Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 66

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Blaðsíða 66
Hér fer á eftir samanburðartafla meðalgilda allra mælinga : Dagsetning mælinga Meðalgildi Robur A Meðalgildi ísl.Portland Mismunur % 10.12.1980 6,4% 7,7% 20,3% 16.6.1981 5,3% 6,3% 18,86% 24.5.1983 4,7% 5,6% 19,14% 21.8.1985 4,27% 5,35% 25,29% 4.6.1987 3,97% 4,6% 15,86% 27.5.1988 4,07% 4,9% 20,39% Þegar þetta er skoðað í heild lítur út fyrir að um smáfrávik sé að ræða í mælingum þann 27.5.88 en getur þó verið eðli- legt. Einnig virðist þetta renna stoðum undir þá ályktun að ís- lenska portlandsementið sé rakaheldnara en hollenska há- ofnasementið. Þá benda þessar athuganir til hærra rakastigs hjá íslenska sementinu en fram kemur í riti Rb. nr. 54 - Rannsóknir á áhrifum kísilryks á eiginleika sements og steinsteypu - höf- undar Haraldur Ásgeirsson, Hákon Ólafsson og Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingar, línurit 7.2 á blaðsíðu 27. Par er íslenskt portlandsement+7,5% kísilryk gefið upp með 5% raka í steypu eftir 7 mánuði. Það tók um það bil 6 ár frá því að steypt var, til þess að steypan í stoðveggnum væri komin í ca. 5% raka. Átján mánaða gömul var hún komin í 6,3% en þá fór fram fyrsta samanburðarmæling. Þegar steypan var blönduð má ætla að vatnsinnihald hennar hafi verið 8 til 8,5%. Þessi tala er ákveðin að líkum en sigmál steypunnar var yfirleitt 6-9 cm. Sigmál var tekið í bflskúrs- veggnum og var 6,5 cm. Meðaltals sigmál í öllum húsunum var 7,12 cm, sýnafjöldi var 55. í riti Rb. nr. 26 - Styrkleiki steinsteypu - eftir Guðmund Böðvarsson, verkfræðing, er gefið samhengi sigmáls og vatns- sementstölu fyrir Rauðamelsefni. Samkvæmt því línuriti, mynd 38 bls. 55, hefði v/s hlutfall steypunnar miðað við upp- gefið sigmál verið 0,56, eða 196 1 af vatni í rúmmetra. Meðal- þungi vigtaðra sýna var 2327 kg pr. rúmmetra. Samkvæmt því hefði upphaflegt rakahlutfall við þyngd steypunnar verið 8,4%, reynslutala steypuframleiðandans er um það bil 188-190 lítrar í rúmmetra eða 8,1%, en þá er um að ræða verulega íblöndun af Björgunarefni. Það má því teljast eðlilegt að álykta að rakahlutfall steypunnar hafi í byrjun verið 8 til 8,5%. Við mælingarnar notuðu Rb.-menn rafrakamæli - Protio- meter Concrete-master - og eru tölur þeirra leiðréttar með til- liti til hitastigs. Eins og áður sagði bendir þessi athugun til mun meiri raka- heldni hjá íslenska portlandsementinu en áður var talið í áður áminnstu riti Rb. nr. 54 segir svo á bls. 24: „Raka- magn steypunnar er ráðandi þáttur þegar veðrunarþol steypu er annars vegar og því var hér um mikilvægan eðliseiginleika að ræða. Það er jú alkunna að þurr steypa getur ekki orðið fyrir frostskemmdum og hitt er einnig þekkt að besta steypa molnar niður í frosti ef okkur tekst að fylla allt holrými henn- ar með vatni.“ Þegar litið er til þessara alkunnu sanninda og að gerðri þessari athugun virðist það ljóst að gera þurfi frekari og víð- tækari samanburðarrannsóknir á íslenska sementinu, um fleiri eigindi en brotstyrk. En hann hefur verið það hár að sementið hefur reynst steypuframleiðendum vel þegar aðeins er um brotþolsskilgreiningu að ræða við steypupöntun, t.d. S.250, S.3oo o.s.frv., en algengt er að verkfræðingar láti þá skil- greiningu nægja um steypu. Enda má segja að brotþol steyp- unnar sé eini þáttur hennar sem tekinn er inn í burðarþolsút- reikningana. Til samanburðar tel eg rétt að láta fylgja hér efnagreiningu hollenska portland-háofnasementsins sem notað var. Um er að ræða meðal-(average)efnagreiningu ásamt staðalfrávikum eins og hún lá fyrir 14. júní 1978, samkvæmt upplýsingum frá Robur-verksmiðjunum. Einnig eru í sérdálki greiningargildi frá árinu 1987 samkvæmt yfirliti dags. 16. febrúar sl. Árið 1978 Staðalfrávik Árið 1987 Glæðitap 00,6% 00,2% 00,8% Óleysanlegt 00,4% 00,1% 00,4% sío2 28,3% 00,3% 27,8% ai2o3 12,4% 00,7% 11,9 Fe203 01,4% 00,2% 01,5 CaO 44,7% 00,7% 43,9% MgO 07,2% 00,6% 08,8% so3 02,8% 00,2% 02,6% s 00,7% 00,07% 00,8% MnO 00,3% 00,03% 00,2% tío2 00,6% 00,04% 00,7% C1 00,02% 00,01% 00,02% Frítt CaO 00,1% 00,04% 00,1% k2o 00,7% 00,06% 00,7% Na20 00,4% 00,03% 00,3% Til samanburðar er einnig efnagreining íslenska portland- sementsins, en Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur látið framkvæma hana undanfarin ár. Ar 1980 1982 1984 1986 1987 Si02 22,85% 23,35% 24,20% 23,50% 24,30% Al^O, 04,35% 04,34% 03,70% 03,88% 04,01% Fe203 03,57% 03,28% 05,50% 04,33% 03,60% tío2 00,22% 00,11% 00,40% 00,36% 00,38% CaÖ 59,10% 58,55% 55,60% 57,65% 56,70% MgO 02,31% 02,67% 02,70% 02,82% 02,70% Na20 01,29% 01,34% 01,50% 01,24% 01,23% k2o 00,33% 00,35% 00,40% 00,42% 00,59% PA 00,18% 00,21% 00,30% 00,21% 00,27% so3 03,10% 03,10% 03,30% 03,22% 03,37% Mn,03 00,10% 00,14% 00,10% 00,08% 00,10% Frítt CaO 01,20% 01,19% 01,02% 00,92% 00,86% Glæðitap 01,82% 01,58% 01,60% 01,22% 01,48% Óleysanl 1. 01,37% 04,02% 04,87% 03,58% 06,82% Við athugun á efnagreiningunni sést að sementstegundirnar eru um margt ólíkar, en hvað af þeim mismun orsakar raka- heldni íslenska sementsins veit eg ekki, en frekari rannsókna virðist þörf og benda frávik í efnagreiningu þess einnig til þess sama. Það er mikill munur á aðföngum til sementsgerðar hér á landi og á hinum gömlu meginlöndum. Við mokum nýdauðri skel af hafsbotni, mettaðri salti og öðrum efnum úr sjónum, en meginlandsþjóðirnar geta gengið í milljóna ára gömul fergð kalklög. Mér býður í grun að vandamálið sé ekki bara viðfangsefni efnafræðinga heldur þurfi að koma til einnig samvinna við jarðfræðinga og líffræðinga auk sívakandi langtímarannsókna á hegðan steinsteypunnar. Ég vil að lokum þakka dr. Óttari P. Halldórssyni, prófessor fyrir ábendingar hans við þessa athugun. ■ Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.