Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 83

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 83
MYNDLIST GULRÆTUR OG JARÐARBER Daði Guðbjörnsson fæddist þann tólfta maí árið nítján- hundruðfimmtíuogfjögur. Hann er þar af leiðandi ekki ungur myndlistarmaður. Hann er yngri. Því er nefnilega þannig farið í heimi listarinnar að fyrst eru menn ungir en komast svo fljótlega í hóp yngri listamanna. Ein- hverjum kann að finnast þetta renna stoðum undir þá kenn- ingu að listamenn verði aldrei fullorðnir, og er þeim óskað til hamingju með það. Myndlist Daða ætti að vera hinum sömu gleðiefni; ást hans á línunni, litunum, formunum er engu lík nema kannski aðdáun þeirra sem eru ennþá yngri á mögu- leikum litrófsins. Honum er einnig tamt að fjalla um sjálfan sig í myndunum; og þá er hann í hlutverki listamannsins sem býr í veröld þar sem öllum mögulegum stefnum og tækjum og hugmyndum og regnbogum og aðferðum og dýrum ægir sam- an; allur heimurinn virðist vilja taka hann á löpp. Og viðbrögð Daða eru að berjast ekki á móti heldur láta heillast og útkom- an verður að ólíklegustu fjarstæður mætast á myndfletinum og sættast. Þar sem ég er nú búinn að fallbeygja nafn Daða í þrígang langar mig að beita hann listfræðilegu bragði sem ég sá nýlega í ítölsku tímariti, og byggist á að nafn listamannsins og orð- myndir dregnar af því eru lögð til grundvallar krufningu á list hans. I nafni de Koonings eru til dæmis tvö o sem eiga sér samsvörun í brjóstum kvennanna sem hann málar, og hrifning Francis Bacons á sviðnu og teygðu holdi útskýrir sig sjálf. Daði líkist hins vegar grunsamlega orðinu Dada í öllum föll- um eintölu nema nefnifalli, og í list hans er einmitt oft að finna sama strákslega frumkraftinn og í bestu verkum dadaist- anna; en ef við bætum inn í nafnið einu erri þá breytist það í Daðri en Daði er þekktur fyrir hinar daðrandi konumyndir sínar. Það sést oft til Daða Guðbjörnssonar í Garðastrætinu, hann er rauðhærður og skeggjaður og gengur með bleikan trefil. Samkvæmt ævisögulegri greiningaraðferð ætti það að segja ýmislegt um list hans, og ég er ekki frá því að það sé alveg rétt. ■ Daði dáði dada daður . . . Sjón ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.