Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Qupperneq 36
36
Af þessu sést að hægt er að nota Gauss-Kruger vörpun um 21. lengdarbaug til
kortagerðar fyrir kerfisbundna kortagerð, yfirlitskort og tæknileg kort,
allt að mælikvarða 1:10000, sumstaðar jafnvel 1:500, af öllu landinu vestcin
við 18 lengdarbaug. Sama gildir um 6 beltið með miðju 15 lengdarbaug W.GR.
Þegar um tæknilegar mælingar er að ræða er ráðlegt að skipta 6* beltunum í
3' belti. Alþjóðlega skiptingin er þannig að 6* beltunum er skipt í tvent.
Miðbaugar beltanna verða samkv. þessu 24, 21, 18, 15 gráður W.GR.
Það er alveg sama hvaða vörpun er valin, það er alltaf munur á landfræðilegu
(geografisku) norðri og norðurstefnu hnitakerfisins á staðnum.
Þessi mismunur er eftir breidd, (fjarl. í gráðum frá miðbaug) og fjarlægð í
gráðtim frá lengdarbaug svæðisins.
Mism.: fer eftir reglunni
C = dl • sin fi
C = Konvergens
dl = mismunur lengda
fi = landfræðileg breidd
Blaðskipting:
Um blaðskiptingu hér á landi hafa ekki gilt neinar ákveðnar reglur, enda
eru hnitakerfi ekki samræmd. Blaðstærðir og þar með teikniflötur er mis-
munandi ekki aðeins hér heldur einnig á öðrum löndum.
ÞÓ virðist tilhneigingin vera að stefna að Din-stærðum blaða og á hentugan
teiíiriiflöt innan marka blaósins. Til greina gæti komið að nota blaðstærðina
A1 og kortavíddirnar 500x700 mm. Al er 594x841 mm.
Lokaoró.
Hvað svo sem verður ákveðið í þessum málum ætti ekki að leggja neinar skyldur
á bæja- eða sveitarfélög. Æskilegar breytingar, gætu komið við nýkorta-
gerð og endurskoðun eldri korta eða við undirbúning skipulags af stærri svæðum.
Nútíma tölvutækni auðveldar útreikninga, sem voru tímafrekir og kostnaðar-
samir áður. Breyting blaðskiptingar er einnig hægt að gera með öruggari og
auðveldari aðferðiam en áður. Héma hefur einnig orðið ör þróun og hér á
landi eru til bæði tæki til þessa, og menn, sem hafa kunnáttu til þess að
geta framkvæmt umrædd atriði:
Það verður aldrei lögð nóg áhersla á nauðsyn og gagnsemi þess að samræma
mælingar, gagnasöfnun og varðveislu. gagna í einu og sama kerfi þannig að
sem flestir, allir, hafi vitneskju þar um og gagn af.
Landmælingar Islands mæla eindregið með því að eitt og sama kerfi verið
tekið í notkun og mun veita alla þá aðstoð sem stofnunin getur veitt og
efni standa til.
Bragi Guðmundsson
Landmælingar Islands.
Forsíáumynd
Forsíðumynd er eftir Sigrúnu Harðardóttur.
Sigrún er fædd 1954 í Reykjavík. Nám í
tækniteiknun 1972 - 1973. Hóf nám í Mynd-
lista og handíðaskóla Islands haustið 1978
og lýkur námi úr grafikdeild skólans vorið
1981. Heimilisfang: Lyngás 12, Garðabæ,
sími 52648.