Fréttablaðið - 31.03.2023, Side 10

Fréttablaðið - 31.03.2023, Side 10
 Spá Fréttablaðsins gerir ráð fyrir því að bæði FH og Stjarnan endi í efri hluta deildarinnar þegar 22 umferðir eru búnar. Vonbrigðin gætu hins vegar orðið á Akureyri en eftir að hafa endað í öðru sæti í fyrra gerir Fréttablaðið ráð fyrir að liðið endi í sjöunda sæti í ár. Margt áhugavert getur gerst en Besta deildin hefst 10. apríl. hordur@frettabladid.is Upprisa FH hefst en vonbrigðin verða á Akureyri Spá FréttablaðSinS – Besta deildin | 6. Stjarnan n Lykilmaður: Hilmar Árni Halldórsson n Þjálfari: Ágúst Gylfason n Heimavöllur: Samsungvöllurinn n Íslandsmeistarar: 1 sinni Stjarnan var það lið sem bauð upp á skemmtilegustu leikina á síðasta tímabili, liðið skoraði mikið en var oftar en ekki í stökustu vandræð- um með að verjast. Ágúst Gylfason þjálfari liðsins hefur talað um að reyna að finna betra jafnvægi í leik liðsins. Sóttir hafa verið reyndir leikmenn en Guðmundur Krist- jánsson á að binda saman vörnina, áhyggjuefni er að Haraldur Björns- son markvörður liðsins hefur verið meiddur í vetur. Stjarnan sótti Árna Snæ Ólafsson frá ÍA en hann hefur setið undir gagnrýni síðustu ár fyrir slaka spila- mennsku, fróðlegt verður að sjá hvernig honum tekst til í Garðabæ. Stjarnan setur stefnuna á Evrópu sæti en það gæti verið aðeins of stórt skref fyrir liðið, ef allt smellur geta Garðbæingar hins vegar látið sig dreyma. Komnir: Baldur Logi Guðlaugsson Guðmundur Kristjánsson Heiðar Ægisson Joey Gibbs Andri Adolphsson Árni Snær Ólafsson Þorbergur Þór Steinarsson Farnir Elís Rafn Björnsson Ólafur Karl Finsen Óskar Örn Hauksson Daníel Finns Matthíasson Einar Karl Ingvarsson 7. KA n Lykilmaður: Hallgrímur Mar Steingrímsson n Þjálfari: Hallgrímur Jónasson n Heimavöllur: KA-völlur n Íslandsmeistarar: 1 sinni Það er erfitt að spá fyrir um gengi KA í vetur, liðið sem endaði í öðru sæti á síðasta tímabili hefur gengið í gegnum breytingar sem gætu hreinlega verið of miklar. Einn reyndasti og besti þjálfari landsins, Arnar Grétarsson, er horfinn á braut og við er tekinn óreyndur Hallgrímur Jónasson. Hallgrímur hefur getið sér gott orð en hefur ekki enn þurft að standa í stafni þegar eitthvað bjátar á. Nökkvi Þeyr Þórisson bar uppi sóknarleik liðsins á síðustu leiktíð og fróðlegt verður að sjá hvernig KA tekst að tækla fjar- veru hans. Pætur Petersen kom frá Færeyjum og Hallgrímur Mar Steingrímsson er áfram á sínum stað en hann á mikið inni frá síðustu leiktíð. KA-menn setja stefnuna væntanlega hærra en Frétta- blaðið telur að tímabilið gæti orðið snúið á Akureyri. Vel hefur gengið hjá KA í vetur en öll alvöru prófin eru eftir fyrir hinn unga og óreynda þjálfara. Komnir Pætur Petersen Harley Willard Ingimar Torbjörnsson Stöle Kristoffer Forgaard Paulsen (lán) Farnir Bryan Van Den Bogaert Gaber Dobrovoljc 8. ÍBV n Lykilmaður: Eiður Aron Sigurbjörnsson n Þjálfari: Her- mann Hreiðarsson n Heimavöllur: Hásteinsvöllur n Íslandsmeistarar: 3 sinnum Iðulega kemur ÍBV til leiks eftir mörg slæm úrslit á undirbúnings- tímabilinu og liðið algjörlega óskrifað blað. ÍBV hefur hins vegar í vetur aldrei þessu vant verið á mikilli siglingu, liðið hefur unnið góða sigra á bæði FH og Breiðabliki og komst í undanúrslit Lengjubikarsins. Filip Valencic hefur breytt sóknarleik liðsins en honum er ætlað að vera límið þar, hann hefur sýnt góða takta á undir- búningstímabilinu. Andri Rúnar Bjarnason er horfinn á braut og verður fróðlegt að sjá hvernig ÍBV gengur án hans. Þrátt fyrir góð úrslit á undir- búningstímabilinu er hópur ÍBV afar þunnur og má Hermann Hreiðarsson hafa sig allan við til þess að halda öllum heilum svo ekki fari að gefa á bátinn. Komnir Guy Smit (láni) Bjarki Björn Gunnarsson (lán) Filip Valencic Hermann Þór Ragnarsson Ólafur Haukur Arilíusson Sverrir Páll Hjaltested Farnir Óskar Elías Zoega Óskarsson Telmo Castanheira Andri Rúnar Bjarnason Atli Hrafn Andrason Kundai Benyu w Steven Lennon var skugginn af sjálfum sér í fyrra. Hann þarf að stíga upp fyrir komandi tímabil ef spáin á að ganga eftir. FréttaBLaðið/Ernir 10 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 31. mARs 2023 FÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.