Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 36
36
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUDBORGARSVÆÐISINS 1 1986
Ragnhildur Helgadóttir
heilbrigðisráðherra
MALEFNI
ALDRAÐRA
Eins og mál standa í þjóðfélagi
okkar er það skynsamlegt og raunar
nauðsynlegt, að þeir komi saman og
ráði ráðum sínum, er mesta hafa
þekkingu og mesta reynslu af störf-
um við stofnanir í þágu aldraðra. Og
það er ómetanlegt fyrir okkur, sem
eigum að taka ákvarðanir á Alþingi í
ráðuneytum og ríkisstjórn að fá að
ræða við þá sem yfir þessari þekk-
ingu búa.
Umræðuefnið, stofnanaþjónusta á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, hefur að
geyma mörg og stór óleyst verkefni.
Mikilvæg verk hafa verið unnin, en
of hægt hefur sóst að fullnægja þörf
fyrir stofnanarými á þessu svæði.
Hefur þar ýmislegt komið til svo
sem:
Takmarkað framkvæmdafé og verk-
efnin mörg, samdráttur í fjárfestingu
hins opinbera, skortur á fólki til
hjúkrunarstarfa, svo að allmörg rými
hefur ekki verið hægt að nýta, þörf á
þetri aðstöðu öldruðum til handa til
að búa utan stofnana, þróun aldurs-
þúa utan stofnana, þróun aldurs-
skiptingar fólksfjöldans á þann veg.
Fleiri ástæður mætti vafalaust nefna
og færa rök fyrir tilgreindum ástæð-
um hverri fyrir sig. En hvernig sem
því er farið er ég þeirrar skoðunar að
við séum hér að fjalla um þann
vanda, sem mestur er nú á sviði
heilbrigðis- og tryggingamála. Og
þann vanda verður að leysa.
Framundan er þróun, sem krefst
nýrra úrræða. Nýjar staðreyndir um
þróun mannfjöldans breyta fyrri
hugmyndum. í tilkynningu Hagstof-
unnar frá 9. janúar 1986 segir m.a.:
„Ef fæðingartíðni kvenna yrði til
frambúðar hin sama og hún var árið
1985, yrðu ófæddar kynslóðir um
8% fámennari en kynslóð foreldr-
anna".
Samkvæmt upplýsingum hagstofu-
stjóra er fjöldi aldraðra nú 16.900
manns yfir sjötugt. Árið 2000 er lík-
legt að þessi hópur verði orðin
22.000, en eftir 34 ár eða árið 2020
verði í þessum hópi 32.100 manns.
Samkvæmt því hefði þá fólki yfir
sjötugt fjölgað um 95% frá því sem
nú er á sama tíma og þjóðinni
myndi fjölga um aðeins 13% og
hluti þeirra sem þá verða á starfs-
aldri verður enn minni. Þetta segir
okkur að þregðast þarf við í tíma
með nýjum úrræðum fyrir aldraða.
Vissulega vonumst við til að framfar-
ir í heilbrigðisþjónustu og sérstak-
lega heilsuvernd muni tryggja þess-
ari öldruðu sveit hreysti og vellíðan í
svo ríkum mæli að hlutfallslega færri
en nú þyrftu á stofnanavist að halda.
Þetta leiðir hugann að hinu atriðinu,
sem ég ætlaði að víkja að. En það
er, að stofnanaþjónusta aldraðra
eða þörf fyrir hana getur ekki verið
einangrað fyrirbæri. Þessi þörf
hlýtur að tengjast mörgum öðrum
þáttum í þjóðlífinu, sem hafa áhrif á
afkomuöryggi aldraðra. Á það hefur
m.a. aðstoðarlandlæknir bent í at-
hyglisverðu erindi í haust. Hér má
nefna atriði, sem sjaldan er talað um
sem hagsmunamál aldraðra, en er
það þó svo sannarlega. Þetta er í
hæsta máta viðfangsefni stjórnmála-
manna, ég er hér vitanlega að tala
um það mikilvæga markmið að
koma á stöðugleika í efna-
hagsmálum landsins. En fáa hefur
hrikaleg og langvarandi verðbólga
leikið jafngrátt og einmitt þá, sem
hafa viljað hugsa fyrir elli sinni.
Þó að samdrátturinn í framkvæmd-
um hins opinbera hafi af ríkisstjórn-
arinnar hálfu verið hugsaður sem
liður í sókninni að stöðugleika í
efnahagsmálum er mikils átaks þörf í
framkvæmdum fyrir aldraða. Þess
vegna bar ég fram nú í desember
frumvarp um aukið framlag í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Ekki er öllum
sköttum tekið jafn Ijúflega og gjald-
inu í þann sjóð, enda fylgir því gjald-
skylda ríkissjóðs að sama skapi. Er
ekki að orðlengja það að þetta frum-
varpskorn varð að lögum, svo að
unnt reyndist að ganga heldur
lengra til stuðnings byggingum vist-
rýma fyrir aldraða en ella hefði ver-
ið.
Nokkur ný vistrými hafa komið til
sögunnar á seinustu vikum og mán-
uðum. Má þar nefna Garðvang í
Garði, hjúkrunarrými á Sauðárkróki
og nefna má athyglisverða þjónustu
við aldraða á Blesastöðum á
Skeiðum, en þar hefur sveitaheimili
verið breytt í lítið vistheimili fyrir
aldraða.
Á Stór-Reykjavíkursvæðinu mætti
margt nefna. Það vekur bjartsýni að
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
tvöfalda framlög til málefna aldr-
aðra. Dagvistun hefur orðið vinsælt
úrræði til að gera öldruðum kleift að
búa lengur í heimahúsum. Þöfinni
fyrir dagvistun er þó hvergi nærri
fullnægt. Mætti e.t.v. hugsa sér nýja
leið líkt og farin var í dagvistun
barna, er dagmæðrakerfið kom til
sögunnar. Væri hægt að kanna
möguleika á skipulagningu á sam-
starfi hins opinbera og einka-