Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Síða 3

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Síða 3
3 I INNGANGUR Árið 1970 rannsakaði danska fyrirtækið Isotopcentralen gerlamengun sjávar á höfuðborgarsvæðinu. Síðan hafa frárennslismál á þessu svæði verið ofarlega á baugi. Árið 1973 kom út "Greinargerð um holræsamál Reykjavíkurborgar með til- liti til umhverfisverndunar" frá gatnamálastjóranum í Reykjavík. í þessari greinargerð er gerð tillaga um lausn á vandamálum vegna mengunar sjávar við Reykjavík og hjá sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur. Gert var ráð fyrir sameiningu allra holræsaútrása í 3 til 4 meginútrásir (Grótta, Laugarnes, Álftanes og hugsanlega Geldinganes), sem lægju tiltölulega langt út fyrir fjöruborð. Tillagan gerði ráð fyrir 2 kostum í sambandi við hreinsun: a) gróf (mekanisk) hreinsun b) fín (líffræðileg, efnafræðileg) hreinsun. Bent var á að kostur a) væri eðlilegur áfangi i síðari kost b). Lauslegur kostnaðarsamanburður gaf til kynna, að kostur b) væri mun dýrari (mörgum tugum milljóna króna dýrari miðað við verðlag í dag). Þar eð ljóst var, að þessi mál yrðu ekki leyst nema með samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, var árið 1974 komið á fót "Samvinnunefnd um frárennslismal á höfuðborgarsvæðinu". I henni áttu sæti fulltrúar frá Reykjavík, KÓpavogi, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Síðan hafa fulltrúar frá Hafnarfirði og Mosfellshreppi bætst við. Nefndin hefur haldið marga fundi og látið rannsaka rnengxm sjávar á svæðinu. Árið 1974 lögðu borgarlæknir og heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar fram svohljóðandi tillögu: "Stefnumörkun um hreinleika sjávar við strendur og voga vegna holræsa- útrása. 1. Áður en skólp er leitt til sjávar skal grófhreinsa það og for- hreinsa í hreinsistöð (m.a. með fitu-, bensín- og olíugildrum). 2. Innan við 100 m fjarlægð frá strönd (flóðborð) skal coligerla- fjöldi í sjó hvergi vera meiri að jafnaði en 1.000 pr. 100 ml. (B-flokkur). 3. Á baðströnd, eða þar sem útivistarsvæði eru við fjörur, ellegar matvælaiðnaður í grennd, skal coligerlafjöldi í sjó, í 100 m fjarlægð frá strönd, vera að jafnaði minni en 100 pr. 100 ml. (A-flokkur). 4. Þegar staðsetning holræsaútrása hefur verið ákveðin, skal fram- kvæma líffræðilega rannsókn á botnsvæði í umhverfi þeirra, eftir því sem nauðsynlegt verður talið." Enn hefur ekki verið gerð sameiginleg áætlun sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu um lausn á vandamálum vegna mengunar sjávar. Hins vegar hafa einstök sveitarfélög komið fram með ákveðnar hugmyndir um lausn vandamálsins, að því er þau sjálf varðar.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.