Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 78

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 78
Ferðamenn vilja alltaf skoða gamla borgarhluta. reynslu og umhverfi ákveðið hvað sé gott og hvað slæmt í um- hverfi ólíku hans eigin? A ráðstefnu alþjóðasamtaka um skipulags- og húsnæðismál sem haldin var í Haag í maí 1988 hélt hollenski prófessorinn N.J. Habraken athyglisverðan fyrirlestur. Þar varpaði hann fram þeirri hugmynd sinni að skipuleggjendur ættu að leggja til jafns málsmeðferð „frá toppnum og niður“ og „frá grasrót- inni og upp“. Með þessu átti hann við að leikmaðurinn væri og ætti að vera fullgildur þátttakandi í þeirri umhverfismótun sem stöðugt á sér stað í kringum okkur. Habraken vildi meina að virða ætti það sem vex af sjálfsdáðum og að skipulags- fræðingar ættu frekar að líta á sig sem garðyrkjumenn sem vita að plöntur halda áfram að vaxa á eigin forsendum án þess að þeir komi þar nokkuð nærri. Garðyrkjumaðurinn á að vera stoltur af hæfileikum sínum til að leiðbeina, vernda og hjálpa af alúð því að vaxa sem jörðin framleiðir. Hann hefur þekk- inguna og skilninginn. Hann skapar ekki, hann ræktar. Styttri byggingartími Skipulagsáætlun er fyrst og fremst tæknileg útfærsla á stefnu- mörkun viðkomandi sveitarstjórnar, þ.e. skipulagsuppdráttur og greinargerð. Þegar skipulagsáætlun hefur verið samþykkt er næsta skref framkvæmd skipulagsins. Götur eru lagðar og lóðum er úthlutað. Ef framkvæmd verður mikið öðruvísi en fyrirhugað var skiptir litlu hvort skipulagsuppdráttur hafi fengið gæðastimpil. Aðalatriðið er að samræmi sé á milli áætl- unar og framkvæmdar. Ef reiknað er í upphafi með svigrúmi til breytinga er það ekkert sem koma þarf á óvart síðar meir þótt minni háttar breyting sé gerð. Tíminn er mikilvægt hugtak sem skipuleggjendur þurfa að átta sig vel á. Það getur skipt miklu máli hvort íbúðarhverfi er 3 ár í uppbyggingu eða 20 ár. Þannig þarf að reikna með hæfi- legri áfangaskiptingu svo fólk sem fær snemma úthlutað lóð í nýju hverfi þurfi ekki að búa á byggingarstað stóran hluta ævi sinnar. Það er líka spurning hvort úthluta eigi lóðum undir íbúðar- húsnæði eða iðnaðarhúsnæði nema sýnt sé fram á að umsækj- andi geti lokið við byggingu hússins að utan og innan og frá- gangi lóðar í fyrirsjáanlegri framtíð. Húsbygging á ekki að vera bara veggir og þak ásamt gluggum þar sem það á við. Hús, hvort sem það er ætlað til íbúðar eða atvinnustarfsemi, er í raun ekki tilbúið fyrr en gengið hefur verið frá akbraut og gangstétt, lóð frágengin og girt þar sem það á við og húsið fullfrágengið að utan og innan. Hús er hluti af heildarmynd umhverfisins þar sem framkvæmdir þurfa að fylgjast að. Á Is- landi heyrir það til undantekninga að fólk sem er að byggja hafi efni á því. Það heyrir jafnframt til undantekninga að sveitarfélög sem eru að leggja götur og gangstíga hafi efni á því. Ríkið sem er með hús í byggingu í 10-20 ár þar sem dýrar bráðabirgðalausnir eru ríkjandi hefur ekki efni á að byggja. Lóðamál skólabygginga eru svo kafli út af fyrir sig. Á þessu er aðeins til ein lausn á meðan ekkert útlit er fyrir að fjárráðin verði meiri. Sú lausn er að ríkið sýni gott fordæmi og byggi fáar byggingar í einu en ljúki við þær áður en ráðist er í fleiri. Sveitarfélögin þurfa að nýta vel það land og þær götur sem fyrir eru. Gera má upp gömul hús og nýta eða byggja ný hús þar sem önnur eru látin víkja. Kanna þarf alla möguleika til að bæta það umhverfi sem fyrir er áður en farið er að brjóta nýtt land með ærnum tilkostnaði. Síðast en ekki síst þurfa húsbyggjendur að sníða sér stakk eftir vexti. Bíða með byggingarframkvæmdir þar til hægt er að sjá fyrir endann á þeim og miða stærðarhlutföll við þarfir. Ef hægt er að tryggja að hús sem hafin er bygging á geti orðið tilbúið í fyrir- sjáanlegri framtíð hefur það eitt og sér í för með sér veruleg umhverfisleg gæði. Ferðamaður framtíðarinnar Það sem skiptir mestu máli í borgarumhverfi er að þeim sem þar búa líði vel og þeir lifi í sátt við umhverfið. Það sem hins vegar segir oft mikið um umhverfið eru viðbrögð ferðamanns- ins eða gestsins með glögga augað. Ef gesturinn lítur ekki við nýju skipulögðu hverfunum þá er eitthvað sem vantar. Fyrir skipulagsfræðinga er alla vega ekki gott til þess að vita að svæðin sem hafa mest aðdráttarafl hafa aldrei verið skipulögð, þau urðu bara til. Aðstæður hafa breyst það mikið á síðustu áratugum að ekki er hægt að reikna með að sú saga endurtaki sig, þ.e. að aðlað- andi umhverfi vaxi af sjálfu sér. Þess vegna hlýtur það að vera okkar markmið fyrir framtíðina að gera það umhverfi sem liggur á milli gamla bæjarins og náttúrunnar fjölbreyttara og meira aðlaðandi. Það verk þarf að vanda. ■ Stefán Thors ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.