Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 15
15 Eftirfarandi ákvæði sýna kvaðir, sem lagðar eru á notendur frárennslis- kerfisins í Reykjavík (tekið úr reglugerð um holræsi í Reykjavík): 28. gr. Frárennslis frá sjúkrahúsum má ekki leiða út í holræsakerfi bæjarins, fyrr en það hefur verið hreinsað. Borgarlæknir og bæjarverkfræðingur skulu samþykkja hreinsunaraðferð. 29. gr. Þar sem skolp inniheldur mikið magn af fitu (sbr. 14. gr.), skal það leitt í loftræstan fitubrunn. Fitubrunnum skal að jafnaði komið fyrir utanhúss, og þannig að auðvelt sé að hreinsa þá. Frárennsli frá salemum má ekki tengja fitubrunnum. í húsum, þar sem ekki hefur verið séð fyrir sérstökum lögnum fyrir vaska og önnur tæki, sem mikil fita fer í, má koma fyrir fitugildrim á lögnum innanhúss. Fitugildrur skulu gerðar úr málmi, sem tærist ekki, og settar eins nærri tæki því, sem um ræðir, og unnt er. Gerð og frágangur fitubrunna og fitugildra eru háð samþykki bæjar- verkfræðings. 30. gr. Á skolplagnir frá bensinsölustöðvum, smurstöðvum, verkstæðum og öðrum þeim stöðum, þar sem olía eða bensín kann að berast út í holræsakerfi bæjarins, skal setja bensín- og olíugildru. Gildrur þessar skulu hljóta samþykki bæjarverkfræðings og slökkviliðsstjóra, áður en þær eru teknar í notkun. 31. gr. Eigi er heimilt að veita gufu, t.d. frá efnalaugum og þvottahúsum, beint út í holræsakerfið. Skulu ráðstafanir gerðar til að þétta gufuna, áður en henni er veitt gegnum vatnslás út í holræsi. Töluverður misbrestur virðist vera á því að farið sé eftir ofangreindum reglum. Auk þess má benda á, að ofangreindar reglur taka ekki til ýmissa hættulegra eða miður æskilegra efna, sem geta verið í frárennsli frá iðnaði.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.