Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 39

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 39
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 39 Mörg önnur dvalarheimili hafa risið síðan, bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni, þar sem umhverfið hefur verið skipulagt með sérstöku tilliti til þarfa aldraða. Má t.d. nefna, að bæði heimilin við Löngu- hlíð og Snorrabraut hafa auk garð- svæðis einnig gróðurhús við bygg- ingar sínar. Vissulega bera að lofa það, sem áunnist hefur í málefnum aldraðra síðustu árin. Á hinn bóginn hefur ekki verið tekið nægjanlegt tillit til aldraðra, sem dveljast ekki á stofn- unum eða heimilum, né heldur til þeirra vistmanna er leita út fyrir lóð- armörk dvalarheimilisins í því skyni að njóta útiveru og samskipta við annað fólk. Ýmsar hindranir verða á vegi aldr- aðra, þegar farið er um götur borga og bæja: Háir kantsteinar við gang- brautir, útitröppur, sem annað hvort eru að hruni komnar eða án hand- lista. Oftast eru tröppurnar illa lýstar og oft vantar skábrautina fyrir þá, sem nota hjólastóla. Stígar eru iðu- lega illa upplýstir og lítð er um bekki og hvíldarstaði, einkum þar sem þeirra er þörf, svo sem við leiksvæði barna, í görðum eða á torgum og strætum. Allt eru þetta farartálmar í augum hins aldraða, skerðing á ferðafrelsi hans, sem getur vakið óöryggi og ótta. Það er í rauninni auðvelt og alls ekki sérlega kostnaðarsamt fyrir borgar- og bæjaryfirvöld að ryðja þessum hindrunum úr vegi. í hugmyndafræði skipuleggjanda, sem fjallar um útivistarmál og um- hverfi í þéttbýli, ertalið nauðsynlegt að koma upp keðju samfelldra grænna svæða, - allt frá svölunum og pallinum á einkalóðinni til hverf- isgarða og leiksvæða. Þessi grænu svæði er æskilegt að tengja saman með keðju öruggra, breiðra, vel upplýstra göngustíga, þar sem bekk- ir og hvíldarsvæði eru með jöfnu millibili, tröppur með handlistum og skábrautum og sneitt úr gang- stéttum við „sebra"-brautir. Á grænu svæðunum þurfa jafnframt að vera athafnasvæði, þar sem fullt tillit er tekið til þarfa allra aldurshópa, svo og ýmissa sérþarfa þeirra. Ekki má gleyma þverrandi líkamsþreki og heilsu aldraðra. „Umhverfi og útivist fyrir alla". Ákveðin stefnumörkun og fram- kvæmdarvilji af hálfu yfirvalda, svo og sem best hönnun eru forsendur þess, að skapa megi gott og vistlegt umhverfi til handa öllum þjóðfélags- þegnum. Mikið hefur áunnist síðan 1982. En það þarf að hrinda í framkvæmd enn frekari útivistarþjónustu fyrir minni- hlutahópa þjóðfélagsins. Gleymum því ekki, að öll útivera, heilsuvernd, félags- og tómstundaiðja verður að vera í þágu hinna öldruðu sjálfra. "Betur má ef duga skal". SÖLUSÝNING Kristinn Guðbrandur Harðarson sýnir um þessar mundir verk sín á Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins. Hann er fæddur 9. ágúst 1955. Kristinn stundaði myndlistarnám 1973-1977 við Myndlista og hand- íðaskóla íslands og 1977-1978 við De Stichting de Vrije Academie voor Beeldende Kunsten, Den Haag. Einkasýningar 1979 Gallerí Suðurgata 7, Reykjavík 1981 Ásmundarsalur, Reykjavík 1983 Nýlistasafnið, Reykjavík 1983 Studio Arti Visive, Siracusa, Italia 1984 Studio, Halle de l lle, Genf, Sviss 1985 Gallerí Gangur, Reykjavík 1986 Lenz-rifrazioni, Parma, Ítalía Helstu samsýningar 1978 Gallerí SÚM, Reykjavík 1979 Kjarvalsstaðir, Reykjavík 1982 Basel Art Fair, Basel, Sviss 1982 XII Biennale de Paris, Musée d art Moderne, Paris 1983 Norræna húsið, Reykjavík 1983 Museum Fodor, Amsterdam, Holland 1984 Franklin Furnance, New York 1984 Listasafn íslands, Reykjavík 1984 Malmö Konsthall, Malmö, Sví- þjóð 1984 Filiale, Basel, Sviss 1984 Basel Art Fair, Basel, Sviss 1984 Sweaborg, Finnland 1984 Sumarsýning Gangsins 1985 Mokka kaffi, Reykjavík (ásamt Helga Þorgils) Kristinn hefur einnig samið og flutt marga performansa (gerninga).

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.