Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 34
34
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
Adda Bára Sigfúsdóttir
S
MALEFNI
ALDRAÐRA
HLUTVERK RÍKISINS OG
SVEITARFÉLAGA
að hefur alla tíð verið eitt af
verkefnum sveitarfélaga á íslandi að
sjá um framfærslu þeirra sem geta
ekki séð sér farborða af eigin ramm-
leik og eiga þess ekki heldur kost að
vera á framfæri fjölskyldu sinnar eða
annarra sem komi þeim í fjölskyldu
stað. Þessi ómagaframfærsla var það
sem snéri að þeim gamalmennum,
sem áttu ekki bjargálna vandamenn.
Með tilkomu almannatrygginganna
minnkaði framfærsluhlutverk sveit-
arfélaganna verulega, en fram-
færslulögin eru þó enn í dag einu
lögin sem leggja sveitarfélögum
skyldur á herðar gagnvart hinum
öldruðu. í frumvarpi að nýjum
sveitarstjórnarlögum, sem lagt hefur
verið fram á 108. löggjafarþinginu
1985, er hins vegar nefnt að meðal
verkefna sveitarfélaga sé aðstoð við
aldraða og rekstur dvalarheimila
aldraðra.
Það er í samræmi við þetta afskipta-
leysi löggjafans að ýmis sveitarfé-
lög, þar á meðal Reykjavíkurborg,
sinntu málefnum þeirra lítið lengi
vel. Það var ekki fyrr en 1965, að
stofnuð var sérstök deild velferðar-
mála aldraðra í félagsmálaskrifstofu
borgarinnar. Þjónustuíbúðir var ekki
farið að byggja fyrr en 1975, en
íbúðir án þjónustu voru byggðar á
árunum 1964-1968. Skortur á dval-
arheimilum og hentugum íbúðum,
þar sem nauðsynleg þjónusta er
veitt, er verulegur í Reykjavík. í árs-
byrjun 1985 voru 10% allra Reyk-
víkinga 65 ára og eldri á biðlistum
eftir húsnæði eða vist á dvalarheim-
ili hjá félagsmálastofnun borg-
arinnar, og þá var talið að næstu
fimm árin þyrfti borgin að byggja
fyrir 300-350 manns. Rétt er að
vekja athygli á því að fæstir þeirra,
sem eru á biðlistum borgarinnar, -
og margir þeirra búa við hreina
neyð, - geta keypt íbúð. Bygging
söluíbúða fyrir aldraða minnkar því
harla lítið þörfina á að byggja leiguí-
búðir með þjónustu og dvalarheim-
ili á vegum borgarinnar.
Með setningu laga um dvalarheimili
aldraðra 1973 var ríkissjóður skuld-
budinn til að greiða 1/3 kostnaðar
við byggingu og búnað dvalarheim-
ila sem byggð yrðu á vegum sveitar-
félaga. Einnig var heimilt að greiða
1/3 kostnaðar þegar einkaaðilar áttu
í hlut. í lögunum var tekið fram að
dvalarheimili aldraðra væru ætluð
öldruðum sem þyrftu ekki á sjúkra-
húsvist að halda. Gert var ráð fyrir
að dvalarheimili gætu jöfnum hönd-
um verið ætluð til dagvistunar og
fullrar vistunar og að íbúðir fyrir
aldraða gætu talist hluti dvalarheim-
ilis.
Lögin gerðu ráð fyrir 3-5 manna
stjórn fyrir hvert dvalarheimili og
skyldu vistmenn og starfsmenn eiga
þar fulltrúa með tillögurétti og mál-
frelsi. Þessi lög höfðu minni áhrif en
æskilegt hefði verið vegna þess að
árið 1975 var ákvæði um hlutdeild
ríkisins í byggingarkostnaði fellt nið-
ur.
Það var heilbrigðisráðuneytið, sem
hafði forgöngu um setningu laganna
um dvalarheimili aldraðra, og það
ráðuneyti tók á ný upp þráðinn
1979. Þá skipaði heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra nefnd til að
gera tillögur um nýja löggjöf varð-
andi heilbrigðis- og félagslega þjón-
ustu fyrir aldraða. Nefndin lauk
störfum í ársbyrjun 1980. Tillögur
nefndarinnar voru síðan endurskoð-
aðar í ráðuneytinu og lagðar þannig
breyttar fram á Alþingi. Verulegur
ágreiningur varð um frumvarpið á
þinginu, en árið 1981 náðist þó
samstaða um þann kafla laganna,
sem fjallar um Framkvæmdasjóð
aldraðra, og þar með voru aftur
komin lög um styrki til bygginga
dvalarstofnana fyrir aldraða.
Tekjur þessa sjóðs koma ekki úr
ríkissjóði heldur byggjast þær á nef-
skatti sem verður á árinu 1986 kr.
1.000. Undanþegnir gjaldi eru þeir
sem eru eldri en 74 ára, og fólk sem
ekki hefur teljandi greiðslugetu.
Nefskatturinn hefur reynst traustari
og varanlegri peningauppspretta en
ákvæði eldri laga um framlög úr
ríkissjóði. í lögunum sjálfum er þó
svo á kveðið, að þau skuli falla úr
gildi í árslok 1987. Ekki þarf að efa
að full þörf verður fyrir sjóðinn,
einnig eftir að það ár verður horfið í
aldanna skaut.
Þingmenn hafa verið að breyta lög-
unum um sjóðinn allt að því árlega,
og hefur þar einkum valdið tog-