Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 22
Píramídahús í Vogum
| UPPLÝSINGAR VEITIR BJÓRN JÚNARSSON t KVÖLDSlMA 9V41M9 |
að var í júní í sumar að gamall skólabróðir, Guð-
mundur Sigvaldason, pípulagningameistari, hafði
samband og bað mig að útvega sér burðarþolsteikn-
ingar af píramídahúsi sem Vífill Magnússon hafði teiknað.
Mér þótti þetta spennandi verkefni og hófst þegar handa.
Guðmundur sagði mér að mikið lægi á, hann ætlaði sér að
vera fluttur inn í ágúst á þessu ári.
Ég byrjaði að teikna og hafði varla við, því að teiknivinna
er mikil við þessi hús. Teiknivinna er reyndar unnin í eftir-
vinnu hjá mér á sumrin, en á veturna er meiri tími til þess.
Smíðin gekk vel hjá Guðmundi og vini hans, en þeir eru
þekktir fyrir mikla vinnuhörku.
Hús þetta er í Vogum á Vatnsleysuströnd. Pcgar allar
teikningar voru tilbúnar hófumst við handa við að reisa timb-
urþakið. Hornsperrurnar reistum við á einum sólarhring og
eftir rúma viku var þakið tilbúið til að klæða það með þak-
klæðningu. Á meðfylgjandi myndum sést hvernig hús þetta er
uppbyggt. Grunnflöturinn er um 110 m2. Timburgólf er í báð-
um gólfum, og efra gólf verkar sem stífing fyrir þaksperrurn-
ar. Fjórar stoðir halda síðan uppi báðum gólfunum, sem hvíla
á undirstöðum í kjallararými. Vegna spyrnukrafta frá þaki
verður að hafa tengingu milli veggja undir gólfplötunni.
Rétt er að sýna nokkrar kostnaðartölur en þær eru efnis-
kostnaður. Petta eru tölur frá því í sumar.
Lóð í Vogum á Vatnsleysuströnd um 450 þús.
Gröftur fyrir húsi og fylling 50 þús.
Steypukostnaður 150 þús.
Sperrur í þak 100 þús.
Pakklæðning 60 þús.
Pappi og járn 100 þús.
Timburgólfin 100 þús.
Einangrun í þak 50 þús.
Gler og gluggar 150 þús.
Hitaveita og rafm., inntak 100 þús.
Samtals gerir þetta um 1300 þús. og vinnulaun gætu legið á
bilinu 300-400 þús. Þetta er lítill kostnaður og er aðalástæðan
fyrir því hve lítil steypa er notuð í bygginguna. ■
Björn Agnarsson, byggingatæknifræðingur
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG