Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 35

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 35
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 35 streita um það, að hve miklu ieyti sjóðurinn skyldi kosta hjúkrunar- stofnanir á vegum sveitarfélaga. Nú- gildandi ákvæði segja, að til slíkra verkefna megi sjóðurinn nota 30% tekna sinna. Meirihluti sjóðsins fer hins vegar í dvalarheimili og þjón- ustuíbúðir en þær eru flokkaðar í tvennt, þjónustuíbúðir og verndaðar þjónustuíbúðir. Lögin um málefni aldraðra náðu síð- an fram að ganga í heild í árslok 1982, en á árinu 1981 hafði heil- brigðismálaráðherra skipað nefnd til að endurskoða fyrra frumvarp. Deilurnar í nefndunum og á Alþingi snérust að mestu um kostnað, hvernig afla skyldi fjár og hve mikils, og hverjir ættu síðan að ráð- stafa fénu. Einnig var mikið deilt um skipulag og nauðsyn þess og um sjálfstæði stofnana. Um rétt stofn- ana til að ráða sjálfar við hverjum þær taka og rétt hinna opinberu að- ila, sem greiða rekstrarkostnað, var einnig deilt. Þessar deilur standa á vissan hátt enn og setja sitt mark á framkvæmd laganna. Væntanlega eru þó flestir sammála um að mark- miðsgrein laganna sé eðlileg og skynsamleg en þar segir: „Markmið þessara laga er, að aldr- aðir fái þá heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda, og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand þess aldr- aða. Lögin miða að því að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf, en að jafnframt sé séð fyrir nauðsynlegri stofnana- þjónustu, þegar hennar er þörf." I samræmi við markmiðsgreinina eru í lögunum ákvæði um þjónustu á heimilum aldraðra, og þar fá sveit- arfélög hvatningu til að veita slíka þjónustu, sem felst í því að sjúkra- samlög eru skylduð til að greiða kostnað af rekstri heimaþjónustu, þó þannig að sveitarfélögin greiða 65% kostnaðar en ríki 35%. Ekki þarf að efa að þessi fjárhagsstuðn- ingur hefur átt sinn þátt í því að heimaþjónusta á vegum sveitarfé- laga hefur aukist verulega eftir til- komu laganna. Heimaþjónustan nær til læknisvitjana, heimahjúkr- unar, endurhæfingar, heimilishjálp- ar, félagsráðgjafar og heimsendingu matar. Það er mikilvægt, eins og segir í markmiðsgrein laganna, að vistun á stofnun verði veitt í samræmi við þörf og ástand hins aldraða og á því þjónustustigi sem eðlilegt er. Ti! þess að svo megi verða þarf þörf aldraðra í hverju sveitarfélagi að vera þekkt, og stjórnendur stofnana þurfa að vera fúsir til að láta mat á þörf ráða hverjir fá vist. Lög um málefni aldraðra fela starfs- liði heilsugæslustöðva og félags- málastarfsmönnum þetta mat. Þarer svo fyrir mælt að við heilsugæslu- stöðvar skuli starfa þjónustuhópar aldraðra sem m.a. sinni þessu verk- efni. Slíkir hópar starfa nú víða á landinu. í Reykjavík hefur ekki verið komið upp starfhæfum hópi, og er það slæmt þar sem einmitt hér í fjölmenninu er brýn þörf á sam- ræmdu mati til þess að úthlutun vist- rýma geti orðið réttlát. Þeir sem eru 67 ára og eldri eiga rétt á greiðslum frá almannatryggingum, en undir þeim greiðslum stendur ríkissjóður að hluta og aðrir launa- greiðendur að hluta. Sumir eiga auk þess rétt á lífeyrisgreiðslum úr sér- sjóðum en oftast er þar um smáar upphæðir að ræða enn sem komið er. Það er eitt af stórverkefnunum sem bíða að samræma þennan mis- jafna lífeyrisrétt og almannatrygg- ingakerfið. Þegar kemur að vistun á dvalar- heimili greiða almannatryggingar uppbót á ellilífeyri, ef tekjur hins aldraða hrökkva ekki til að greiða vistina, og það gera þær sjaldnast. Sá sem fær einhver eftirlaun þarf þó að láta þau ganga upp í vistgjaldið áður en uppbót er veitt, en fær að halda eftir vasapeningum. Komi að vistun á sjúkrastofnun taka sjúkra- tryggingar við greiðslunni á vist- gjaldi að fullu, en á móti kemur að almennur ellilífeyrir fellur niður að frátöldum smávægilegum vasapen- ingum. Sá sem á rétt á eftirlaunum úr lífeyrissjóði fær aftur á móti að halda þeim þegar á sjúkrastofnun er komið. Lögin ætlast til að á þessu verði breyting þannig að greiðslur verði með sama hætti hvort sem um dval- arheimili eða sjúkrastofnun er að ræða, en hinn aldraði haldi eftir til eigin þarfa 25% af tekjum, meðan hann er svo hress að hann getur verið á dvalarheimili, en 15% þegar heilsunni hefur hrakað svo að hjúkr- unarvistar er þörf. Séu eigin tekjur litlar eða engar átti að sjá til þess að vasapeningar væru ofan við ákveðið lágmark. Þetta ákvæði hefur þó ekki komið til framkvæmda væntanlega vegna þess að það hefði valdið ríkissjóði nokkrum útgjöldum til að byrja með, en eftir eitthvert árabil hefði dregið úr kostnaði sjúkratrygginga og byrðin færst að nokkru yfir á lífeyrissjóði. Ekki er hægt að líta á þessa grein sem tæmandi yfirlit um málefni aldr- aðra og hlutverk ríkisins og sveitarfé- laga, en ég hef reynt að grípa á meginþáttum laga og framkvæmd þeirra. Það er mitt mat að lögin um málefni aldraðra hafi um margt reynst gagnleg og að vert sé að huga að endurnýjun þeirra í tíma, en eins og áður sagði gilda.þau aðeins til ársloka 1987.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.