Fréttablaðið - 31.03.2023, Side 8

Fréttablaðið - 31.03.2023, Side 8
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Það getur skipt sköpum að sjónarhorn og vinkill barnsins af eigin máli komi fram milliliða- laust. Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Þjónusta við börn hefur vissulega verið í þróun í Reykjavík síðustu misseri og einhverjar nýjungar í þeim efnum litið dagsins ljós. Biðlisti barna eftir sál- fræðiþjónustu skólasálfræðinga hefur þó aldrei verið eins langur og nú. Á þriðja þúsund börn bíða ýmist eftir fyrstu eða frekari þjónustu, þá helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þessi sami listi taldi 400 börn árið 2018. En það eru aðrar áhyggjur sem mig langar að reifa hér. Með tilkomu verkefnisins Betri borg fyrir börn stóð til að færa fagfólk skólanna meira í nærumhverfi barnanna þ.e. í skólana. Það hefur ekki orðið raunin. Sálfræðingar skólanna eru með starfsstöð á mið- stöðvum en með ákveðna viðveru í skólunum. Það sem þó hefur færst meira út í skólana er stuðningur við kennara og starfsfólk með tilkomu svokallaðra lausnateyma. Því ber sannarlega að fagna. Það er mín skoðun sem sérfræðingur í klínískri sálfræði að brýnt er að barnið sjálft fái tækifæri til að ræða við fagaðila eins og aldur og þroski þess leyfir, með eða án foreldra eftir atvikum. Í samtali barns og sálfræðings hlustar sálfræðingurinn ekki ein- vörðungu á orð barnsins heldur er með einbeitingu á fjölmörgum öðrum atriðum í fari og háttum barnsins. Fagaðili horfir á líkamsmál og hlustar eftir raddblæ og augna- og svipbrigðum til að lesa og meta líðan, kvíða og áhyggjustig barnsins. Eitthvað sem barn segir getur vakið sálfræðinginn til meðvitundar um að það þurfi að skoða málið nánar. Það getur leitt til þess að barn opni sig enn frekar um hluti sem ella hefðu ekki komið upp á yfirborðið. Það getur skipt sköpum að sjónarhorn og vinkill barnsins af eigin máli komi fram milliliðalaust ef ske kynni að upplifun þess sé önnur en foreldranna eða kennara. Mál barns er líklegra til að fá úrlausn sé því gefið tækifæri til að tjá sig sjálft frá innstu hjartarótum við fagaðila frekar en að einungis sé rætt við aðstandendur eða kennara. Mikilvægt er að gera hvort tveggja. Ég óttast að bilið milli nemenda og sálfræðinga sé að breikka enn frekar í skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Eins nauðsyn- legt og það er að veita skólum og foreldrum ríkan og tryggan stuðning í málefnum barna má aldrei gleyma börnunum sjálfum. n Samtal er lykilatriði Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík Sláandi eru upplýsingar sem fram koma í Fréttablaðinu í dag um veru- leika margra útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu og ekki síst úti á landi. Íslenskur bílstjóri heldur því fram að margt erlent fólk hér í ferðaþjónustunni sé snuðað og tekjur þess séu langt undir lág- markslaunum. Margir útlendinganna eru að sögn bíl- stjórans með „botnlausar vaktir“ og búa í gámum. Litið sé á útlendingana sem vinnu- dýr, ódýrt vinnuafl. Græðgi er sögð ástæða þessarar þróunar. Einnig segir bílstjórinn að enginn vilji lengur Íslendinga í vinnu því þeir vilji alltaf vera í fríi. Þegar sá sem hér skrifar ólst upp í sveit norður í landi var algengt að frá og með fermingu ynnu börn 50–70 klukkustundir á viku allt sumarfríið. Uppgripin skiptu sköpum hvað varðar fjárhagslegt sjálfstæði. Fríið fór fyrir lítið. Nú er sá veruleiki að íslensk ungmenni eru í vinnuskólum fram eftir öllu. Ef rignir er gjarnan bara hangið inni í skúr. Það er nokkuð til í því sem bílstjórinn nefnir að setja megi spurningarmerki við þá bómullarvæðingu sem rutt hefur sér til rúms – fyrir Íslendinga. En hver á þá að vinna öll leiðinlegu djobbin, láglaunastörfin? Ferðamennska hér á landi er orðin að frystihúsi vestur á fjörðum. Í stað þess að Íslendingar vinni enn við að f laka fisk er f lutt inn fólk til að standa þá vakt. Það byrjaði í frystihúsunum, svo hættum við sjálf að skúra hótelherbergin, þjóna til borðs eða safna saman sorpi. Þetta er allt á könnu útlendinga. Einnig má nefna byggingar- geirann. Láglaunastörf úti um allan heim hafa lengi verið unnin með atbeina jaðarsettra eða erlendra starfskrafta. Í eina tíð trúðum við að Ísland yrði öðruvísi en önnur lönd. Svo er ekki. Hitt er alvarlegt mál ef litið er á útlendingana sem vinnudýr sem eigi ekkert gott skilið. Haldið er fram að dæmi séu um að vinnu- dagarnir séu 20 klukkustundir á sólarhring. Ef starfsmannaleigur sjá orðið í ríkari mæli en nokkru sinni um að skaffa Íslandi ódýrt vinnuafl þurfa verkalýðsfélög og landsmenn allir að uppræta þann órétt sem virðist fyrir hendi. Annað væri Íslandi til mikillar skammar. n Íslandi til skammar Ferða- mennskan hér á landi er orðin að frystihúsi vestur á fjörðum. Í stað þess að Íslend- ingar vinni enn við að flaka fisk er flutt inn fólk til að standa þá vakt. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Teg. 230. Langborð 200 x 98 og 240 x 98 stækkun 2x 50cm reykt eik og nature eik. benediktboas@frettabladid.is Ráðning sem vekur furðu Margir héldu að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefði verið í grínskapi og komið með góðan fyrsta apríl brandara aðeins of snemma þegar hann skipaði Karl Gauta Hjaltason í embætti lög- reglustjóra í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl. Vestmanna- eyingar eru allt annað en sáttir við ráðninguna og fáir ef ein- hverjir fögnuðu ráðningunni. Þegar Karl Gauti snéri bakinu við Flokki fólksins og hoppaði um borð í Miðflokksvagninn árið 2019 kallaði Inga Sæland hann flibbakall. En Karl Gauti var hluti af Klaustursmálinu margfræga þar sem niðrandi orð voru látin falla um flestalla minnihluta- hópa og miklu verri orð flugu um fleira. Eitthvað sem sæmir ekki lögreglustjóra. Uppsögn sem vekur furðu Arnar Þór Viðarsson var látinn taka pokann sinn í gær þrátt fyrir að hafa unnið Liechtenstein 0-7. Einhverjir hefðu haldið að KSÍ ætti að halda þjálfaranum en jafnvel svo stór sigurleikur dugði ekki til að hann héldi starfinu. Kári Árnason, spark- spekingur á Viaplay, sagði eftir leikinn á sunnudag að það væri alveg glórulaust að reka Arnar á þessum tímapunkti. En KSÍ fannst það ekki glórulaust og Arnar er farinn svo nú þarf KSÍ að finna einhvern sem nær betur til þjóðarinnar, en Arnar verður seint talinn sameiningartákn þjóðarinnar. n 8 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 31. mARS 2023 FÖsTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.