Mosfellingur - 08.12.2022, Page 6
Upplestur á Gljúfra-
steini á aðventunni
Á aðventunni lesa höfundar upp
úr nýjum bókum á Gljúfrasteini.
Jólabókaflóðið er aldeilis spenn-
andi í ár og Gljúfrasteinn fer ekki
varhluta af því.
Upplestrar fara
fram á hverjum
sunnudegi á að-
ventunni klukkan
15. Dagskráin
stendur í klukku-
tíma. Aðgangur
er ókeypis og öll
innilega velkomin. Sunnudaginn
11. desember koma fram Elísabet
Jökulsdóttir - Saknaðarilmur,
Guðrún Eva Mínervudóttir - Útsýni,
Jón Kalman - Guli kafbáturinn,
Kristín Eiríksdóttir - Tól. Sunnudag-
inn 18. desember koma fram Elín
Edda Þorsteinsdóttir - Núningur,
Gerður Kristný - Urta, Guðni Elísson
- Brimhólar, Meistaranemar í ritlist
- Takk fyrir komuna.
- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað í 20 ár6
Heklurnar og Varmár-
kórinn með tónleika
Heklurnar og Varmárkórinn, tveir
kvennakórar úr Mosfellsbæ, halda
saman jólatónleika í Guðríðarkirkju
þann 11. desember kl. 16. Á tónleik-
unum syngja kórarnir klassísk jóla-
lög í bland við nýrri tónlist. Þetta
verður hugguleg aðventustund sem
öll fjölskyldan getur notið saman.
Boðið verður upp á léttar veitingar
í hléi. Miðaverð er 2.500 kr en frítt
fyrir börn yngri en 16 ára.
Út er komin, á vegum Sögu-
félags Kjalarnesþings, bókin
Hersetan í Mosfellssveit og
á Kjalarnesi 1940-1944 eftir
Friðþór Eydal.
Friðþór hefur ritað fleiri
bækur um hernámsárin á
Íslandi og þekkir mjög vel til
aðbúnaðar hermanna á þess-
um tíma.
Mosfellssveit og Kjalarnes
voru vettvangur mikilla um-
svifa erlends herliðs á árum
síðari heimsstyrjaldar. Herlið hafði með
höndum strandvarnir og skyldi reiðubúið
til sóknar gegn óvinaliði sem freistaði land-
göngu á Vestur- eða Suðurlandi.
Víða um svæðið voru reistar búðir með
fjölda bogaskála sem á ensku nefndust
„barracks“ en landsmenn kölluðu bragga.
Fáeinir braggar eru enn í notkun í Mosfells-
sveit og víða í sveitinni má sjá minjar um
hersetuna.
Í bókinni er litið inn í
vistarverur hermanna og
aðbúnaði þeirra lýst; enn
fremur eru verkstæði,
spítalar og birgðageymslur
skoðaðar. Einnig er komið
inn á samskipti Íslendinga
og hermanna. Í bókinni er
dregin upp skýr mynd af
umsvifum hersetunnar þegar
um 10.000 hermenn höfðu
aðsetur í Mosfellssveit.
Bókina prýða liðlega 170
ljósmyndir og nákvæm kort af herskála-
svæðum. Margar ljósmyndanna hafa aldrei
komið fyrir almenningssjónir.
Bókin varpar skýru ljósi á byggðir her-
manna og skipulag varna landsins á þess-
um tíma. Bygging herskála hafði nokkur
áhrif á skipulag Mosfellssveitar, ekki síst á
Reykjalundarsvæðinu.
Bókin verður til sölu í Bónus og í Héraðs-
skjalasafninu.
Ný bók eftir Friðþór Eydal • Heimild um horfinn tíma • Sögufélag Kjalarnesþings gefur út
Gefa út bók um hersetuna í
Mosfellssveit og á Kjalarnesi
Söng- og leikkonan Marlene Dietrich kom til landsins í september 1944 til að
skemmta hermönnum, og söng m.a. í Trípólíbíó sem stóð þar sem nú stendur
Árnagarður Háskóla Íslands. Marlene heimsótti einnig sjúklinga Helgafells-
spítala sem var um tíma stærsti spítali landsins.
Bandarískir hermenn gera við hitaveitulögn
Helgafellsspítala við rætur Helgafells. Lögnin
stóð á stöplum og var einangruð með sérsniðn-
um vikursteini sem bundinn var með vírneti.
Kolabirgðir í Camp Lambton Park við Reykjaveg. Lengst til hægri sjást
liðsforingjaskálar herbúðanna og fjær glittir í Álafoss Dump við Hafravatns-
veg. Hvíta húsið á miðri mynd er Sólvellir og fjær til vinstri sér í húsin að
Reykjahvoli. Stekkjarlækur til hægri við kolapokana.
Vorboðar, kór eldri borgara, heldur úti öfl-
ugu starfi og hefur stækkað og eflst ótrú-
lega síðustu mánuði. Félagar teljast núna
rúmlega 60.
Kórinn mun syngja við opnun Jólaskóg-
arins í Hamrahlíð laugardaginn 10. desem-
ber, á opnu húsi í Hlégarði 12. desember og
á Eir í Grafarvogi 13. desember.
Mikil ánægja er með söngstjóra kórsins,
hana Hrönn Helgadóttur, en kórinn æfir
einu sinni í viku. Þá fer kórinn í ferðalög og
gerir sér margt til skemmtunar.
Vorboðar halda úti öflugu starfi • Koma víða fram í desember • Félagar nú 60 talsins
Kór eldri borgara eflist til muna
vorboðar í sumarferð
MOSFELLINGUR
jólablaðið
KeMur út 22. des.
mosfellingur@mosfellingur.is