Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 14
Það eru einhverjir töfrar í
þessum lögum og þetta
hefur enn þá áhrif.
Björgvin Halldórsson
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Merkisatburðir |
Þetta gerðist | | 22. mars 1934
Yndislega brosmilda eiginkonan mín,
Aðalbjörg Óskarsdóttir
lést 18. mars á líknardeild
Landspítalans umvafin ástvinum.
Útför hennar fer fram í
Hólmavíkurkirkju laugardaginn
25. mars kl. 14. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon,
0154-26-002010, kt. 470102-4540.
Útförinni verður streymt og má nálgast hlekk á
mbl.is/andlat
Halldór Logi Friðgeirsson og fjölskylda
1794 Bandaríska þingið samþykkir að banna útflutning
þræla og banna breytingar á skipum til þrælaflutn-
inga.
1867 Borgarnes við
Brákarpoll verður
löggiltur verslunar-
staður.
1894 Keppt um
stanley-bikarinn
í íshokkí í fyrsta
sinn.
1895 Bræð-
urnir auguste og
Louis Lumière halda
fyrstu kvikmynda-
sýningu sögunnar í
Parísarborg. sýningin er
eingöngu fyrir boðsgesti.
1924 Þriðja ríkisstjórn Jóns
magnússonar tekur við
völdum og situr í rúm tvö ár
1945 arababandalagið er
stofnað, bandalag arabaríkja.
1948 skáldsaga Halldórs Laxness atómstöðin kemur út og
selst upp samdægurs.
1972 Geirfugladrangur vestur af Eldey hrynur.
1992 Lýðræðisflokkur albaníu vinnur sigur í kosningum og
kommúnistaflokkurinn þarf að víkja.
1993 Intel setur fyrsta Pentium-örgjörvann á markað.
1997 Tara Lipinski verður yngsti heimsmeistari sögunnar í
listdansi á skautum, aðeins fjórtán ára gömul.
2016 35 látast í þremur hryðjuverkaárásum á flugvellinum í
Brussel og lestarstöð í maalbeek í Belgíu.
2017 Fjórir látast og tuttugu særast þegar karlmaður keyrir
bíl á fólk við Westminster-brú í Lundúnum. Á flótta
banar maðurinn lögregluþjóni með hníf.
2020 Indland og Grikkland setja á útgöngubann vegna út-
breiðslu Covid-19.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Gíslína Vigdís Guðnadóttir
Mánatúni 3, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
20. mars sl. Útförin verður auglýst síðar.
Bogi Helgason
Svanhildur Bogadóttir Friðrik Vignir Stefánsson
Kristín Bogadóttir Emmanuel Bodinaud
Diðrik Sveinn Bogason
Jóhanna Vigdís, Romuald Máni, Kristín Helga,
Mímir og Rósa Dís
Alexander Logi og Ríkharður Stefán
Í dag eru sextíu ár liðin frá því
að fyrsta plata Bítlanna kom í
búðarhillur. Bítlaæðið situr enn
í eldri kynslóðinni sem fylgdist
með ungri rokkhljómsveit frá
Bretlandi skjótast upp á stjörnu-
himininn á stuttum tíma.
kristinnpall@frettabladid.is
„Jújú, maður man eftir að hafa farið
og keypt þessa plötu á þeim tíma, ell-
efu ára. Alltaf þegar plöturnar komu
út, þá var farið í strætó og í frímerkja-
búðina við Aðalstræti að kaupa,“ segir
stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson,
betur þekktur sem Bó, þegar talið berst
að fyrstu dögum Bítlaæðisins. Í dag eru
sextíu ár liðin frá því að fyrsta breið-
skífa Bítlanna, Please Please Me, rataði í
búðarhillur um það leyti sem Bítlaæðið
fór á flug út um allan heim.
Á þeim tíma var búið að gefa út smá-
skífur sem nutu gríðarlegra vinsælda og
var því komin eftirvænting eftir fyrstu
breiðplötu sveitarinnar. Ein slík smá-
skífa varð til þess að Björgvin kolféll
fyrir bresku rokksveitinni frá Liverpool.
