Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Page 14
Vert er að benda á að í hugmynd 1 er gert ráð fyrir tiltölulega
mörgum hreinsistöðvum. Svimar yrðu ef til vill óhæfilega nálægt
grónum íbúðahverfum (óþægindi vegna lyktar og hávaða við hreinsun).
Enn fremur er það ókostur við þessa hugmynd að hún er tiltölulega
ósveigjanleg gagnvart frekari hreinsun (líffræðileg, efnafræðileg
hreinsunj, ef slíkt yrði talið æskilegt í fjarlægari framtíð, þar eð
viðbótar mannvirki vegna fínni hreinsunar eru frek á landrými. Það
er því ljóst að staðsetning hreinsistöðva er veigamikil ákvörðun í
skipulagi.
Hugmynd 1,5:
Gerlamengun við fjörur í A-flokki er svipuð og í hugmynd 1,0. En við
fjörur í B-flokki yrði mengun víðast hvar undir 100 E-coli pr. 100 ml.
1 C-flokki er miðað við að gerlamengun ætti ekki að verða meiri en
1000 E-coli við fjörur. Hugmynd 1,5 ætti því að uppfylla nokkurn
veginn þær kröfur, sem settar eru fram í stefnumörkun borgarlæknis og
heilbrigðismálaráðs Reykjavíkur frá 1974.
Hugmynd 2,0:
Eins og sjá má á mynd no. 7 má gera ráð fyrir að flestar fjörur myndu
uppfylla kröfur um hreinleika sundlaugarvatns.
Rétt er að taka fram, að kostur við hugmynd 2 er, að ekki er tekin
áhætta í sambandi við botndýralíf á viðkvæmum stöðum (t.d. í Skerja-
firði).
Samvinnunefnd um frárennslismál á höfuðborgarsvæðinu hefur fyrir nokkru
verið falið að gera lauslega kostnaðaráætlun fyrir hinar mismunandi
hugmyndir um langtímaáætlxm (20 ár) fyrir frárennsliskerfi á höfuð-
borgarsvæðinu. Búast má við niðurstöðum á næstiinni. Jafnframt má
gera ráð fyrir að hugmyndirnar breytist eitthvað, áður en ákveðnar
tillögur verða lagðar fyrir stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu.
Þegar ákveðinn valkostur fyrir langtímaáætlun hefur verið valinn, teljum
við eðlilegt að unnin verði skammtímaáætlun (t.d. til 3-5 ára) í
þessum efnum.
Kvaðir á notendur:
1 ofangreindum hugmyndum er ekki gerð grein fyrir kvöðum, sem æskilegt
kynni að vera að leggja á notendur frárennsliskerfa.
Úrgangur frá iðnaðarhverfum og stofnunum getur innihaldið ýmis efni sem
geta valdið mengun, bæði hrein eiturefni og önnur efni, sem valda mengun
ef þau koma fyrir í nógu ríkum mæli. Sum þessara efna (t.d. DDT og
kvikasilfursambönd) geta safnast fyrir í vefjum fiska.
Oft er ekki raunhæft að fjarlægja þessi efni úr frárennslisvatninu,
heldur er yfirleitt mun einfaldara og ódýrara að fjarlægja þessi efni
eða eyða þeim á viðkomandi stað.
óhætt er að fullyrða, að mengun sjávar af völdum iðnaðarfrárennslis sé
lítil á höfuðborgarsvæðinu. Bæði er að iðnaður er tiltölulega minni og
aðrar aðstæður tiltölulega betri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á þeim
stöðum erlendis, þar sem þetta er vandamál (frárennsli fer í sjó,
straumar miklir o.s.frv.). Auk þess eru tiltölulega strangar reglur í
gildi gagnvart notendum holræsakerfisins.