hann fyrir öll ferðalög íslenska karlalandsliðsins og ferðast því mun meira en aðrir. Til að undirstrika það hversu mikið hann ferðast vegna vinnunnar segir Siggi frá því að hann hafi verið 170 daga erlendis á síðasta ári. „Maður er nánast ekki með skatt- skyldu á Íslandi lengur,“ segir Siggi léttur, ljúfur og kátur. Sem fyrr segir er Siggi landsliðs- mönnum innan handar. Það er þó ekkert vesen á þeim að hans sögn og lítið mál að gera þeim til geðs. „Menn eru mismunandi en það er enginn með stjörnustæla eða neitt vesen.“ Hvað leikinn við Bosníu varðar er Siggi spenntur. Leikurinn fer fram í borginni Zenica. „Þetta er skemmti- legt og f lott verkefni. Spennandi staður að fara á.“ Þá að úrslitunum. Aðspurður hvort við munum ekki örugglega hafa sigur gegn Bosníumönnum annað kvöld segir Siggi svo vera. „Jú, klárlega,“ segir Siggi sigurviss. og heldur aftur til starfa í München. n Á ferð og flugi hálft árið svo landsliðið hafi það gott Siggi var í góðu skapi í München í gær. Fréttablaðið/HElgi Fannar N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Embla hrinborð 120 cm og 140 cm reykt eik og nature eik. bth@frettabladid.is UmhverFismál Árni Finnsson, for- maður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hefur með bréfi krafið Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, skýringa. Árni vitnar til viðtals Harðar við RÚV þar sem forstjórinn hafi rætt fólk í  verkefnastjórnum ramma- áætlana sem telji að nóg hafi verið virkjað. Hörður spurði hvort það fólk væri  rétta fólkið til að meta þessi verkefni en nafngreindi enga. Náttúruverndarsamtök Íslands fara fram á að forstjóri Landsvirkj- unar geri grein fyrir því við hvaða einstaklinga sé átt. „Þetta eru sérfræðingar og vís- indamenn og þeir hafa komist að niðurstöðu sem forstjóra Lands- virkjunar líkar ekki,  ég gagnrýni það,„ segir Árni. „Það er óviðeigandi að hann ráð- ist á stóra hópa fólks og nefni ekki hverja hann á við.“ Árni segir náttúruverndarsinna hafa fengið nóg af  svona vinnu- brögðum fyrr á öldinni í deilum um Kárahnjúka. „Þá lá Landsvirkjun ekki á liði sínu að gagnrýna umhverfissinna.“ n Árni fordæmir orð Harðar forstjóra Árni Finnsson, formaður Nátt- úrurverndar- samtaka Íslands birnadrofn@frettabladid.is samFélag Alþjóðlegi kvárdagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Þetta er í annað sinn sem dagurinn er hald- inn hátíðlegur hér á landi en Trans Ísland hélt upp á Kynsegin daginn á árunum 2015-2017 og hann var endurvakinn með nýju nafni á síð- asta ári til að fagna kynsegin fólki. Kvárdagurinn er haldinn á fyrsta degi einmánaðar og er, samkvæmt Trans Íslandi, dagur til þess að halda upp á kvárin í kringum okkur, svip- að og er gert á bóndadegi og konu- degi. Samtökin mæla með að gefa kvári blóm og sýna væntumþykju og þakklæti. n Kvárdagurinn haldinn hátíðlegur Í tilefni dagsins mynduðu nemendur í Árbæjarskóla keðju um skólann sinn. 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 22. mARs 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.