„Þeir gáfu alltaf út tveggja laga plötur.
Eldri bróðir minn sem var líka í tón-
list sigldi með pabba mínum til Englands
og kemur heim með Love Me Do plötuna
og segir mér að það sé hljómsveit þarna
úti sem sé að gera allt vitlaust. Myndir
af þeim úti um alla veggi og allt brjálað.
Þar kynntist ég lögunum Love Me Do
og Please Please Me,“ segir Björgvin og
tekur undir að eftir það hafi ekki orðið
aftur snúið.
„Þegar ég heyrði þetta fyrst þá breytt-
ist allt. Fram að því var ég að hlusta á
Kanann og á allt aðra tónlist, frá eldri
systkinum mínum. Þegar maður heyrði
þetta kvað við nýjan tón og breytti
stefnunni.“
Platan var sett saman í f lýti á þeim
tíma en sat í þrjátíu vikur í efsta sæti vin-
sældalistans í Bretlandi. Björgvin tekur
undir að hún eldist vel.
„Hún stenst alveg tímans tönn.
Það kemur alveg í ljós hvað þeir voru
góð hljómsveit og vel spilandi, enda
búnir að vera að spila tvisvar á dag í
Hamborg. Síðan fara þeir til Banda-
ríkjanna og slá í gegn og einfaldlega
breyttu menningunni áður en þeir
gáfust upp á að halda tónleika því þeir
heyrðu ekki í eigin flutningi vegna fagn-
aðarláta.“
Björgvin segir að það séu töfrar í
lögum Bítlanna þegar hann er beðinn
um að reyna að setja fingur á það hvað
gerði Bítlana að þessu einstaka bandi.
Alls komu tólf plötur út á átta árum og
fóru tíu þeirra í efsta sæti breska vin-
sældalistans.
„Þeir breyttu öllu, svipað og þegar Led
Zeppelin kom til Íslands. Þá fóru allir
hljómsveitarmeðlimir Íslands heim að
æfa sig því þeir voru svo magnaðir, það
sama á við Bítlana. Það eru einhverjir
töfrar í þessum lögum og þetta hefur
enn áhrif,“ segir Björgvin og heldur
áfram:
„Það er enn þá verið að gefa út endur-
útgáfur og ýmiss konar efni og maður er
alveg heilaþveginn af þessu.“
Stórsöngvarinn telur að Bítlalögin eigi
eftir að njóta vinsælda næstu áratugina.
„Ég held að tónlist þeirra verði áfram
í hugum fólks löngu eftir að ég verð
farinn. Þetta er alveg einstakt og þeir
breyttu tónlistarf lutningi og menn-
ingarheiminum hjá unglingum. Áhrifa
þeirra gætir enn þá víða.“ n
Bítlaæðið lifir enn góðu lífi
Fyrsta plata Bítlanna, Please Please me, naut gríðarlegra vinsælda og var mest selda plata Bretlandseyja í þrjátíu vikur í röð þangað
til næsta plata þeirra kom út. Fréttablaðið/getty
Í dag eru 89 ár liðin frá fyrsta masters-mótinu
í golfi sem er haldið á augusta-vellinum í Ge-
orgíufylki ár hvert. Um er að ræða eitt virtasta
golfmót heims og er mótið talið eitt af risamót-
unum fjórum ár hvert í golfíþróttinni.
mótið hefur sérstöðu sem risamót því það er
eina mótið sem fer fram á augusta-vellinum ár
hvert. Þá fær sigurvegarinn að launum grænan
jakka sem sigurvegari síðasti árs afhendir
honum og þátttökurétt á masters-mótinu til
dauðadags.
Gullbjörninn Jack Nicklaus á enn metið yfir
flesta sigra á masters-mótinu eftir að honum
tókst að landa sigrinum fimm sinnum en Tiger
Woods vantar aðeins einn titil til að jafna met
Nicklaus eftir dramatískan sigur Tigers árið 2019.
Núverandi meistari er scottie scheffler. n
Masters-mótið sett á laggirnar
14 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 22. MARs 2023
mIÐVIKUDaGUR