Fréttablaðið - 22.03.2023, Page 1

Fréttablaðið - 22.03.2023, Page 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT MIÐVIKUDAGUR 22. mars 2023 Í Svíþjóð eru konur sem eignast sitt fyrsta barn yfir 45 ára fleiri en þær yngstu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Svíar benda á að nýbakaðar mæður séu orðnar mun eldri en áður þekktist. Í fyrra fæddust 410 börn í Svíþjóð þar sem móðirin er 19 ára eða yngri en 537 börn þar sem hún er yfir 45 ára. Þannig eiga nú fleiri börn á fyrsta ári móður í eldri aldurshópnum en þeim yngri. Er þetta mamma eða amma sem sækir barnið í leikskólann? Mjög líklega er það móðirin sem er á sama aldri og amman var fyrir nokkrum árum. Árið í fyrra var það fyrsta þar sem eldri mæðurnar urðu fleiri en yngri en þessi þróun hefur verið stöðug á Norðurlönd- unum. Barneignir eru í vaxandi mæli skipulagðar með tilliti til mennt- unar og að koma sér í gott starf, að því er Gunnar Andersson, prófessor í lýðfræði við Stokkhólmsháskóla, segir í netmiðlinum expressen.se. Betur undirbúin Norðurlöndin skera sig úr hvað varðar þessar breytingar enda er aðgengi að tæknifrjóvgun meira en víðast hvar annars staðar. Börn fædd af eldri mæðrum eru oft félagslega betur undirbúin fyrir lífið en börn sem fædd eru af mjög ungum mæðrum. Mæðurnar hafa betri tekjur, félagsleg úrræði, eru með stærra tengslanet og meiri per- sónulegan þroska. Að eignast barn eftir miðjan aldur getur þó haft í för með sér nokkra heilsufarsáhættu. n Nýbakaðar mæður eldast Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Chello og Man Power með þér í liði á breytingaskeiðinu Talið er að karlmenn gangi í gegnum breytingaskeiðið jafnt sem kvenmenn en Man Power er fyrir karlmenn sem eiga við væg stinningarvandamál að stríða. 2 Karlmenn ganga margir í gegnum breytingaskeið ekki síður en konur. Með hækkandi aldri fer magn testósteróns í líkama karlmanna að minnka en 30 prósent karlmanna á sextugsaldri finna fyrir einkennum hormónabreytinga vegna minna magns testósteróns. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 16 Leikskólar meira en tölur á blaði 5 7 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | tímamót | | 14 menning | | 23 Fréttir | | 4 LíFið | | 24 Íslendingar ekki á lista Tónsmíðar með gervigreind Bítlaæðið lifir enn M I ð V I K U D A g U R 2 2 . M A R S| Þetta er hæsta niður- staða sem ég hef séð. Arnar Hafsteinsson, íþróttafræðingur Í gær fór fram þingfesting í Bankastræti Club-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Tuttugu og fimm eru ákærðir í málinu og neituðu þeir flestir sök. Menn- irnir sem ákærðir eru fyrir árásina mættu klæddir merkjavöru af ýmsu tagi, en flestir földu andlit sitt bak við grímur og gleraugu. FréttaBLaðið/VaLLi ORKUMáL Álverin á Íslandi nota að meðaltali meiri raforku til að framleiða hvert kíló af áli en ann­ ars staðar þekkist, að því er nýir útreikningar Landverndar sýna. „Afleiðingin er sóun,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda­ stjóri Landverndar. Ef íslensk stjórnvöld skylduðu álverin hér á landi til að nýta raf­ orkuna sem þau fá í jafn ríkum mæli og Norsk Hydro gera, mætti spara orku sem nemur áætlaðri fram­ leiðslu Hvammsvirkjunar. Sjá Síðu 6 Segja álverin hér á landi sóa raforku Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Land- verndar N Ó I S Í R Í U S Rannsakandi hefur aldrei séð hærra hlutfall alvar­ legrar vöðvarýrnunar en í rannsóknarhópi í Reykjavík. Margvísleg snjóhengjuáhrif. bth@frettabladid.is HeILbRIgðISMáL Arnar Hafsteins­ son, íþróttafræðingur  og stunda­ kennari við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, kynnir á morgun sláandi niðurstöður um vöðvarýrnun eldra fólks í Reykjavík. Arnar gerði rannsókn sem tók til 72 einstaklinga á aldrinum 65–95 ára. Algengar tölur í nágranna­ löndum Íslands eru að 10 –30 prósent  aldraðra séu með vöðva­ rýrnunarsjúkdóm sem kallast sarcopenia. Niðurstaðan úr rann­ sókn Arnars er að 60 prósent Íslend­ inganna sem hann rannsakaði séu með vöðvarýrnunarsjúkdóm. „Þetta er hæsta niðurstaða sem ég hef séð í litteratúr,“ segir Arnar. Þeir sem þjást af alvarlegri vöðva­ rýrnun eru mun líklegri til að detta og meiða sig, brjóta bein og enda á sjúkrahúsi. Þessi eini sjúkdómur kostar Bandaríkin 1,5 prósent af öllu fé sem fer til heilbrigðismála. „Þetta vindur upp á sig eins og snjóbolti.“ Arnar segir að aldraðir fái ekki nógu góðar upplýsingar er lúta að næringu og líkamsþjálfun. „Það hefur komið fram í sam­ tölum að þeir telja sig vera að inn­ byrða prótein þegar þeir eru í raun að innbyrða kolvetni.“ Arnar segir það hans tilfinningu að heilsulæsi hópsins sé mjög ábóta­ vant. „Niðurstaðan er sláandi af því að þetta fólk býr heima hjá sér.“ Arnar slær þó þann varnagla að ef þýði allra 65 ára og eldri væri rann­ sakað yrði talan lægri. Úrtakið hans var þjónustuþegar Hrafnistu. Í þessu samhengi bendir Arnar einnig á að öldruðum hafi snar­ fjölgað og ekkert lát á. Fyrir 120 árum hafi aldraðir verið sjö prósent Íslendinga. Innan tíðar verði aldr­ aðir fjórðungur landsmanna. „Við getum látið fólk anda mjög lengi, en það liggur kannski bara hreyfingarlaust síðustu árin.“ n Heimsmet í vöðvarýrnun Umfangsmikið sakamál

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.