Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 31
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
31
Hrafn Sæmundsson, atvinnumálafulltrúi hjá Félagsmálastofnun Kópavogs
FELAGSSTARF
ALDRAÐRA
C
^#íbreytilegt þjóðfélag, breytt við-
horf og breyttar þarfir fullorðinna
einstaklinga. Allt þetta kallar á
endurmat þeirrar félagslegu þjón-
ustu sem aldraðir eiga nú kost á.
Þetta endurmat verður að byggjast á
því grundvallarsjónarmiði að hætta
að skipta fólki niður á bása eftir
aldri. þetta endurmat verður að
byggjast á þeim þörfum, sem hver
einstaklingur telur sig hafa. Jafn-
framt hlýtur þetta endurmat að vera
fólgið í því að tengja saman aldurs-
tímabil. Það verður enginn gamall á
sextugasta og sjöunda afmælisdegi
sínum, frekar en á einhverjum öðr-
um degi á fullorðinsárunum.
Eigi þessi sjónarmið við rök að styðj-
ast, mætti ef til vill byrja á því að
tengja félagsstarf aldraðra þann
hluta ævinnar, þegar einstaklingur-
inn er á útleið af vinnumarkaði. Það
má ekki gerast að fólki sé kippt út af
vinnumarkaði og inn á lífeyri án
þess að áður hafi verið hugsað fyrir
því, hvernig einstaklingurinn er fé-
lagslega undir það búinn að eignast
nægan frítíma. Aðlögun starfsloka er
mikilvægur þáttur í þeim undirbún-
ingi að verða „löglegt gamalmenni".
Raunar er það mjög misjafnt hver
félagsleg staða fólks er, þegar starfs-
lok nálgast. Margir hafa áhugamál
til að hverfa að, en hinir eru því
miður fleiri, sem lenda í tómarúmi á
þessum tímamótum. Þetta á ekki síst
við um þá kynslóð, sem nú er að
Ijúka starfsævi sinni. Þessi kynslóð á
sér rætur í tímum mikillar vinnu og
langs vinnudags og þess vegna
verða viðbrigðin enn meiri en ella
væri. Vegna þessa er einn þátturinn
í aðlögun starfsloka sá að leitast við
að fólk geti hægt á sér í vinnunni
síðustu árin, en jafnframt notað
auknar frístundir til að öðlast áhuga-
mál. Raunsætt og skynsamlegt væri
að þessi aðlögun hefjist upp úr
fimmtíu ára aldri, þannig að fólk fái
tækifæri til að minnka vinnu sína,
a.m.k. með því að hætta að vinna
aukavinnu. Um sextugt mætti stytta
vinnutímann enn meira. Þetta er
ekki framkvæmanlegt, nema fjár-
hagsdæmið sé reiknað jafnframt.
Fólk hefur nú einfaldlega ekki efni á
að minnka við sig vinnu af þeim
sökum. Það er engu að síður stað-
reynd, að margt fólk er orðið mjög
slitið á þessum aldri og líkamlegri
heilsu þess tekið að hraka. Um þetta
eru að vísu ekki til tölulegar upplýs-
ingar, en allir sem hafa mikil sam-
skipti við þessa aldurshópa vita, að
þetta er vandamál og það vaxandi.
Af þessum orsökum býr fólk á þess-
um aldri við minna öryggi á vinnu-
markaði og á erfiðara að skipta um
vinnu.
Ekki er óeðlilegt að sveitarfélög,
verkalýðsfélög og önnur samtök
fólks taki þessi mál til raunhæfrar
umfjöllunar. Til þess að allir geti átt
kost á hagstæðum ytri félagslegum
skilyrðum til aðlögunar starfsloka
þarf að hafa vissa stýringu á hlutun-
um. Stundum þyrfti ekki nema lítið
til að koma til að fólk gæti skapað
sér möguleika til frjórra áhugamála
á þessu aldursskeiði. Eitt dæmið um
þetta er sú tilraun sem gerð hefur
verið í Kópavogi til að búa til
ramma, sem fólk frá 50 ára aldri
getur notfært sér til að skapa sér ný
áhugamál og fullnægja félagslegri
þörf. Hér er átt við frístundahópinn
Hana nú, en hann starfar á vegum
Tómstundaráðs Kópavogs.
Frístundahópurinn Hana nú er
þannig skipulagður, að einn um-
sjónarmaður á vegum Tómstunda-
ráðs sér um að stýra og skipuleggja
starfið. Hefur Ásdís Skúladóttir fé-
lagsfræðingur þetta verkefni með
höndum. Hér er hins vegar ekki um
„miðstýringu" að ræða heldur fram-
kvæmir starfsmaður þær hugmynd-
ir, sem félagarnir koma með.
Starfsemi frístundahópsins skiptist í
tvo höfuðþætti. Annars vegar eru
stórar aðgerðir, sem mikill fjöldi
tekur sameiginlega þátt í (en skráðir
meðlimir í Hana nú eru nú um 400).
Hins vegar er klúbbastarfsemi þar
sem færri félagar veljast saman eftir
áhugamálum sínum. Þannig eru
starfandi bókmenntaklúbbur, nátt-
úruskoðunarklúbbur, og leikist og
málaralist eru stunduð á námskeið-
um. í allri þessari starfsemi eru