Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 25
á það kost á að fá heimsendan mat frá stofnuninni, og frá henni er einn- ig sent fólk inn á heimili til að veita hár- eða fótsnyrtingu. Gestir stofn- unarinnar fá sérstaka sundtíma einu sinni í viku. Böð er unnt að fá eftir þörfum að því tilskildu að gestir komi með handklæði. Aðstoð við þvotta er mögulegt að fá í þvottahúsi stofnunarinnar. Unnt er að fá bækur að láni í bókasafninu en það er útibú frá aðalbókasafni bæjarins. Prestur kemur stundum til viðtals við þá sem vilja notfæra sér þjónustu hans. Einu sinni í mánuði kemur fulltrúi frá banka til ráðlegginga um fjármál. Eg sé ekki betur á bæklingnum, sem ég fékk um stofnunina, en að viku- lega séu haldnir fyrirlestrar um ýmis efni og gefinn er kostur á að skoða söfn og fara í önnur sameiginleg ferðalög til fróðleiks og skemmtun- ar. Dansæfingar virðast skipulagðar. I stofnuninni starfar félagsráðgjafi sem veitir upplýsingar og aðstoðar í margvíslegum réttindamálum. Þar starfa einnig iðjuþjálfi og sjúkra- þjálfari, báðir í hlutastarfi. Ég sé hin fjölbreytilegustu viðfangs- efni á skrá yfir fundahöld, og sam- komur. Mér þykir sérstök ástæða til að geta þess að 29. ágúst sl. hafa fulltrúar stjórnmálaflokkanna komið á fund til þess að skýra frá stefnuskrá samtaka sinna. Þeir hafa bersýnilega ekki gleymt því að enda þótt allir el I i I ífeyrisþegar séu ekki digrir skattgreiðendur þá eru þeir þó góðir og gildir kjósendur. Væri vel ef full- trúarokkar, rúmlega tuttugu þúsund ellilífeyrisþega, hefðu það stundum í huga. Það er bæði vegna þess sem ég sá og heyrði í heimsókn minni að Austurási og eigi síður af lestri þeirra upplýsingarita, sem ég fékk, að ég sannfærðist um að þetta bæjarfélag í Bærum leggur sig mjög fram við að gera öldruðum borgurum lífið létt- bært. Ég sannfærðist einnig um að í þeim efnum komumst við Reykvík- ingar ekki með tær þangað sem þeir Bærumbúar hafa hæla. það er sann- arlega íhugunarvert að í bæjarfélagi, sem er fámennara en Reykjavík, skuli nú vera 12 slíkar stofnanir. En SKIPULAGSSKRIFSTOFA HOFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 198i hér í Reykjavík? Hvað eigum við hér? Og hvað eigum við í þéttbýlis- kjörnunum úti á landsbyggðinni? Að því er ég best veit eigum við enga stofnun sem reist er frá grunni til þess að verða elliskjól. Hins vegar má þakka að við eigum nokkrar stofnanir, sem veita svipaða þjón- ustu í tengslum við aðra starfsemi og þá sem veitt er að elliskjólinu að Austurási. Hér í Reykjavík nefni ég fyrst félagsmiðstöðvarnar að Norðurbrún 1, Furugerði 1 og Lönguhlíð 3. Þar er haldið uppi virð- ingarverðri starfsemi þar sem þjón- usta er veitt á fjölmörgum þeirra verksviða sem elliskjólin í Bærum ná yfir. Enda þótt Kópavogur sé utan borgarmarka Reykjavíkur ber einnig þess að minnast að þar er haldið uppi öflugri félagsmálastarfsemi fyrir eldra fólk. Um önnur bæjarfé- lög veit ég ekki með vissu en er þó sannfærður um að hvergi muni hér á landi haldið uppi jafn öflugri og vel skipulagðri starfsemi elliskjóla og þeirri sem ég kynntist í Noregi. Enda þótt við eigum enn mikið ógert í þessum efnum þá ber einnig þess að minnast, sem gert er fyrir aldraða af öðrum en þeim, sem veita forystu í málum ríkis og sveitarfélaga. Ég nefni þar t.d. þau störf sem unnin eru víða í söfnuðum landsins. Ég veit t.d. ekki betur en að nokkur við- leitni sé uppi höfð í flestum safnaða Reykjavíkur til þess að veita öldruð- um dægrastyttingu. í söfnuðum Nes- kirkju, Hallgrímskirkju, Bústaða- kirkju, Laugarneskirkju og Lang- holtskirkju munu aldraðir koma saman víðast einu sinni í viku og auk þess er haldið uppi heimsóknar- þjónustu sem er engu síður verðmæt þeim sem veita en þiggja. Þá hefur Rauði kross íslands um ára- bil lagt til þess lið að létta öldruðum lífsbaráttuna, t.d. með því að skipu- leggja fyrir þá samkomur, þar sem félagsstarf er fábreyti legt, eða veita þeim aðstoð á annan hátt. Allt er þetta gott svo-langt sem það nær. En það er einungis skref í rétta átt til viðurkenningar á þeirri ein- földu og augljósu staðreynd að hvert aldursskeið okkar á í rauninni að 25 vera jafn mikils metið, og að hvert og eitt þeirra gerir sínar sérstöku kröfur til samfélagsins. Sú var tíðin að það var gustukaverk að reisa skóla fyrir börn, byggja fyrir þau dagheimili eða gera eitthvað annað til fullnægingar þeim sérkröfum sem æskan gerir til samfélagsins. Nú vit- um við að það er sameiginleg skylda okkar að búa þannig í haginn að hin unga kynslóð okkar fái alla þá um- önnun, sem henni er nauðsynleg til að ná þeim andlega og líkamlega þroska, sem henni er eðlilegur til þess að hún verði síðar fær um að standa á eigin fótum. Þess vegna reisum við átölulaust barnaheimili, byggjum skóla, ráðum kennara, þ.e. við rísum undir þeirri ábyrgð, sem við tókumst á hendur þegar við eignumst börn. En við gleymum því stundum að það eru ekki einungis sérþarfir fyrstu fimmtán eða tuttugu ára æviskeiðs- ins, sem við þurfum að reyna að sinna. Aldraða fólkið á í mörgum tilvikum ekki lengur samleið með þeim sem yngri eru. Og tímabil þess, hið síðasta á æviskeiðinu, er oft engu skemmra en hið fyrsta. Við gleymum því oft að við 67 ára aldur er nú talið að íslenskir karlmenn eigi yfirleitt rúm 14 ár ólifuð en konur rúm 17 ár. Og ef við viljum á annað borð viðurkenna að við eigum öll einn og sama réttinn til mannhelgi allt okkar æviskeið þá ber okkur vitanlega að spyrjast fyrir um sér- þarfir hinna öldruðu, gera okkur fulla grein fyrir hverjar þær eru og reyna með öllum hugsanlegum ráðum að sinna þeim. Enda þótt það sé fjölmargt sem við verðum að breyta á efri árum frá því er við vorum ung, þá er flestum það mest nauðsyn að geta sem allra oft- ast og sem allra lengst notið gamans manns af manni. Hér sleppi ég því að ræða um þann tiltölulega fá- menna en oft og tíðum ægilega um- komulausa hóp þeirra sem þurfa á sjúkravist að halda en geta ekki fengið hana. Ég held að það sé eitt mesta vandamálið sem við verðum að sameinast um að reyna að leysa. Ég ætla ekki að ræða það á þessum

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.