Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 3
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUDBORGARSVÆÐISINS 1 1986
3
Gestur Ólafsson
MÁLEFNI
ALDRAÐRA
þ
■ ær þjóðfélagsbreytingar, sem
hafa verið að eiga sér stað á íslandi
undanfarna áratugi, hafa að mörgu
leyti orðið okkur erfiðar og skilið
eftir sig sár. Sumar þessara breytinga
gátum við ekki séð fyrir, en aðrar
hefðu átt að vera nokkuð augljósar,
og undir þær hefðum við getað búið
okkur betur.
Þessar breytingar eru engan veginn
um garð gengnar. Flest bendir nú til
þess að fjöldi aldraðra muni aukast
hlutfallslega mjög mikið á næstu
áratugum, en fólki á atvinnualdri á
hinn bóginn fækka eða standa í
stað. Spá til næstu 50 ára, sem gerð
hefur verið um þróun mannfjölda á
höfuðborgarsvæðinu á vegum
Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins, bendir til þess að öldruð-
um í hverjum árgangi muni fjölga
urn u.þ.b. 1.000 manns en fólki á
atvinnualdri í hverjum árgangi hugs-
anlega fækka um u.þ.b. 500 manns
á þessu tímabili. Á höfuðborgar-
svæðinu er hlutur aldraðra, 65 ára
°g eldri, nú um 11 % af mannfjölda,
en líklegt má telja að hann vaxi í um
25% á næstu 50 árum.
Svipaða sögu er að segja, ef litið er
hl annarra landshluta. Hér er því
ekki um einangrað viðfangsefni að
ræða, heldur mál, sem nauðsynlegt
er að skoða sem fyrst í heild og í sem
víðustu samhengi.
' grundvallaratriðum snýst þetta mál
um það, hvernig sú kynslóð, sem nú
er á atvinnualdri, vill leysa vanda-
mál þeirra sem þegar eru orðnir
aldraðir; hvernig hún vill búa í hag-
lr>n fyrir sína eigin elli og hvaða
hostnað hver kynslóð ber af þessum
aðgerðum eða samþykktum. í víð-
asta skilningi er þetta spurning um
Frh. á bls. 28
SKIPULAG.S-
Höfuðborgarsvæðisins MAL
1. tbl. 7. árg. 1986
Fréttablaðið SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS er gefið
út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7,200 Kópavogi,
sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson.
Hönnun: Bragi Einarsson [MMJSg&uHsf.
Efnisyfirlit
Málefni aldraðra
Gestur Ólafsson
Aldraðir og heilbrigðiskerfið
Jón Snædal
Aldraðir og stofnanaþjónusta
Ársæll Jónsson læknir
Öldrunarmál í Akureyrarlæknishéraði
Halldór Halldórsson yfirlæknir Kleppsspítala
íbúðarmál aldraðra
Hans Jörgensen formaður samtaka aldraðra
Aldraðir og húsnæðismál
Þórður Ægir Oskarsson
Athvarf fyrir aldraða
Sigurður Magnússon
Atvinnumál aldraðra
Jóhanna Sigurðardóttir
Málefni aldraðra í dreifbýli
Stefán Þórarinsson héraðslæknir Egilsstöðum
Félagsstarf aldraðra
Hrafn Sæmundsson atvinnumálafulltrúi
hjá Félagsstofnun Kópavogs
Málefni aldraðra
Adda Bára Sigfúsdóttir
Málefni aldraðra
Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra
Aldraðir: Umhverfi og útivist
Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt
LANi’oB. i
3 8 9 S «
bls. 3
5
8
11
15
18
24
27
29
31
34
36
38