Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 22
22
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
Samfara því þarf að gera öldruðum
fært að minnka við sig húsnæði án
þess að bíða af því fjárhagslegt tjón.
Litlar íbúðir á hinum almenna mark-
aði eru engin „patent"-lausn, því að
þar lenda aldraðir í harðri sam-
keppni við aðra þjóðfélagshópa um
slíkt húsnæði, s.s. einhleypinga og
ungt fólk, sem gjarnan hefur meiri
fjáröflunargetu en ömmur þeirra og
afar.
Því er nauðsynlegt að samræma
fjármögnun íbúða sérstaklega ætluð-
um öldruðum og samfara því að
tryggja að kostir séu fyrir hendi,
hvort sem fólk vill leigja eða kaupa,
og að íbúðirnar verði ávallt nýttar af
þeim aldurshópi, sem þær eru ætl-
aðar.
Það er ekki síður mikilvægt að
skipulagshöfundar hafi Ijósan skiln-
ing á þörfum hinna öldruðu. Stað-
setning húsnæðis fyrir aldraða þarf
að vera þannig að aðgangur að al-
menningssamgöngum, verslunum,
heilbrigðisþjónustu, félags-
miðstöðvum og síðast en ekki síst
útivistarsvæðum sé auðveldur.
Einnig er vert fyrir skipulagshöfunda
og sveitarfélög að vera þess minnug
að aldraðir eru öðrum fremur háðir
fyrra umhverfi, staðbundnum venj-
um og gömlum kunningjahópi. Af
því leiðir að þeir sækjast mest eftir
húsnæði í sínu gamla hverfi.
Stefnumörkun sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu varðandi fjölda og
staðsetningu húsnæðis fyrir aldraða
er óðum að verða að raunveruleika.
En nauðsynlegt er að ítreka þörf þess
að tengja þá uppbyggingu við aðra
þjónustuþætti.
Allir eru sammála um að hönnun
húsnæðis aldraðra þurfi að taka mið
af sérstökum þörfum þeirra, þ.e. þar
þurfi að hafa rúma stiga og ganga,
góða lýsingu, lyftur, baðherbergi
o.s.frv. En ekki þarf síður að gæta
þess að aldraðir einangrist ekki og
taki þann þátt í starfsemi þjóðfélags-
ins sem þeim er unnt.
Eins og tölurnar hér að framan bera
með sér þá hefur umtalsvert átak
verið gert í húsnæðismálum aldr-
aðra á höfuðborgarsvæðinu og jafn-
framt bendir allt til að sú uppbygg-
ing muni halda áfram. Tryggja verð-
ur að sú uppbygging verði markviss
og í skipulegum tengslum við þá
þjónustu og þau umhverfislegu atr-
iði, sem nauðsynleg eru til að
tryggja sívaxandi hópi aldraðra þá
öryggiskennd sem eftirlaunaaldur-
inn gerir kröfu til.
Þórhannes Axelsson: Öldrunarmál:
Könnun á högum og viðhorfum
aldraðra 65 ára og eldri í Reykjanes-
umdæmi; bls. 98-138 (1979).
Ingi Valur Jóhannesson og Jón Rún-
ar Sveinsson, Húsnæðiskönnun á
höfuðborgarsvæðinu 1979, Ijósrit.
2) Sr. Sigurður Helgi Guðmunds-
son:'„Hjúkrunarheimili fyrir aidraða
sem þáttur í öldrunarþjónustu" í
RKÍ: Námsstefna um Öldrunarmál,
III, bls. 61 (1985).
Tilvitnanir
1) Könnun Versluarmannafélags
Reykjavíkur: „Hagir aldraðra", bls.
14-17; 39-43 (1984).
Könnun á högum aldraðra í Kópa-
vogi, bls. 10-23; 61. (Félagsmála-
stofnun Kópavogs, 1985).
Sfoðrit utan þeirra sem getur um í
tilvitnunum:
Námsstefnur RKÍ um öldrunarmál,
1981, 1983 og 1985 (3. hefti).
Námsstefnur Öldrunarráðs íslands
1983 og 1984 (2. hefti).
Tafla 3. íbúðir fyrir aldraija á höfuöborgarsv*<5inu 28. 2. ‘86
I. SVEITARFÉLÖG Byggðar í Aætlaðar
Reykjavík Þjónustuibúðir Söluíbúðir með þjónustu 271 18
Hafnarfjðrður Vemdaðar þjónustuíb. Söluíbúðir með þjónustu 30 42
Seltjarnarnes Söluíbúðir með þjónustu 16 22
Mosfellssveit Þjónustuíbúðir óskilgreint 6 15-20
Kópavogur Óskilgreint 79
11. HAGSM UNASAMTÖK
Hrafnista Hafnarf./Garðabæ Söluíbúðir með þjónustu 28 28
Samtök aldraðra Reykjavík Söluibúðir með þjónustu x 14 66
Verslunarmannafélag Reykjavikur Söluíbúðir með þjónustu x 60
Alls 443 125 =a.125
x Reykjavikurborg byggir upp þjónustuna
AGUST 1915