Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 14
14
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
ingardeild fyrir lyflæknissjúklinga,
gigtarsjúklinga og bæklunarsjúkl-
inga. Því miður er enn langt í land
að nokkur endurhæfingaraðstaða
verði á Kristnesspítala.
Styrkveitingar
r
A
■ ■ námskeiði í öldrunarlækning-
um í Gautaborg árið 1982 fékk und-
irritaður þær upplýsingar að kostn-
aður við u.þ.b. einnar klst. heima-
hjúkrun væri 75-100 sænskar krón-
ur, vistun á dvalarheimili aldraðra
um 225 sænskar krónur á sólar-
hring, á hjúkrunarheimili 450, á
öldrunarlækningadeild 650 og á
fullkomnu deiIdarskiptu sjúkrahúsi
1.000 sænskar krónur á sólarhring.
Kostnaðarhlutföll hljóta að vera
svipuð hér heima. Því er Ijóst að auk
þess að flestum líður best heima hjá
sínum nánustu er margfaldur sparn-
aður fyrir hið opinbera að hjúkrun-
arsjúklingum sé veitt umönnun í
heimahúsum og þeir, sem leggja
það á sig, spara þjóðfélaginu veru-
legan kostnað. Líklegt má telja að
fleiri fengjust til að annast sína nán-
ustu á heimilum sínum ef greiðsla
fengist fyrir. Því legg ég til að fólki,
sem vill og getur annast hjúkrunar-
sjúklinga í heimahúsum, verði
greiddur styrkur af Tryggingastofnun
ríkisins, er nemi t.d. lámarkslaunum
í landinu. Þjónustuhópi aldraðra á
hverjum stað yrði falið að meta
bæði hvort hinn aldraði er hjúkrun-
arsjúklingur og hvort sá sem vill
annast hann er fær um það. Ákvæði
um hliðstæðar greiðslur eru í lögum
um málefni fatlaðra (10. gr.).
Hækkun skatts
Engan hef ég vitað gagnrýna
þann nefskatt sem allir skattgreið-
endur greiða til Framkvæmdasjóðs
aldraðra og mætti örugglega hækka
hann án þess að nokkur fyndi að
því. Þannig fengist aukið fjármagn
til framkvæmda í þágu aldraðra og
mun ekki af veita.
Niðurlagsorð
F
Eg vona að Ijóst sé af framan-
skráðu að víða er pottur brotinn í
öldrunarþjónustu í Akureyrarlæknis-
héraði og á sumum sviðum er æp-
andi þörf fyrir úrbætur. Ég leyfi mér
að staðhæfa að þörf fyrir úrbætur á
þessum sviðum sé síst minni hér en
á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tog-
streita mun víst verða allmikil um
fjárveitingar til öldrunarmála á
næstu árum en ég óska okkur öllum
þess að við berum gæfu til að leysa
þessi mál farsællega.
Verktakastarfsemi
—Húsbyggingar
BYGGINGAFÉLAG I Ð
Gerum gömul hús sem ný.
Framleiðum á verkstæði.
Útihurðir innihurðir og
ýmiskonar innréttingar.
Tilboðsverð ef dskað er.
Vönduð vinna.
SÍMI (95)5211 og 5841 - 550 SAUÐÁRKRÓKI Þrjátíuára reynsla.
Saemundargötu 3—5, Borgartúni 1—3