Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 9
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
9
eldri en 70 ára í dag, og þeir reikna
með að geta fækkað vistrýmum nið-
ur í 3 rými á 100 einstaklinga eldri
en 70 ára með því að efla og skipu-
leggja heimaþjónustu enn betur. í
Motala í Svíþjóð er vel skipulögð
öldrunarþjónusta með öldrunar-
lækningadeild sem þungamiðju.
Fjöldi vistrýma fyrir aldraða er 5,3 á
100 einstaklinga eldri en 70 ára og
mjög gott orð fer af gæðum þjónust-
unar fyrir aldraða á þeim slóðum.
íslenskar kannanir
u
W erslunarmannafélag Reykjavík-
ur gerði athyglisverða könnun á
högum aldraðra verslunarmanna í
Reykjavík 1983. Meðalaldur hóps-
ins var yfir sjötugt og 94% þeirra
töldu heilsu sína góða eða sæmi-
lega. Þótt yfir 90% þeirra byggju í
eigin húsnæði, þá töldu 2/3 hópsins
mikilvægustu hugsmunamál aldr-
aðra vera húsnæðismál. Fram komu
óskir um sérhannaðar íbúðir fyrir
aldraða í fjölbýlishúsi með þjónustu
eða raðhús tengdu við þjónustumið-
stöð. Þá töldu 95% hópsins að æski-
legt væri að auka aðstoð svo að
hægt væri að dveljast sem lengst á
eigin heimili. Athygli vakti einnig í
könnun þessari að á eftir húsnæðis-
málum að mikilvægi komu lífeyris-
tryggingamál, fræðslumál, atvinnu-
mál og því næst heilbrigðismál.
Það kann að vera að ásókn í stofn-
anavist meðal aldraðra kunni að
einhverju leyti af stafa að fyrirhyggju
fremur en bjargarleysi af völdum
dvínandi heilsu. Mikið hefur verið
rætt um að einsemdin sé meiriháttar
böl ellinnar en könnun Asdísar
Skúladóttur og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur: „Aldraðir í nútíma-
þjóðfélagi" (1977) benti ekki til þess
að einmanaleiki lagist við vistun á
stofnun heldur þvert á móti; virðist
tíðni tilfinningar fyrir einsemd vera
algengari á slíkum stöðum. Rann-
sóknir Hallgríms Magnússonar
læknis og prófessors Tómasar
Helgasonar á tíðni geðsjúkdóma
meðal aldraðra hafa leitt í Ijós svip-
aða tíðni elliglapa og meðal vest-
rænna þjóða en elliglöp eru algeng-
asta orsök stofnanavistar fyrir aldrað
fólk. í nýlegri könnun Jóns Brynjólfs-
sonar læknis á sjúkdómsgreiningu
vistþega á stofnunum fyrir aldraða
komi í Ijós að 47% þeirra hafa geð-
sjúkdóm eða elliglöp sem aðal-
greiningu eða vandamál.
Þörf er á frekari rannsóknum félags-
fræðilegs og læknisfræðilegs eðlis
og ekki síst könnun á viðhorfum
aldraðra sjálfra eins og Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur hefur gert.
Kanna þarf einnig betur hugmyndir
Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra um
Sólsetursheimilin. Er það heppilegt
m.t.t. íbúðadreifingar í Reykjavík að
aldraðir safnist saman á stórar stofn-
anir, 400 manns inn í Laugarási og
300 manns vestur á Hringbrautinni?
Væri æskilegra að hafa stofnanirnar
smærri og fleiri t.d. á öðru eða
þriðja hverju götuhorni? Mætti bú-
ast við betri og persónulegri þjón-
ustu og gætu kannski lítil fjölskyldu-
fyrirtæki tekið slíkan rekstur að sér?
Ef svo væri hlyti það að styðjast við
góða þjónustu sjúkrahúsa og sér-
staklega dugmiklar öldrunarlækn-
ingadeildir.
Hvers konar jarðvinnsla,
gröfuþjónusta og vinnuflokkar
fyrir minni og stærri framkvæmdir.
Snjómokstur fyrir stofnanir og
fyrirtæki. Við bjóðum fasta samninga.
Vanir menn. Þrautreynt moksturs-
kerfi. Góð tæki.
Reykjavik
S: 68-52-42
Selfossi
S: (99) 1693