Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 74

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 74
Eftir þessi þrjú kjarnmiklu erindi var nauðsynlegt að sinna þörfum magans, en á ráðstefnum sem þessari eru matar- og kaffitímar einnig ómissandi til allra samskipta, skrafs og ráða- gerða. Yfirbyggingar koma ekki stað náttúrunnar, sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson í erindi sínu um „Winter Cities“ á Islandi. I máli og myndum sagði hann frá samnefndri ráðstefnu í Kan- ada síðastliðinn vetur. Þar var áherslan lögð á miklar yfir- byggingar og margvíslega starfsemi undir gleri, því vetrar- hörkur eru þar miklar og enn meiri en hér á landi. Hins vegar taldi Þorvaldur að með skynsamlegri nýtingu heita vatnsins og aukinni gróðursetningu skjólbelta væri hægt að draga úr slæm- um áhrifum veðurfarsins í okkar umhverfi. Hann taldi að byggingar á borð við Kringluna kæmu aldrei í staðinn fyrir náttúruna og því væri nauðsynlegt að styrkja og bæta mið- borgina. Gróðursetja ætti skjólbelti í kringum þéttbýli sem seinna gæti nýst sem byggingarland og nefndi hann Hólms- heiðina austan Reykjavíkur sem dæmi. A eftir erindi Þorvalds tóku arkitektarnir Egill Guðmunds- son og Sigurður Einarsson til máls og lýstu norrænu verkefni sem þeir hafa tekið þátt í að undanförnu. Verkefni þetta er í Tromsö í Noregi og er skipulag íbúðahverfis þar sem miða á aðstæður við „Líf á norðurslóðum". Skipulagssvæðinu var skipt niður milli hópa sem í var skipu- lagsfólk frá öllum Norðurlöndunum. Tillaga þeirra Sigurðar og Egils var athyglisverð og fróðlegt var að sjá og heyra lýsingu á hluta svæðisins sem nota átti fyrir dagheimilissvæði en sú bygging sem þar var hugsuð gæti orðið nýstárleg og áhugaverð, allavega miðað við hefðbundnar dag- heimilisbyggingar. Þessari fyrirlestraröð lauk síðan með erindi Hallgríms Indr- iðasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem hann sagði frá sögu skógræktar á íslandi, starfi brautryðj- endanna og baráttu þeirra við vantrú landsmanna á skógrækt. Hallgrímur talaði einnig um markmið ræktunar, en þau væru tvenns konar: umhverfisskógrækt og framleiðsluskóg- rækt. Einstaklingar leggja mikla fjármuni og atorku í ræktun og á næstu árum yrðu sumarbústaðaeigendur áhrifamiklir í umhverfismótun. Hann nefndi einnig að álitið væri að Islendingar gætu verið sjálfum sér nógir með framleiðslu á gróftimbri í framtíðinni, en heildarþörfin sé um 150.000 rúmmetrar á ári og til þess þurfi um 40.000 ha. landssvæði. Hallgrímur lauk erindi sínu með að bjóða fundargestum í skoðunarferð um helstu skógræktarsvæði Eyfirðinga eftir að kaffi og gott meðlæti hafði hresst mannskapinn. Þrátt fyrir kalsaveður og snjóföl á jörðu var þetta hin ánægjulegasta skoðunarferð. Fyrst var Vaðlareitur skoðaður en það svæði opnaðist betur augum almennings við tilkomu hins umdeilda Leiruvegar sem liggur nánast á mörkum ós- hóma Eyjafjarðarár. í Vaðlareit sáum við m.a. sjálfsáð lerki sem er ótvírætt merki um að sú trjátegund hefur fest rætur í ís- lenskri jörð. Eftir góða ferð og leiðsögn um Vaðlareit var haldið í Kjarnaskóg. Hin öflugu leiktæki sem þar hefur verið komið fyrir freistuðu margra þó aðeins örfáir hafi lagt í að reyna sig á þeim. Kjarnaskógur á sennilega ekki sinn líka hér á landi og væru það ómetanleg auðæfi hverju bæjarfélagi að geta státað af slíku svæði svona rétt við bæjardyrnar. Allt er þarna til hinnar mestu fyrirmyndar, gerð leiktækja, lagning og frágang- ur göngustíga svo og öll umhirða svæðisins. Ljóst var að engin uppgerð var í hrifningu fundarmanna á þessari gönguferð um skóginn. Reyndar spillti ekki fyrir að í rjóðri einu stóðu dúkuð borð hlaðin hressingu sem kom blóð- inu á hreyfingu, liðkaði um málbeinið og fékk fólk til að taka lagið. Ráðstefnunni lauk svo með sameiginlegum hátíðakvöld- verði á Hótel KEA, þar sem hljómsveit Ingimars Eydals lék öll gömlu og góðu lögin svo dansinn dunaði fram eftir nóttu, allir skemmtu sér vel og virtu að vettugi fyrsta snjó vetrarins sem féll í stórum flygsum yfir Norðurland þessa nótt. Morguninn eftir mætti fámennur (en góður!) hópur í skoð- unarferð í Lystigarðinn og hlýddi á Björgvin Steindórsson lýsa garðinum og starfinu við hann, en vegna snjókomu og kulda var hörfað inn í Eyrarlandsstofu, drukkið kaffi og spjallað. Hvers virði er svo ráðstefna sem þessi? Ég tel að mikilvægi hennar sé ótvírætt. Þarna var saman kominn um 130 manna hópur víðs vegar að af landinu. Allir með umhverfismál og skipulag sem sinn aðalstarfa eða sem brennandi áhugamál. Þetta var enginn þröngur hópur sveitarstjóra, garðyrkju- manna, arkitekta eða verkfræðinga, heldur breiður hópur at- vinnulega. Það er ærin vísbending um hve umhverfismál eru umfangsmikil og hvað þau snerta marga. Fyrirlestrarnir höfð- uðu til okkar allra og ég held að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að fólk einangrist ekki í þröngum hópi sér líkra er mikil- vægt að hittast á þerman hátt, þar sem alvöru og skemmtun er blandað hæfilega saman. Ef til vill hefði verið rétt að veita meiri tíma til fyrirspurna og umræðna heldur en gert var. Það er líka umhugsunarvert, að hér á íslandi verðum við að móta okkar eigin umhverfis- og útivistarstefnu, sem tekur mið af okkar aðstæðum og menningu, en varast eftirhermur og tískufyrirbrigði eins og Sven Ingvar Anderson benti á í erindi sínu. Við þurfum að efla umræðuna um íslenskan „skóla“ í um- hverfismótun, skipulagi og arkitektúr. Ég tel að með þessari ráðstefnu sé staðfest, að stór hópur fólks lætur sig þessi mál miklu skipta og vill vinna að fram- gangi þeirra. Það er mikilvægt að halda umræðunni áfram, gefa fólki kost á að hittast með jöfnu millibili, skiptast á skoð- unum og miðla af reynslu. Ekki spillir fyrir að umgjörðin sé góð eins og á KEA eða ráðstefnustjórinn sé jafnröggsamur og Árni Steinar Jóhanns- son, sem ásamt sínu fólki hugsaði vel um okkur öll. Ég veit að ég tala fyrir munn allra er ég sendi kærar kveðjur og þakkir fyrir vel heppnað mót. ■ Auður Sveinsdóttir ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.