Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Síða 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Síða 17
Skipulagsgjöld Planning charges í núgildandi skipulagslögum frá 1964 er heimilað að innheimta sérstakt gjald, skipulagsgjald, til þess að standa straum af kostnaði ríkisins við framkvæmd skipulagsmála. Gjald þetta má nema 3°/oo af brunabótaverði hverrar nýbyggingar. Árið 1975 var ennfremur ákveðið, með breytingu á skipulagslögunum, að til viðbótar þessu gjaldi skyldi, "árlega greiða úr ríkissjóði til framkvæmdar skipulagsmála eigi lægri fjárhæð en nemur helmingi skipulagsgjalda liðins árs". Grundvöllur skipulagsgjalda hefur verið töluvert til imiræðu að xmdanförnu. Bent hefur verið á að skipulagsgjald sem reiknað er sem hluti af brunabóta- mati nýbygginga sé að ýmsu leyti hæpinn grundvöllur til að standa straum af nauðsynlegri skipulagsvinnu. Dæmi hafa verið tekin af vegaframkvæmdum, jarðefnavinnslu og skipulagi gamalla bæjarhverfa, sem krefjast oft mikillar skipulagsvinnu, án þess að um nýjar byggingar sé að ræða. Svipuðu máli gegnir um breytingar á notkun bygginga, sem þurfa óft töluverðrar athugunar við. Englendingar hafa um langt árabil haft þann hátt á þessum málum, að nauð- synlegt hefur verið að fá skipulagsleyfi fyrir framkvæmdxmi (þ.m.t. ákveðnum breytingum á notkun bygginga, jarðefnavinnslu o.fl.) aiok byggingarleyfis fyrir byggingar. Með skipulagsleyfi veita skipulagsyfirvöld formlegt sam- þykki til ákveðinnar framkvæmdar fyrir sitt leyti, en byggingaryfirvöld veita síðan byggingarleyfi á svipaðan hátt og tíðkast hér á landi. Algengt er einnig að menn fái bráðabirgða-skipulagsleyfi fyrir fyrirhuguðum fram- kvæmdum áður en lagt er út í kostnaðarsama undirbúningsvinnu, en með bráða- birgðaleyfi taka skipulagsyfirvöld afstöðu í meginatriðum til fyrirhugaðrar framkvæmdar, jafnvel þótt hún sé ekki fullmótuð. í byrjun apríl s.l. tóku Englendingar upp sérstakt gjald fyrir skipulags- leyfi og fer gjaldskrá þeirra hér á eftir (sterlingspund = 16.00 ísl. kr.) Bráðabirgða-skipulagsleyfi ("outline planning permission") 640 kr. / a 0.1 ha. - hámark íbúðir 640 kr. á íbúð - hámark 32. i aðrar byggingar (nema yfir framl. vélar og tæki) 320 kr. á 75 m2 að 40 m2 - hámark - yfir það 32.000 kr. framleiðsluvélar og tæki 640 kr. á 0.1 ha. - hámark námugröftur 320 kr. / a 0.1 ha. - hámark umskráning íbúða 320 kr. bílastæði og aðkoma 640 kr. aðrar framkvæmdir 320 kr. / a 0.1 ha. breyting á notkun 640 kr. breyting á húsum í fleiri íbúðir 640 kr. á hverja íbúð ýmis leyfi 640 kr. auglýsingaskilti við fyrirtæki 160 kr. önnur auglýsingaskilti 640 kr.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.